Templar - 24.05.1905, Page 1

Templar - 24.05.1905, Page 1
TEMPLAR XYIII. ár. Reykjavík, 24. Mai 1905. 8. blað. HYemig áfengi verður til. Almenningur hefur ef til vill þá skoðnn, að áfengið vaxi á jörðinni, eða réttara, að vínberin, sem vaxa á jörðinni innihaldi áfengi. En þetta er röng skoðun; vínherið eða vinþrúgan er algerlega laus við áfengi, eins og öll aldini og öll ber og allar jurtir, er vaxa á jörðmmi. Ef nýtt kjöt eða nýr fiskur er geymd- ur í nokkra daga i hlýu loftslagi, ler það að rotna, að úldna. Ef nýslegið hey er geymt í hrúgu í nokkra hlýa daga, þá fer það að fúl- na, fúna og rotna. Þessum breytingum valda smákvik- indi eða smáverur, sem nefndar eru rotnunar-bakteriur. Það eru einnig bakteriur, sem búa áfengið til. Áfengið myndast við breyt- ing ýmsra næringarefna í óheilnæm rotnunarefni. Aðferðin við brevting þessa heitir gerð. Jöstur heitir i fornu máli ])að, sem kallað er »ger« í daglegu máli. Stað- jaslað öl heitir i lagamáli voru það, sem kallað er á dönsku: undergeret 01. Þessar örsmáu gerðar-bakteriur eru lifandi kvikindi, er éta, melta og' fram- leiða saurindi á likan hátt og öll önn- ur kvikindi. Áfengið er saurindin úr þessum bakteríum. Yon er að það sé heilnæmt! Eg skal nú skýra þetta ögn nákvæm- ara. Ymsir munu þekkja það, að litlir fiskar, kallaðir gullfiskar, eru stundum hafðir lil gamans i vatni í gagnsæum glerílátum. 'l'il þess að fiskar þessir geli lifað þurfa þeir fæðu og lifsloft. Fæðuna handa þeim þarf að láta niður i vatnið, en lífsíoftið taka þeir sjálfir úr vatninu með tálknunum: þeir anda með tálknum en vér með lungum. En vatnið óhreinkast; fisk- arnir eyða úr því lífsloftinu og spilla því með saurindum sínum. Það er því nauðsynlegt að skifta um vatnið á vissum tímum, til þess að •fiskarnir kafni ekki sakir skorts á lífslofti i vatninu eða drepist al' eitrun þeirri, sem saurindi þeirra valda. Þetta skiljum vér nú ógnar vel. En nú skuluin vér taka vínber, kreista úr þeim löginn í glas og láta ögn af »geri« saman við. Hvað skeð- ur þá? Gerðar-bakteríurnar elska sykurinn i vínberjaleginum. Þær taka nú til matar sins, háma í sig, halda brullaup, timgast, »lifa í vellystingum praktug- lega«, — og »gjöra öll sín stvkki« þarna i vínberjaleginum í glasinu, alveg eins og Iiver önnur kvikindi, sem komast í einhverja krás. En eftir nokkra sól- arhringa fer nú sykurinn að þverra í glasinu og hörgull fer að verða á fæðu íýrir kvikindin. Og af saurindum þeirra Iieíir myndast eitur í leginum, ban- vænt fyrir þau sjálf. Þau deya því hrönnum saman og brátt lér svo, að þau drepast öll. Hvernig er nú vínberjalögurinn orð- inn. Hann er nú orðinn að áfengum drgkk. Hann er orðinn að súpu, sem saman stendur af mörgum miljónum af dauðum smákvikindaskrokkum og saurindum þeirra; svo eitraðri súpu, að smákvikindin sjálf, sem hafa búið hana til, hafa öll drepist í heiini. Það er ekkí von, að hún sé holl fyrir mcnn, þegar jafnvel rotnunar- kvikindin geta ekki lifað í henni. Girni- legur drykkur ætti þetta heldur ekki að vera neinum þeim, sem veit, hvert innihaldið er. Þetta er nú samt sevðið, sem kall- að er »goða drykkur«, »hið eðla vín« o. s. frv. Alt áléngi