Templar - 16.12.1904, Page 2

Templar - 16.12.1904, Page 2
90 Heilbrigði konunnar er þrauta-frelsunin. En drekki móðirinn einnig deyr ættinút". Það sem ræður niðurlögum Goethe- ættarinnar er gifting hans og Kristjönu. Hvorugt þeirra er beint drykkjusjúkt í venjulegri merkingu þess orðs, en þau drukku bæði daglega mælir víns sem kall- aður er „hóflegur" í vínlöndunum — og Goethe sjálfur áleit „hóflegt“ — þ. e. a.s. svo sem eina vínflösku á dag. E. .7. -- M ^ -- Úr Múlasýslum. Eftír Asgr. Magnússon. Erfitt verk og illa þakkað, af sumum, er að breiða út bindindi hér á þeim stöðum, sem eg kom á. En svo er ekki á Djúpa- vogi, en þangað kom eg fyrst og stofnaði eg þar stúku, stúkuna Gæfa, sem áður hefir verið getið í Templar. Á Stöðvarfirði var mér tekið vel, sem gesti, en illa, sem bindindismanni. Þar eru 2 kaupmenn, Karl Guðmundsson og Þor- steinn Mýrmann, sem eru báðir mótmæitir bindindi, þó mun ekki vera drukkið þar mjög mikið. Eg var þar staddur í einni erfisdrykkju og sá flöskuna hafða sem dýrðling á borðinu. Á Selnesi var mér tekið mæta vel, sem gesti, af hr. kaup- féiagsstjóra Birni Stefánssyni. Á þessari leið fann eg tvo templara. Á Fáskrúðsi. hélt eg fyrirlestur eftir stúkufund, að 60 manns viðstöddum; þar mælti hr. Hallgrímur Jónasson barnakenn- ari móti mér þrisvar sinnum, hann áleit skuldbindingu góðtemplara eið, og þá er eg iagði þá spurningu fyrir fundarmenn, hvað þeir sæu á móti því að vera meðl. félagsins, kvaðst hann ekki vera kominn á staðinn til að skriftast fyrir neinum út- sendurum um afstöðu sína í málinu o. fl. þ. ]. kom fram í ræðum hans, enda mun hann ekki hafa stjórnast aðallega af eigin skynsemi, heldur einmitt af áfenginu, sem hann var að leitast við að bótmæla. Bind- indismálið er í mjög mikilli afturför á Fá- skrúðsfirði. Stúk. Eldingin nr. 42 t.-lur um 19 með). (taldi eitt sinn 60 meðl). Tvo af þeim tók eg inn á fundi hennar þenn-. an sama dag (12. Júni), sem varopinfund- ur, það bar öllum saman um það, að þar væri mjög mikið drukkið, og gagnið af vinsölubanninu væri álls ekki neitt, vín- pantanirnar kæmu þangað, jafnt vetur sem sumar, eins frá útlöndum, sem ann- arstaðar frá, svo í tunnum sem í kútum, og jafnvel mundi mega benda á dæmi til þess, að útJendir fiskimenn hefðu komið með heilar tunnur, sem þeir hefðu selt í flöskutali á höfninni þar. Allir kaupmenn höfðu einu sinni gengið inn í stúkuna, verið þar einn ársfj. en svo farið aliir úr á sama tíma aftur. Á þeim tima hafði meðl. fjölgað að mun, en eltu svokaupm. úr Reglunni aftur; það er giemjulegt þeg- ar þeir, sem nefndir eru betri menn þjóð- arinnar, ná til að hafa alþýðuna svona fyrir „leiksopp“ og nota sér það eftir því. Á Reyðarfirði er bindindisfélag með 70 meðlimum. Á Eskifirði hefir verið stúka með 30 — 40 meðl. flest, og bindindisfél. með 50 meðl.; bæði þessi fél. hafa bygt. sitl húsið hvert, bindindishúsið er orðið að vínsölubúð en templarhúsið að leikfimis- og heræfinga- húsi, en fél. bæði fallin. 2 vínsölustaðir á staðnum og allur þorri embættismanna þar mikið á móti bindindi, þar leitaðist eg til að koma á stúku en gekk ekki. Séra Jóhann L. Sveinbjömsson og séra Pétur Þorsteinsson kváðust hvorugir geta gengíð í bindindi, en eru þó víst báðir í prestabindindinu, því þeim væri ráðlagt að drekka bjór til heilsubótar af lækninum!! Og þetta stendur mjög mikið málinu fyiir þrifum því alþýðan treystist ekki til að berjast móti „Bakkusi", þar sem broddar betri manna spyrna á móti. Á Norðfirði er allgóð stúka með 30 meðl. nýbúin að byggja sér laglegt fundarhús. Þar fékk eg tækifæri til að kæra matsalann á Hólum fyrir ólöglega vínsölu. Á Mjóafirði er bezt stúka austanlands með c. 19 meði. og á stúkan víst mest að þakka br. Bened. Sveinssyni og stúku- umboðsm. Gunnari Jónssyni. Á Seyðisfirði eru 3 stúkur, en það má heita að þær sofi allar eða séu sifjaðar. Ein þeirra hefir legið niðri yfir meir en ár, án þess að halda fundi og mun nú telja 10—14 meðl. alls og alls Sú stofn- un, sem er vel vakandi þar, er Ilótel Seyðisfjörður, bar er drukkið svo mik- ið, að eg gekk aldrei svo um götu hjá húsinu, þá 15 daga er eg dvaldi þar, að eg