Templar - 21.01.1904, Page 1

Templar - 21.01.1904, Page 1
Reykjavík, 21. Janúar 1904. 2. blað. YIII. ár. Barnið við dyrnar á veitingakránni. Ó, pabbi minn kæri, æ kom/lu með mér heim! Sko, klukkan er senn orðin eitt! Þú lofaðir í morgun að koma snemma í kveld, á knæpunni að tefja ekki neitt. Nú er eldurinn dauður og alt er orðið kalt, og enn bíður mamma’ eftir þér; hún situr með hann Villa litla; sjúkur er hann — og sárlítil hjáip er að mér. Ó, pabbi minn kæri, æ komdu með mér heim! Sko, klukkan slær tvö — fylgdu mér! Það kólnar, og hann Villi litli er veikari’ en íyr, — hann var þó að spyrja’ eftir þér — og það segir hún mamma mín, ef þyngi honum enn, að þá muni hann deya í nótt, og þessar fréttir bað hún mig að bera til þín; æ, blessaður komdu nú fljótt! •Ó, pabbi minn kæri, æ komdu með mér heim! Sko, klukkan er senn orðin þrjú! og timinn er svo langur og tómlegt heima’ er alt, við tvær erum aleinar nú, því Villi litli er dáinn; já Drottinn minn hann tók, og deyandi spurði hann um þig; liann kallaði’ á þig, pabbi minn, og bauð þér góða nótt -og bað þig að kyssa sig, Þýtt hefir S. J. J. Áhugi og undirskriftir. Frá því fyrst að Goodtemplarar fóru að starfa hér, hafa þeir verið að fullnægja IV. lið í stefnuskrá sinni, er hljóðar þann- ig; „sköpun heilsusamlegs almennings á- lits á máli þessu (bindindismálinu), með ötulli útbreiðslu sannleikans á alla þá vegu, sem mentun og mannást eru kunnir" Eins og gefur að skilja, þar sem aðallega hefir verið starfað að þessu, þá hefi árang- urinn orðið nokkur, og það hefir verið unn- ið af talsverðum dugnaði að því, að full- nægja þessu atriði, þó það hefði hiklaust mátt gera mikið — mikið meira, og vinna að miklu meira kappi að því en verið hef- ur. Árið 1901 ákvað stórstúkuþingið að láta hefja undirskriftarsöfnun um land alt til þess að vita, hversu margir þeir væru, er vildu þá aðflutningsbann, vínsölubann, eða þá hvorugt. Eg man þá, að allir full- trúann álitu, að meira en helmingur kjósenda mundi rita með aðflutningsbanninu. En hvernig fór ? Það vantar talsvert upp á helm- inginn, og það sem meira er, að helmingur allrar kjósendaá landinu hefir eigi enn sent svar sitt. Eg veit ekki hvað sýnir áþreif- anlegra hugsunarleysi manna með undir skriftirnar Það er viðurkent að vér eigum að reyna að fá „skýlaust forboð gegn innflutningi áfengisvökva til drykkjar" (sjá 3. stefnuskrá- aratriði G. T.), en haldið þið virkilega að vér fáum það meðan vér erum hálfsofandi, og hugsum lítið eða ekkert um málefni vort ?. Haldið þið virkilega að það dugi að eins að sitja og horfa á og hanga í einhverju bindindi? Nei við verðum að gera meira. Vér verðum „að beita voru ýtrasta megni", vér verðum að starfa af al- hug. Og það er síður en svo að vér ger- um það. Vér erum hálfsofandi og höfum verið það í langan tíma. Undirskriftirnar og söfnum þeirra ber Ijósan vott um það. Það er vitanlegt að alþingismennirnir hafi sagt, minsta kosti sumir hverjir, að þeir vildu hafa vissu fyrir meiri hluta þjóðar- innar, og margir fleiri hafa sömu skoðun, það er því hætt við, að vér fáum ekki að- flutningsbann nema að sýna þennan meiri hluta, og því verðum vér að safna undir- skriftunum af miklum dug hvarvetna þar sem það enn er ógert. Þrátt fyrir