Ungi hermaðurinn - 01.03.1927, Blaðsíða 4
20
Ungi hermaðurinn
unum og allri hinni lifrænu
náttúru. Án hans væri ekkert
líf til. Án hans gætu blómin
ekki lifnað og dafnað og glatt
oss með ilm sínum og fegurð.
Guð er uppspretta alls. Guð
sameinaðist efnisleysinu og af
engu skapaði hann heiminn og
alt, sem í honum er.
Af sameiningu guðdómsins og
duftsins varð maðurinn til og
allar lifandi verur, sem þessa jörðu
byggja-
Að skapa er áþekt þvi, sem
málarinn gjörir með penslinum.
Pensillinn málar myndina. en
myndin er þó ekki hluti af pensl-
inum, hún er sköpuð af heila
málarans og hluti af hans sál
eða ímyndunarafli.
Það er hugsun Guðs sem hefir
skapað allar myndir á himni og
jörðu!«
Hann mátti það ekki.
Lítill drengur sat á framdyra-
þröskuldi kristniboðshússins. Inni
í húsinu var barnasamkoma. —
Kristniboðinn koin út til hans og
bauð honum að koma inn á barna-
samkomuna.
»Jeg get ekki komið inn,« svar'
aði drengurinn.
»Hvers vegna?« spurði trúboð'
inn.
»Jeg kann ekki að biðja,« svar'
aði barnið.
»Hvernig stendur á því?«
»Mjer hefir aldrei verið kent
það«.
»Komdu inn barnið gott og við
skulum kenna þjer að biðja Jesú
Krist«, svaraði trúboðinn.
Bróðir drengsins, sem sat
við hlið hans, greip fram í og
sagði:
»Mamma bannar okkur að sækja
þessar samkomur«.
Aumingja drengurinn! Hann
þráði að fræðast um Jesú, þess
vegna sat hann á þröskuldi sani'
komuhússins; því nær mátti hann
ekki koma, en vonaði að heyra
eitthvað af prjedikuninni þangað
og læra af því.
Biðjum því fyrir þeim, sem
heimilin synja leyfis að sækja
samkomur vorar.
©0@<^B0a0®0@0@0®0®
Muníð sunntidagaskóla
Hjálpræðíshersíns
hvern sunnadag kl. 2.
Verið velkomín!
©<0©<0<fÍC>©<0@<0©0>®<08<>®