Templar - 17.07.1904, Qupperneq 4

Templar - 17.07.1904, Qupperneq 4
44 Fátt ríður þeim manni jafnmikið á að iæra, er komast vill áfram í heiminum, ■eins og fara hyggilega með tímann. En fátt er það sem menn eyða eins óforsjá- lega eins og tímanum; þess sjáum vér hver vetna dæmi. Hvergi sér maður gleggri sýnishorn iðjuleysiris og slæpingsskaparins •eins og veturnar við sjávar siðuna og í kauptúnunum þar sjást, menn standa hópum saman með höndur í vösum, og það sama er að segja komi maður inn i búðirnar. Ætli okkur lægi það nú ekki nær að reyna til að sjá þessum iðjulausu mönnum fyrir vinnu, eða að koma þeim á einhverh hátt til að nota betur tímann sér til nytsemd- ar, heldur en að braska í þvi að fá inn- flutning á Finnum, eða mundu þeir vera hæfastir til að kenna oss menningu og dáð? Við erum orðnir svo vanir að sjá iðjuleysið og ílla notaðan tíma að vér tök- um ekki eftir þvi. Oft heyrast menn kvarta yfir því, hvað htinn tíma þeir hafa afgangs sínum daglegu störfum, og það enda menn sem sýnast hafa ótakmarkaðan tíma yfir að ráða. Það er eftir tekta vert, að elju maðurinn, sem mestu af kastar og alt af sýnist önnum kafinn kvartar síst um það að hann hafi ofmikið að gera, eða færast undan því, að bæta á sig aukastörfum. Stai’fsmaðurinn kann að nota tímann og krafta sína; kraftar hans eru æfðir og hug- ur fyigir verki. Færstir alþýðumenn hafa fengið svo stórmikla mentun i uppvextinum, að hún sé mikils virði þegar út í lífsbaráttuna kemur, sé ekki við hana aukið. Þess vegna ríður svo mjög á því að reyna að bæta sér það upp, sem maður hefir farið á mis við á æskuárunum. Sá, sem lokar augunum fyiár því, hvílíkt afl þekkingin er í heim- inum, hlýtur að dragast aftur úr á skeið- velli iífsins. Það er stór velgerriingur að vekja hina hálfsofandi sál — að koma mönn- um tii að hugsa, og knýa þá krafta til starfs enn eru fyrir hendi. En það er ekki eins auðvelt, eins og mörgum kann að virðast, að vekja hugsanir hjá þeim sem ekki hafa orðið fyrir mentandi áhrifum á unga aldri, nema því að eins, að maður- inn hafi gáfna löngun. Því alment geng- ur það svona; menn vilja ekki heyra það sem þeir hafá ekkert hugsað um áður, eða skilja ekki, og menn vilja ekki heyra það, sem þeir hafa heyrt áður. Enginn skyldi ætla sér, að hann geti haft hamaskipti alt í einu oghlaupið inn á mitt svið menningarinnar í einu stökki og „yfirgefið þannig sinn gamla mann“ það kostar tíma, elju og ástundun, hafa gætur á sjálfum sér og því sem fram fer í kring- um mann, ef maður ætlar að verða ráð- andi yfir hinum fegurstu íjársjóðum. Ef vér dvægjum frá allar þær stundir, sem vér höfum eytt til ónýtis — þær stundir sem hvorki hafa verið sjálfuin oss eða öðrurn til uppbyggingar, þá mundu þær því miður verða alt of margar. Ekkert böl eða andstreymi er eins óhjásneiðan- legt, eins og það sem vér bökum oss sjálfhv En oft gengur oss illa að kannast við það, að vér séum sjálfir valdir að böli voru. r r LIFSABYKGÐ fyrir bindindismenn. Stór-stúkan skoraði á síðasta þingi