Templar - 16.12.1904, Qupperneq 1

Templar - 16.12.1904, Qupperneq 1
XVII. ár. Reykjavík, Des. 1904. 23. blað. M. I. Biering, íangaveg 6, hefir lil sölu mjög ódj'ran og lialdgóðaii Skófatnað, útlendan og innlendan. Ennfremur eru allar aðgerðir á brúkuð- um skófatnaði fljótt og vel af hendi leyst ar frá skóverzluninni á Laugaveg 6. Hjörleifur Einarsson. Þegar gætt er að því, hverjir hafa verið stúkustofnendur hér á landi, þá eru að eins þrír menn af þeim er standa á met- orðalista (Ranglisten). Af tveim þeirra hefir Templar flutt myndir áður, nú flyt- ur hann mynd af hinum þriðja þeirra Hjörleifi prófasti Einarssyni. Það var 10. Júlí 1898 aðbr. Einar ritstjóri Hjörleifsson stofnaði góðtemplarstúku í Tatnsdal, og hlaut hún nafnið Undína. Á meðal stofnendanna var sr. Hjörl. próf. faðir hans og hefir hann síðan starfað með lífi og sál að velferðarmálum stúku sinnar ■og Reglunnar í heild sinni. Hjörleifur próf. er fæddur 27. Maí 1831 var hann þannig orðinn 67 ára er hann tók að starfa fyrir bindindismálið. Er það fremur sjaldgæft að svo aldraðir menn taki að starfa þótt þeir gerist góðtemplar- ar, bæði er það að þeir eru þá oft farnir að fjöri og kappi, en auk þess, er það svo •oft að þeir eru lengi að venjast breyting- unni og tileinka sér starfsaðferð og siði Reglunnar. En um pr. H. E. er því eigi svo varið. Hann hefir verið og er óvenjulega fjörugur •og tápmikill, og frá því fyrsta hefir honum verið ant um velferðarmál þjóðarinnar. Það var því eigi að undra þótt hann tæki upp fána bindindisins og yrði merkisberi hans í Húnavatnssýslu, enda hofir sú raun á orðið. Sem dæmi upp á áhuga hans og þrek má telja það, er hann 1 allslæmu veðri (24/io 1903) reið út á Vatnsnes til að stofna þar stúku (Brimaldan stofn. 25/10 1903) mundu þá flestir hafa kosið að sitja heima, og það þótt yngri væru, en hann, maður á áttræðisnldri, lét það ekki letja sig fararinnar. Ætti bindindismálið marga jafn einbeitta áhugamenn þá tæki það skjótum framförum og þroska, og prest- arnir bæði í hans prófastsdæmi og annars- staðar ættu í þessu að feta í fótspor hans. Um hag og málefni stéttar sinnar hefir sr. H. E. mikið hugsað og ritað. Hann, ásamt próföstunum sr. Zóphóníasi og sr. Jónasi, mun gera aðalfjörið og iifið í fundi prestanna í hinu fornu Hólastipti, en fund- ir þeir munu, eða ættu að geta komið, ýmsu góðu til leiðar meðal, klerka inn- byrðis og svo safnaðanna. Unglingafélags- skapui inn á öflugann talsmann þar sem sr. H. E. er. Séra H. E. er nú elsti prestur ■ Sél-a II.IÖRT.EIFUR Einarsson. landsins að árafjölda, en sem prestar eru þeir jafngamlir hann og sr. Davið Guð- mundsson præp. hon. á Hofi báðir vígðir 20 Maí 1860. (H. E. veitt fyrst brauð 2S)/n ’59, og D. G. % ’60) en þeir eru elstir sem embættismenn af andlegrar- stéttar-mönnum næst eftir sr. Þorsteini Þór- arinssyni í Eydölum. Sr. H. E. hefir verið sæmdur riddara- krossi dannebrogsorðunar. Afkomendur Goethe. Dr. med. P. J. Möbius í Leipzig hefir ritað bók um Goethe. Eins og allir vita er Goethe einhver hinn frægasti bæði sem vísindamáður og skáld sem uppi hefir verið, og um hann og verk hans er til ótölulegur grúi af bókum á öllum málum. í bók þessari um Goethe ieitast Dr. Möbius við, að finna ástæðuna fyrir því, að börn Goethe urðu svo skammlíf og að ættin er nú útdauð —ekkert afkvæmi þessa heimsfræga skálds er nú lengur til í heim- inum. Dr. Möbius álítur að áfengið sé hin. sterkasta orsök til þess að ættin er nú undir lok liðin. Kona Goethe hét Kristjana fædd Vulpius, faðir hennar var mikill drykkjumaður og dó af ofdrykkju. Vmsir rithöfundar, sem um Goethe hafa ritað, hafa sagt, að Kristjana hafi drukkið. Þannig segja Wilhelm Grimm 1809: „Hann (Goethe) drakk mikið, kona hans enn þá meira (útlit hennar er dónalegt)". Þó hyggur Dr. Möbius að engar beinar sannanir séu til fyrir því, að hún hafi verið verulega drykkfeld. En hitt telur hann víst, að eftir það að hún giftist Goethe tók hún þátt í drykkjusiðum hans; því að Goethe vildi iáta menn drekka með sér, og hafði jafnvel þann ljóta vana, að neyða menn til þess. Kristjana dó úr flogaveiki 52áragömul. Þau áttu 5 börn, Goethe og Kristjaná. 1. 'Ágúst, fæddist 1789. Hann var hið eina barn þeirra er komst upp. 2. Sonur, fæddist andvana 1791. 3. Stúlkubarn,fæddist 1793,lífðií lOdaga. 4. Drengbarn, fæddist 1795. lifði í 17 daga. 5. Stúlkubarn, fæddist 1802, dó strax. Eina barnið sem lifði var þannig elsti sonurinn. Hann dó 1830, 41 árs gamall. Læknar þeir, er opnuðu lík hans, sögðu um innýfli hans, að þau væru líkust eins og í gömlum drykkjumanni. Ágúst Goethe átti 3 börn, voru þau öll sifelt þjáð af sjúkdómum og dó ættin út með þeim. Dr. Möbius segir að lokum: „Heilbrigði ættanna mælist með lieilbrigði barnanna. Mörg börn og heilbrigð börn er vottur um sterka og heiibrigða ætt. Þekking vor er í moium og engin getur sagt, að hann geti rannsakað allar orsakir úrættunarinnar. En ein orsöJc eyðilegg- ingarinnar er áþreifanleg: hin eðla guðs gjöf, vínið. Vér vitum, hver ánrií áfengis- djöfullinn hefir, vér vitum að hann skaðar frumfræ líkamans enn meir en drykkju- manninn sjálfan. Áfengið skemmir fyrst- blóðkerin, nírun og heilann. Blóðæða- veiklun, nirnaveiklun og heilaveiklun eru aðalsjúkdómar Goetheættarinnar. Heilsu- laus börn og barndauði einkennir fjölskyldu miðlungs-drykkjumanns. Að eyðilegging ættarinnar stöðvast og ættin líður ekki undir lok, þrátt fyrir stöðugan drykkju- skap föðursins, þá er það eingöngu að þakka reglusemi móðurinnar

x

Templar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.