Ungi hermaðurinn - 01.01.1916, Blaðsíða 4
92
Ungl hermaSurlnn.
Ella segir frá jólatrénu!
Hæ, María! — Ef þú vissir hvað var
ga.nan á jólatrénu í Hjálprœðishern-
um í gær. Nú skaltu bara heyra hvað
við fengum mikið gott. Þú getur ekki
gert þór hugmynd um hvað það var
gaman.
Fyrst sungum við jólasálmana, og
okkur var sagt frá Jesúbarninu, sem
freddist á jólanóttina, og sem við eig-
um öll að elska og tilbiðja eins og
vitringarnir gerðu. Svo var kveikt á
jólatrónu og það var nú fallegt, það
náði alveg upp í loft og svo var það
prytt með blómum og mörgu öðru.
Því næst fórum vlð að leika okkur,
og hver heldur þú að hafi verið með?
Já, gettu nú! — Nei, þú getur ekki
getið þess. Það var enginn annar en
n/ji adjutantinn, Christensen held eg
að hann heiti. Hann kann marga
barnasöngva, og hann var svo góður
við okkur, að eg held bara að honum
þyki vænt um börn.
Hann sagðist ætla aö hjálpa til við
sunnudagaskólann. Jæja, nú gleymi eg
alveg að segja frá jólatrónu. Þú spyrð
hvað við höfum gert Maja?
Já, nú kemur það bezta, við drukk-
um súkkulaði og borðuðum kökur með,
og svo kemur það allra bezta, og
veiztn hvað það var? Það var jóla-
sveinn, — almennilegur jólasveinn, með
stórt hvítt skegg. »Mig langaði svo
mikið á jólatréð sem var daginn áð-
ur«, segir Maja, »eu eg gat ekki
fengið aðgöngumiða. Foringinn sagði
að það væri ekki rúm fyrir meira en
200 börn og miðarnir væru allir búnir.«
»Já, en ertu ekki í sunnudagaskólan
vim Maja?« »Nei, mlg langaði ekki til
Þegar Ella var á jólatré.
þess í sumar, en nú held eg að eg
verði að byrja aftur, því þá er eg þó
viss um að koma á jólatró næst«.
»Já, gerðu það Maja, eg skal koma
og sækja þig á sunnudaginn og svo
skulum við verða samferða, því hann
mun áreiðanlega halda margar góðar
samkomur fyrir börnin, og kenna okk-
ur að elska Jesú. — Vertu sæl Maja«!
»Vertu sæl Ella!« »Mundu nú að
koma á sunnudaginn, svo skulum við
verða samferða í sunnudagaskólann«.
---------«>»<=■..... -