Ungi hermaðurinn - 01.07.1918, Side 7
TJngl hermaðurlnn.
55
&
af reyk og mönnum, en hér er svo
indœlt, að englarnir gœtu vel komið
hingað að sækja mig upp til Jesú«.
$>ViItu ekki biðja Guð um að láta
]pá ekki koma strax, pabbi getur ekki
verið án þín. Nú veit eg hvernig eg
á að fara að því að láta þig vera
hamingjusaman«. Barnið þagði, skyn-
semi hans hafði þroskast æ meir í
sjúkdóminum. Það virtist vera stríð í
sálu hans, en eftir stundarkorn sagði
hann: 5>Eg vil biðja Guð um að láta
þá bíða dálítið svo að eg fái að sjá
hvað nú verður skemtilegt fyrir Línu
og Pótur, en hjá Guði er þó fegurra,
— hvað var það sem írökenin sagði
mér mamma?« Soffía gat ekki svarað
fyrir gráti og Karl sofnaði aftur.
Kenslukonan í sunnudagaskólanum
hafðl oft heimsótt hann og móðir lienn-
ar líka, þessi góða og greinda kona,
sem Soffía og Anna höfðu verið hjá
áður en þær giftust. Þær lásu altaf
fyrlr hann einhverja af dæmisögum
Jesú og útskýrðu þær með fáum orð-
um, ekki síður fyrir foreldrar.a en
barnið. Þennan dag hafði hún talað
um hinar mörgu vistarverur f Jóhan 1-
esar 14. kapítulaj en það var eins og
hann skildi það ekki. Þá sagði móð-
irin: »Segðu að í himninum sóu fög-
ur herbergi, salir, þá skilur hann það
betur, og að hann eigi að fá að vera
f þeim fegursta«. Kenslukonan gerði
bvo, og þá kinkaði hanu brosandi kolli
og sagði: >Eg veit það, eg veit það,
þar eru engin borð eða stólar eins og
hjá okkur, og ský fyrir gluggatjöld,
°g þilin eru úr gulli, og gólfin úr
krystalli og þar eru blóm og ljós, og
englar og smábörn og Drottiun Jesús
kemur sjálfur þangað inn, í>bindur belti
um sig og gengur um kring og gefur
oss alt sem við þurfum með og hann
býður öllum að koma þangað og vera
glaðir, mömmu og pabba líka«.
Hann fóll aftur í mók og lá þannig
allan daginn. Faðir hans kom snemma
heim til þess að sitja hjá honum.
Um kveldið lifnaði dálftið yfir hon-
um og þegar Klementsenshjónin komu,
fór faðirinn út en kom eftir stutta
stund aftur með körfu og böggul, sem
hann setti á stól við rúmið. »Æ«,
sagði Karl, »það er lampinn og borð-
dúkurinn«.
»Já«, þannig var það Soffía varð
að breiða hinn fagra rauða dúk á borð-
ið, flytja það að rúminu og setja lamp
ann með hvíta kúplinum á það.
»Sjáðu nú til, Karl litli«, sagði Klem-
entsen og reyndi að vera glaðlegur,
»nú hefir þú fengið vilja þinn, og nú
gæti hann pabbi þinn boðið sjálfum
prestinum upp á kaffi og fröken Klöru
með. Eg er bara hræddur um að
konan mfn og eg komum hingað of oft.
»Þið eruð altaf velkomin«, sagði
Granberg hjartanlega. »Næst Karli
litla á eg ykkur það að þakka, að hór
er orðið svo vistlegt og sem himna
ríki hjá því sem áður var«.
Átta dögum seinna voru Granbergs
hjónin og Klementsens hjóniu aftur sam-
an f litlu stofuuni kringum borðið með
dúknum og lampanum.
Það var komin ný gröf í kirkju-
garðinum, og þar lá lfflausi líkaminn
hans Karls litla, en sjálfur var hann
f föðurhúsunum með hinum raörgu vist-
arverum í hinum fegursta sal.
ENDIR.
— i'i"—-