það, þótt undirskriftaeyðublöðin væru send til „beztu" mannaogbindindismanna, sem hefðu átt. að geta sóð hversu mikils var um það vert að þeim væri safnað, þá hefir árang- urinn verið þessi Hversu mikið tjón þetta áhuga- og skeytingarleysi hlutaðeigandi herra og stúkna bakar málefni voru er eigi gott að segja, en það er feykilega mikið, og eina meðalið er: Vaknið og vinnið! Bætið úr þessu svo fljótt sem unt er, svo að það sé ekki með réttu hægt að segja: „stúkan N. N. hefir með ódugnaði sínum hjálpað til þess að draga bindindismálið á langinn!“ Eg veiti með mestu ánægju móttöku und- irskriftunum, og mun kvitta fyrir þær í blaðinu, ef safnandi óskar þess. Annars skal eg geta þess, að eg mun síðar meir skýra frá nöfnum þeirra stúkna og herra er hafa safnað undirskriftunum af miklum dug, og þá jafnframt geta hin'na sem ekki_eru enn farin að gera nein sk.il, svo sem vert er. Pétur Zóphóníasson Bókmentir. Knoíf S. A. Um berklaveiki sem þjóðar- mein og ráð til að útrýma henni. ís- lensk þýðing með ýmsum breytingum eftir Guömund Björnsson læknir. Gefin úr á landsjóðs kostnað. Rvík. 1903. 56 bls. 8o. Landsstjórn vor og alþingi 1901 á þakkir skyldar fyrir það, að gefa út alþýðurit um berklaveikina og varnir gegn henni, og Guðm. Björnsson á heiður skilið fyrir þýð- inguna. Hann heíir heldur eigi valið illa, víðfrægt rit er hefir hlotið há verðlaun og verið þýdd á mörg tungumál. Verðlaunin þýðingarnar, 17 að tölu frá því árið 1900, og útgefendurnir ættu að vera næg sönnun fyrir gildi ritgerðarinnar, og því, að skoð- anir þær er þar koma fram séu samkvæmt læknisfræðinni. Bókin er alls í 29 köflum, og aftan við þá eru lögin frá 23/10 1903 um varnir gegn berklaveiki. Bókin segir frá sögu berklaveikinnar, hvað sé berklaveiki, hvern- ig eigi að verjast henni, og lækna hana. í bókiuni eru auk þess 22 myndir tU skýringar. Það hefir áður verið kunnugt hversu óholt og skaðlegt það er að neyta áfengra drykkja, en ef einhver hefir efast um það áður, mun hann vart efast um það er hann hefir lesið bók þessa. Það gengur eins og rauður þráður í gegnum hana: burt með áfengið, það veikir heilsu þína, gerir þig mót.tækilegii fyrir berklaveiki og veikir mótstöðukraft þinn. Eg skal hér að eins geta nokkra staða af mörgum: „En ,góður jarðvegur fyrir gerla' er lík- aminn ta.linu ef hann er veiklaður, hvort heldur er að staðaldri eða um stundar- sakir. Veiklunin getur verið komin að erfðum frá foreldrunum, eða sprottin af drykkjuskap“, (bls. 6). „Drykkjumönnum er stöðug hætta búin af berklaveikinni; ef þeir ekki hætta að drekka“, (bls. 29). „Hvað er það, er skapað getur eða bakað mönnum tilhneiging til berklaveiki ef tilhneigingin ekki er meðfædd? 1. Ofnautn áfeugra drykkja ..." (bls. 29). „Vérráðum því til . . . . ekkiaðneyta áfengra drykkja, venja ekki komur sínar á dansleiki og drvkkjustofur, varast alt svall“, (bls. 30). „Enginn efi er á því að drykkjuskap verður að telja versta þröskuld í vegi allra sannra þjóðþrifa, og tiðustu orsök til eyðileggingar á hjúskaparsælunni og heilsu manna á sál og líkama; drykkjuskapur- inn er öflugasta meðhjálp berJdasóttkveikj- itnnarV) (bls. 54). 1) Loturbreytingar af mér. P. Z.

x

Templar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.