myndast á þennan liátt; engin önnur tilbúningsaðferð er til heldur en þetta. Hvort sem vér köllum það brenni- vín, romm, whisky, kognak, portvín, rauðvín, Rinarvín, öl eða kampavín — áfengið i því öllu liefir myndast á þennan hátt, af saurindum bakterianna. Ymisleg efni eru svo látin saman við, svo að það geli runnið ljúllega niður. Það er þannig engin undur, þótt á- fengið sé ein af eiturtegundunum. Áfengið er lika beiskt og brennandi, og vont á bragðið fyrir óvana og ó- spiltan smekk. II. J. Mislingarnir og Stórstúkuþingið, Eins og öllum mun kunnugt, hafa misl- ingar lítilshðttar gert vart við sig hér í Reykjavík, og hafa því verið bannaðar allar fjölmennar samkomur — þar með taldir fundir í Góðtemplarafélaginu. Og engir mega úr bænum fara, sem eigi hafa haft mislinga. Sökum banns þessa, varð allrætt unr það hér, meðal templara, hvort halda mætti Stórstúkuþingið, eða ekki, á áður auglýst- um tíma. Ýmsir voru þeir, er vildu fresta því, af þeim var ákveðnastur br. stórritari Borgþór Jósefsson, er eigi vildi heyra annað nefnt á nafn, og það líka eftir að leyfi var fengið fyrir að halda þingið, og þótt auðsætt væri, að eigi vanst tími til til- kynninga. Bréf héraðslæknis og landritara hér að lútandi hijóða svo: „Híraðslæknirinn i Reykjavíkurhéraði. Rcykjavík 15. dag Maimán. 1905. TJtaf fyrirspurn frá góðtcmplurum um það, hvort þeim muni verða leyft að haida Stórstúku- þing í næsta mánuði ef mislingasóttvörnum verð- ur haldið áfram, læt eg hér með það álit mitt í ljósi, að cngin ástæða sé til að banna þingið, ef eftirfarandi skilyrðum er fullnægt: 1) Þingið skal haldið fyrir iokuðum dyrum, þannig, að engir góðtemplarar fái inngöngu aðrir en fulltrúar undirstúknanna og embættismenn Stórstúkunnar. 2) Þcir einir embættismenn og fulltrúar fá leyfi til að mæta á þinginu, sem haft liafa misliuga. G. Björnssáh“. „Frá minni hálfu er okkert því til fyrirstöðu, að Stórstúkuþingið sé haldið í næsta mánuði á þann liátt og mtð þoim skilyrðum, sem héraðs- læknir hefir tekið fram hér að framan. Reykjavílc 15. Maí 1905. Kl. Jónsson“. Þegar leyflð var fengið voru nær allir sammála um það, að bezt væri að halda þingið strax. sérstaklega vegna þess, hve tíminn var ónógur til þess að tilkynna frestunina, enda ekki unt að fá neinn góðan tíma síðar. Tími þessi, 6. Júni, er raun- ar eigi sem beztur, en þó mikið betri en t. d. síðast í Ágúst, sem er eina ferðin, sem hægt er að nota, að Júníferð slepptri. Eins og sjá má, af ofanprentuðu bréfi héraðslæknisins, geta þeir fulltrúar, sem mislinga hafa haft óhindraðir sótt Stórstúku- þingið, og vonandi verður það jafn vel sótt nú og áður. Undirstúkur, sem hafa kosið fulltrúa, er ekki hafa haft mislinga, ættu að efna til nýrra kosninga, þar sem því verður við komið. Til Arna á Höiðahdlum. Þegar verzlunin þykir óhagfeld, þá er það góður og gildur siður að reyna að bæta liaria og laga svo að við megi búa. Þess vegna er það að kaupfélög hafa myndast. En svo getur verzlunin verið óliag- feld í einstöku greinum, þótt hún eigi sé það yíir höfuð. Og það fmnur hr. Árni Árnason á Höfðahólum, og skýrri

x

Templar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.