Ungi hermaðurinn - 01.10.1914, Blaðsíða 4

Ungi hermaðurinn - 01.10.1914, Blaðsíða 4
76 Ungl hermaðurinn. og áhyggjur, alt undatrcymi og líöanir söfnuöust um hann og væru honum áhangandi. Það er satt sem skrifað stendur: Hann er lífsins ljós, en ljósið skein í gegnum myrkrið. Einmitt þess- vegna stendur hans kærleiksmynd svo lýsandi og geislandi, að hún bryzt fram úr myrkri fjarsýn. Hann er eins og ljósgeislinn, sem þrengir sór inn í hið myrka rúm, af því hann flytur með sór birtu, opinberar hann myrkrið. Já, þess þéttara sem myrkrið hefir verið, þess skærar skín ljósið. Líttu til manns8afnaðarins við Nains- borgarhlið, hvar hin syrgjandi ekkja fylgir sínum einkasyni til grafar, mætir Jesú; ó, hvað sorgiu var þung, en ó, hvað gleðin var líka mikil. Sjáðu fjöld- ann við Lazarusar gröf, þær huggunar- lausu systur og þeirra meðlíðandi vini, en Jesú sjálfan grátandi; og einmitt mitt f allri þessari neyð birtist Guðs dýrðar- ríkisdómur og hjörtun fyitust fögnuði og gleði. Eða rendu augum þínum til lærisveinaskarans, sem er á leið til Jesú grafar á páskadagsmorguninn, þeir báru sannarlega djúpa sorg í sínu hjarta, það voru ekki nein ímyndunar vonbrigði eða sjálfskaparplága, heldur hjartans djúpa sorg, sem breiddi sitt grafarmyrk- ur yfir alt. En aldrei hefir sólin runnið upp í fegurri geisladýrð og aldrei meiri gleði fylt nokkurs manus hjarta en sú, sem hljómaði frá hjarta þeirra þegar þeim var færður þessi boðskapur: Hann er upprisinn! Þá rættust þessi orð hans: Þór munuð sýta og gráta. en eg mun sjá yður aftur, og yðar hjarta skal fagna og þessi gleði yðar skal vera fullkomin. Hvar sem Jesú kemur breytir hann sorg í gleði, hann gerir ekki eins og heimur- inn sem leitast við að skjóta sorginnj til hllðar og breiða yfir hana með ein- hverjum veraldlegum sýslunum eða skemtunum, svo hún gleymist um stund, en seinna brýst hún fram aftur og krefst róttar síns. Nei, hann dregur sorgina upp frá djúpi hjartans og leiðir hana fram í ljósið, svo hún verði opinber og til að taka frá okkur og gera undirrót hennar að uppsprettulind gleðinnar. Hann breytir sorginni í gleði og þá en ekki fyr er hún í sannleika sigruð. Það er sórhvers trúandi manns reynsla, hvernig Guð þannig hefir fært hann til hvildar í trúnni á Guðs náð. Það var í gegnum þá djúpu og dimmu dali sem vegurinn lá til hinna sjólbjörtu hæða. Þegar sorgin yfir syndinui, sem er hrylli- leg staðreynd, skildi mig frá Guði og færði mig fram á veg glötunarinnar, þá var það orðið um hann, sem bar alla heimsins synd og gaf sitt líf út til lausnargjalds fyrir marga, sem vakti þá eilífu gleði í sál minni, sem enginn get- ur frá mór tekið. Eg sá hann og hann gerði mig glað- an. Eg gleymdi ekki minni synd sem olli mór sorgar, og reyndi ekki að dylja hana, en hann, sem með síns orðs ljósi sýndi mór hana í hennar hræðilegu mynd, hann tók hana upp á sjálfan sig og sneri sorginni yfir syndinni í gleði yfir syndanna fyrirgefningu. Eins og lífsferill Jesú lá i gegnum þrautir og þjáningar til dýrðarinnar, þannig færir hann hvern þann, sem vill fylgja honum eftir gegnum sorg til gleði, en einungis sá, sem vill taka upp á sig sorgina, getur orðið aðnjótandi gleðinnar. Framh. -----s>K---

x

Ungi hermaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.