Velvakandi - 24.03.1919, Blaðsíða 4
4 VELVAKANDI
ásamt öðrum dansmönnum, svo sein þeim Birni og Felix,
að ógleymdum dansstjóranum.
Aðgöngumiðar verða að eins seldir handa »pari« og
kosta 5 kr. Þeir fást hjá br. Birni Arnórssyni í Þingholts^-
stræti 1 (búð Jóns Þórðarsonar) og hjá br. Feiix Guð-
mundssyni i Suðurgötu 6.
Hinar stúkurnar.
St. Skjaldbreið nr. 117 hefir vegnað vel það sem af ér
þessum ársfjórðungi, fundir verið skemtilegir og fjölsóltir.
Á næstsíðasta fundi heimsótti st. Framtíðin nr. 173 og
voru þá um 200 manns á fundi, fjörugar umræður og að
síðustu leikinn gamanleikur, »Gæfuskórinn« eftir Sigurð
Heiðdal. Leikendur allir voru Skjaldbreiðingar og þótti
vel takast.
Slúkan starfar í 3 flokkum í vetur og eru flokksstjórar
br. Einar þórðarson skósm., br. Guðgeir Jónsson bókb.
og br. Felix Guðmundsson. Töluverð kepni er milli flokk-
anna, tekir inn margir nýir félagar, haldin hlutavelta, sem
gaf af sér góðan arð og snemma i næsta mánuði verður
haldin verulega góð kvöldskemtun til ágóða fyrir fátækan
liróður, sem dvalið hefir í vetur til lieilsubótar á Vífils-
slaðahæli. — Stúkan gefur út skrifað blað, sem lesið er
upp á fundi tvisvar í mánuði og þykir góð skemtun,
enda liefir það ýmislegl að færa, gaman og alvöru, fróð-
leik, kveðskap o. fl. t*að heilir »Fjölnir«. — Stúkan hefir
nú um 100 félaga, mest ungt fólk, sem yfirleitt er áliuga-
samt og skyldurækið, eins og Templurum ber að vera. —
Allmargir hafa tekið umdæmis- og stórstúkustig og munu
þó margir við bætast á nálægum tíma.
Umboðsmaður stórtemplars er Felix Guðmundsson.
Ábyrgðarmaður: Pétur Zóphóníasson.
Prenlsmiðjan Gutenberg.