ekki sæi færri eða fleiri fara þaðan út meir og minna ölvaða; en aftur á móti er hvorki hægt að fá þar mat né rúm keypt þótt maður þarfnist, eða svo varð mér. (Framh.). Jólakveldið hans Jóhanns litla. (Lauslega þýtt úr „Fyrtaarnet11): — :o: — Það var líf og fjör í stóra þorpinu. — Göturnar voru fullar af fólki, og allir voru að flýta sér. Menn stjökuðu og hrindtu hver öðrum áfram. Fólkið flyktist inn og út úr búðunum, og gangstéttirnar voru svartar af fólki, er við og við var að hverfa út ; hliðargöturnar. Næstum því hver maður var með pakka — jólagjafir er á að borga með kossum og barnagleði. Heim! heim! Sérhver þessara einstaklinga átti einhvert heimili. Heimilisfaðirinn var þreyttur í handleggunum, en hann veitti því ekki athygli. Það var fönn í skegginu á honum, en honum var samt ekki kalt. Hann hló með sjálfum sér. Enginn vissi hvað hann var með undir handleggnum — enginn nema hann sjálíur. Nú, já einmitt núna, var mamma að skreyta jólatréð. Hann átti líka að fá eitthvað, -— út- saumaða morgunskó. Hann hló aftur. I-Iann víssi það, þótt þeir hefðu verið bún- ir til ,með mestu leynd — já, víst voru þeir það, en enginn vissi hvað hann hafði. Hann hélt hörðum skrefum áfram, heyrði ekkert, sá ekkert. Nú rak hann sig á , blaðadreng, svo sleða, en áfram hver mín- úta er dýrmæt. Það voru einhverjir er biðu hans; lítil eyru er hlustuðu eftir fóta- taki hans á tröppunum, barnsraddir, er mundu kalla með ánægju: „Mamma,. þarna kemur hann pabbi“! * * * Litli Jóhann átti heima á öðru lofti í stóru húsi, þar sem margir daglaunamenn bjuggu. Fyrir ofan hann og fyrir .neðan hann var jólatré. Hann heyrði gleðilæti og barnaraddir bæði fyrir ofan sig og neð- an sig, en þó sat hann hægur og stiltur, sem fullorðinn væri, og starði á kolin í ofninum er þau voru að brenna. Það var kyrt í herberginu — dauðaþögn. Það átti og svo að vera, því inn í svefnherberginu lá mamma hans, föl eins og lík, með hinar hvítu horuðu hendur ofan á rúm- teppinu. Það heyrðistfótatak á tröppunum. Það var J. Larsen húsfreya er kom á- samt, lækninum. Hún var lafmóð, og hið feita ávala andlit hennar var rautt af kulda og hita. „Eg skal segja yrður lækn- ir góður, livernig þetta er lagað. Maður- inn hennar er drykkjurútur, hann drekkur upp hvern eyri, er hún innvinnur sér. — Til þess að hafa eitthvað að eta, hefir hún setið nótt eftir nótt og sett kanta- bönd á vesti. Eg talaði við hana í gær, og þá sagði hún, að hún vissi ekki hvern- ig það væri með sig, það væri eins og- hún hefði einhver þyngsli fyrir brjóstinu. Og í gær þegar hún var búin að fara ineð- vestin til verksmiðjunnar, þá þurfti hún að fara að gera hreint, og það er eins- satt og eg stend hér, að i gærkveldi fór hún að sauma kápu handa litla drengnum. Hann átti að fá hana á jólunum, skuluð þér vita. Þarna getið þér sjálfir séð, hún liggur þarna á borðinu, það er bara eftir að sauma ermarnar við hana. Eg kom hérna sjálf inn til hennar, og þá sagði hún við mig, að það væri bara ettir, að festa ermarnar við liana, en þegar hún væri búin að því, ætlaði hún að leggja sig fyrir, því það væri eins og hún ætlaði að kasta upp. Rétt á eftir kom drengur- inn hljóðandi yfir um til mín, og þegar eg kom yfir um lá hún á gólfinu, rétt hjá eldavélinni, og það gekk blóð upp úr henni, og hún var náföl í framan — og!“ Látum mig sjá sjúklinginn sagði lækn- irinn óþolinmóður. Hann var lengi inn í sjúkraherberginu. Þegar hann kom þaðan skrifaði hann lyfseðil. „Það er ofraun“ sagði hann „regluleg skepnuníðsla. — Sjáið um, að alt sé 'svo- hljótt, sem unt er. Ilinn minsti hávaði getur valdið nýrri kviðu — og þá“. Læknirinn. hreyfði sig eins og hann væri að reka flugu á flótta. „Er maðurinn hennar heima?“ „Nei, en hann kemur áreiðanlega". „Það er gott, munið það einungis, að allir verða að hafa Jiljótt um sig. Vorið þið sæl“. Svo hvarf læknirinn út um dyrnar. Það voru send boð til þeirra er bjuggu fyrir neðan og fyrir ofan. Alstaðar varð hljótt. Litli Jóhann var grafkyr og þögull. Hann tók af sér stígvélin og laumaðist inn í sjúkraherbergið. En hvað hún var

x

Templar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.