á framkvæmdarnefnd sína, að vinna að því, að lífsábyrgðarfélagið „Dan“ setti upp „agentur" hér á landi, með því að það félag veitir bindindismönnum, er tryggja líf sitt, sérstök hlunnindi. Undirritaður er skipaður af félaginu sem aðaluiitboðsmaður fyrir Suðuriand. Félag þetta tekur að sér lífsábyrgðir á íslandi fyrir lægra iðgjald en nokkurt annað félag. í þessu félagi geta menn með góðum kjörum trygt sjálfurn sér ellistyrk, eða ættingjum sínum lífrentu, og hvergi er eins ódýrt að vátryggja börn, á hvaða aldri sem er, og í þessu félagi. Af ágóða félagsins eru 3/4 hlutar borgaðir félagsmönnum í bonus. Vátryggið því líf yðar eða bama yðar, eða kaupið yður lífrentu eða eliistyrk í DAN! „Dan“ er hið eina félag á Norðurlöndum, er hefir sérstaka deild fyrir bindind- ismenn og veitir bindindismönnum sérstök hlunnindi. Bindindismenn og Templarar! Snúið yður sem fyrst að undirrituðum um- boðsmanni, er gefur allar frekari upplýsingar. Rvík, Laugavegi, 16. Maí 1904. Iðgjöld fyrir 1000 kr. lífsábyrgð með „Bonus“ í ýmsum lífsábyrgðarfélögum: Fullur aldur 25 26 27 28 29 30 32 34 36 38 40 „DAN“ 16,88 17,39 17,94 18,54 19,16 19,82 21,21 22,74 24,46 26,36 28,49 „Statsanstalten11 . . 16,90 17.50 18,10 18,70 19,40 20,10 21,60 23,30 25,20 27,30 29,60 „Haínia“ 18.40 19,00 19,60 20,30 20,90 21,60 23,10 24,70 26,50 28,50 30,80 „Thule“ 19,10 19.60 20.10 20,60 21.20 21,80 23,00 24,40 25,90 27,60 29,60 „Staiidard“ 22,10 22.70 23,30 22,90 24,50 25,10 26,40 27,90 29,50 31,30 33,20 „Star“ 21,88 22,50 23,17 23,79- 24,38 25,00 26,38 27,96 29,63 31,50 33,46 „DAN“ er þv lang- ódýras ta féla gið. Aðalumboðsmaður „Dansu fyrir Suðurland: 1). östlund, Þingholtsstræti, Rvík. Mannalát. Magnús Hanncsson gufismiður hér í bænum lést í l.andakotsspítalanum 11. þ. m. ýr berklaveiki er hann var longi búinn að þjást af. Magnús heit. var maður á bezta aldri, hann er Skagfirðingur að ætt og uppeldi. Hann var í mörg ár meðlimur stúk. Verð- andi nr. 9. Magnús var maður sérlega vel látin, góður í sér og skemtilegur og viðfeldin í viðtali. Hann lætur eftir sig ekkju Guðfinnu Jónsdóttur (skipasmiðs Jónssonar) og börn (ung að aldri). Jarðar- förin fer fram á miðkudaginn, og verður húskveðjan haldin í góðtemplarhúsinu. 2. Loftherbergi á góðum stað í bænum eru til leigu fyrir einhleypa frá 1. Október. Ritst. vísar á. Eigatidi: Stór-Stúka fslatids (I. O. G. T.) Ritntjöri og ábyrg^armuður: PÉTUR ZÓPHÓNÍA8SON. Prentari: POllV. POliVAUObSON. •—@j ÚRSMIÐUR pétur Sighvatsson A SMJDÁRKRÓKI gerir við og selur lílt og KLUKKUK, Barometra, Kílcira, Glerauyu, Uiita- og kulda) Mœlira, Kapsel, Hritigi, Brjöstnál- ar, margsJconar Úrfestar úr silfri, gullpl. og nikkel m. m. Alt mjög vamlaft og ódýrt. Eg hofi árum saman dvalið erlendis og get því boðið betri kjör en nokkur annar. Stákan. „Iðnnnu nr. 29 á Bíldudal heldur bréfakvöld 20. Nóvember næstkom- and. Óskandi að sem flestar stúkur yrðu til að skrifa henni fyrir þann tíma.

x

Templar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.