Ungi hermaðurinn - 01.03.1927, Page 6

Ungi hermaðurinn - 01.03.1927, Page 6
22 Ungi hermaðurinn. Faraday. í hinni alkunnu lyfjabúð Fara- days bar j)að eitt sinn við, að einn starfsmaðurinn misti lítinn silfurbikar niður í sýruker. Sýran uppleysti silfrið á svipstundu, svo að innan skamms var bikarinn gjöreyddur og runninn saman við sýruna. Starfsfólkið skeggræddi nú um það, hvort unt mundi að leysa silfrið aftur frá sýrunni. Sumir hjeldu að það væri hægt, aðrir þvertóku .fyrir það. í þessum svifum bar Faraday þar sjálfan að. Honum var sagt hvað skeð hefði. Hann ljet þá eitthvað niður í sýruna, og á auga- bragði skildist silfrið frá sýrunni og settist á botninn. Lyfsaiinn helti nú vökvanum burt, safnaði silfurdreggjunum saman og sendi þær til gullsmiðs. Nokkrum dög- um síðar kom silfurbikarinn það- an albúinn aftur. Þar eð Faraday tókst að að- skilja silfrið frá sýrunni, safna þvi saman og láta gullsmiðinn smíða úr því samskonar bikar á ný, hví skyldi þá Guð, almáttug- ur skapari, ekki geta samansafn- að jarðneskum leifum líkamans og uppvakið hann í nýrri og dýrð- Iegri mynd? Hreinleikur. Nýjungagjarnir ferðamenn fóru að skoða kolanámu. Sjer til mik- illar undrunar sáu þeir litla, snjó- hvíta jurt sem óx þar niðri í kola- svælunni. »Sko fallega, hvíta blómið,« sagði einn þeirra og láut niður að því, til þess að athuga nánar þetta merkilega fyrirhrigði. Fannhvítt blóm í hnausþykkum kolamekkin- um. »Það er sama hvað kolarykið er svart,« sagði fylgdarmaðurinn, »þetta blóm er altaf jafn hvítt. Á því festir ekkert ryk.« Hann sópaði því næst kola- mylsnu yfir blómið, og það var jafn hreint eftir sem áður. Yfirborð þess var svo glerkent, að þótt það yxi í þjettum kolareyk, þá gat hann ekki aflitað þess fannhvíta hrein- leik. Bið þú Guð að vernda hjarta þitt frá allri synd, svo sem hann verndaði litla, hvíta blómið frá kolarykinu. Dugandi augnlæknir hitti eitt sinn steinblindan mann- aumingja sitjandi á vegamótum, tók hann heim til sin og gjörði á

x

Ungi hermaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.