Ungi hermaðurinn - 01.10.1915, Blaðsíða 7

Ungi hermaðurinn - 01.10.1915, Blaðsíða 7
Úngi hermaSurlnn. 79 Herra, þú veizfc alt, þú veizt líka að eg elska þig (Jóh. 21, 17). Slíkt getur leitt af spurningu einn- ar lítillar stúlku, þegar hún elskar Jesúm. Hvita liljan. Á litla húsinu var engin pr/ði, en samt sem áður lifcu allir upp í glugg- ann, þegar þeir gengu framhjá, því í glugga fátæku ekkjunnar stóS hvít lilja, og allir sögSu: Ó, hvað liljan er yndisleg ! Nú skuluS þér fá að heyra sögu hvítu liljunnar : Dóttir ekkjunnar hafði fengið stöðu í sölubúð inni í bænum. Eg kem bráSum aftur og sæki þig, Bagði hún viS mömmu sína. Eg skal bráðum spara svo mikið að þú getir komið og búið hjá mór, og þá máttu vera viss um að okkur líður vel. Eg kann eflaust aldrei vel við mig í hinni stóru borg, Elín, svaraði móðir- in. Eg þekki þar engau mann. En skrifaðu mór nú bráðlega og segðu mór hvernig þór líður. Já, svaraði Elín, þú mátt vera viss um það, góða mamma mín; en þú veröur líka að lofa mór því að skrifa ttiór og segja mór hvernig alt gengur heima. Nú kom skilnaðarstundin. En heyrðu mamma ! Hór er hvíta ^íftn mín. Þú verður að eiga hana, °8 þú gætir hennar eflausfc vel, mín vegna. kæra dóttir mín, þú mátt reiða Þ'g á það. ferðaðist dóttirin burt, en liljan stóð inni í glugganum. Móðirin ann- aðist hina fögru hvítu lilju, eins og hún hefði getaö annast dóttur sína. Brófin komu frá dóttirinni. Þau voru eins og sólskinsgeislar, sem komu inn í hinn fátæka kofa. Konan geymdi bréfin eins og dýrmæta fjársjóði. Tíminn leið. Dóttirin skrifaði móð- ur sinni æ sjaldnar, og brófiu urðu öðruvísi. Loks leiö mánuður eftir mán- uð. Móðirin fekk ekki lengur bróf. Bróf hennar sjálfrar var senfc aftur til hennar óopnað með þessari áskriffc: Flutt — engin veit hvert. — Liljan blómstraði í allri fegurð sinni. Móðirin hjúkraði henni dag eftir dag og var að hugsa um Elínu — hugsaði að hún kæmi eflaust heim aftur. Konan var nú orðin slitin. Hún var orðin lúin af striti lífsins, og hún gat nú ekki unnið lengur, og peningum þeim, sem húu hafði sparað, hafði hún nú eytt. Hún seldi nú hvern hlutinn af öðrum, sem hún átti. í hvert sinn sem einhver tók í hurðiua, bjóst hún við að Elín mundi koma inn. En hún kom ekki. Móðirin bar sorg sína möglunarlaust. Umkvörtunarlaust flutti hún inn á fátækrahælið. •— Hún tók liljuna með sér. Eitfc sinn spurði ein af hinum gömlu konum, sem bjó í sömu stofu og móð- ir Elínar: Hafiö þór heyrt, að hór í fátækraskylinu á að halda heiðingja- trúboðssamkomu. Mór þætti gaman að vita hvaða gagn geti verið að því, Vór höfum ekkert til að gefa. — Nei, það er raunar satt, svaraði maddama Jensen rólega, en ef við getum ekkert gefið, þá getum við þegið gæði, við getum þegið nokkuð meira af kærleika Jesú Krists til hinna glötuðu, þ. e. að segja, ef við höfum tekið á móti Jesú sjálfum í hjörtu vor. — Frh.

x

Ungi hermaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.