Ungi hermaðurinn - 01.10.1915, Blaðsíða 3

Ungi hermaðurinn - 01.10.1915, Blaðsíða 3
Ungl hermaðurlnn. 75 Hvað kennir kristindómurinn. Kristmdómurinn kennir þetta: Kaupmanninum að vera áreiðan- legur, dómaranum að vera rétt- látur, þjóninum að vera trúr, barninu að vera hlýðið, foreldr- unum að vera þolinmóð, erfiðis- manninum að vera iðinn og ástundunarsamur í verki sínu, vinnuveitandanum að vera sann- gjarn í kröfum sínum. Kristin- dómurinn kennir hverjum og ein- um að æfa sig í réttvisi, að auð- sýna góðvild, geðlempni og þol- inmæði í hverri sétt eða stöðu sem hann stendur í. Hvað hefir kristindómurinn kent þér? Hafi hann hingað til ekki getað kent þér neitt, viltu þá ekki nú þegar opna hjarta þitt fyrir hans frelsandi krafti? Ellefta boðorðið. Dr. Uhler hafði heyrt talað um Rutherford, hvers guðrækilega líf gerði hans heimili að himnaríki hér á jörðunni, og í ferð sinni til Skotlands tók hann sér það fyrir hendur að heimsaekja hann, til þess sjálfur að fá fullvissu um hamferði hans. Og til að kom- ast betur fyrir það, vildi hann ekki láta þekkja sig, fekk sér því íörumannabúning og kom i hon- utú á heimili Rutherfords síðla dags og beiddist næturgistingar. Honum var tekið með hinni mestu alúð og gestrisni, og var vísað inn í notalegt og hlýtt herbergi. Þegar alt heimilisfólkið seinna um kvöldið var samansafnað í dagstofunni, kom húsbóndinn einnig þangað til að halda kvöld- bænir með fólki sínu. Hann lagði einnig nokkrar spurningar fyrir næturgestinn, og var ein spurn- ingin þessi: Hvað eru boðorðin mörg? Gesturinn svaraði: Mér telst svo til, að þau séu ellefu. Allir, sem við voru staddir, héldu að gesturinn væri einhver vand- ræða auli, en það leið ekki á löngu áður en Rutherford upp- götvaði það, að hann, eins og eitt sinn Abraham, hafði veitt engli gistingu, og að þessi förumaður var hinn lærðasti af öllum lands- mönnum. En Rutherford hélt þessari uppgötvun sinni leyndrí, en spurði gest sinn hvort hann mundi ekki vilja svo vel gjöra og prédika í kirkjunni í sinn stað á morgun, sem var sunnudagur. Heimilisfólkið varð alveg hissa, þegar það daginn eftir kom út í kirkjunaog sá þennan fáfróða næt- urgest st anda í prédikunarstólnum, og enn meira varð það undrandi, þegar það heyrði hvað hann hafði fyrir ræðuefni: Nýtt boðorð gef eg yður, að þér elskið hver ann- an, — og að þetta var ellefta boðorðið.

x

Ungi hermaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.