Velvakandi - 24.03.1919, Blaðsíða 3

Velvakandi  - 24.03.1919, Blaðsíða 3
VELVAKANDI 3 Frá nefndum. Sjiikrasjóðsnofndin efndi til brauðboðs eftir síðasta stúkufund í febrúar síðastl. Alls voru boðnir fram um 40 brauðböglar og fóru þeir á rúmar 3 kr. hver að meðaltali, svo að ágóði af kveldinu varð rúmar 132 kr. 8(5 manns sátu að kaffidrykkju eftir uppboðið, og voru þar fluttar margar góðar ræður. Að lyktum var stiginn dans. Nefndin ætti að athuga, hvort ekki væri rétt, að láta sprengidagskveld verða fast brauðboðskveld i stúkunni. Útbreiðslunefndin gekst fyrir opna fundinum, sem skýrt er frá í fundatíðindum, og var hann henni til sóma. Um dansleikinn. Dansleikur Templara verður háður í Iðnaðarmanna- húsinu laugardaginn 29. marz og byrjar kl. 8V2 síðd. Dansleikur þessi verður tvímælalaust bezli dansleikur bæjarins í vetur, og ættu því allir dansandi Templarar að tryggja sér aðgöngumiða í tíma. Húsið verður vel skreytt og stjórnar þvi br. Felix Guð- mundsson f. u. æ. t., sem hefir unnið mjög mikið að þessu máli, en dansinum stjórnar br. Einar Viðar, og vita þá allir, að það muni verða vel gert. Hljóðfærasveit Reynis Gíslasonar þeytir fögur og þýð danslög, svo unun verður að fylgja hljómbylgjum hans. Og eigi spillir það, að br. Björn Arnórsson sér um að gólfið verði eins hált og bezta skautasvell. Hliðarherbergin verða skreytt og þar sitja menn og horfa á, er fagrar meyjar líða í léttum dansi, og uppi á lofti teiga menn óáfengt öl og kaffi, og þar verða þeir br. Óscar Clausen og br. Tryggvi Þórhallsson og skemta með fjörugum umræðum á milli þess er þeir stíga dans

x

Velvakandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Velvakandi
https://timarit.is/publication/529

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.