Templar - 28.02.1906, Blaðsíða 1
TEMPLAR.
XIX. ár. J| Reykjavík, 28. Febr. 1906. j! 4. blað.
ílnnrlowl er óciýrasta og frjálslvndasta lífsóbyrgðarfé-
Oldlllldlll Ingið. Pað teknr allskonar tryggingar, alm.
lífsábyrgð, ellistyrk, fjárábyrgð, ijarnatrj'gg-
ingar o. fl. Umboðsin. Zóphóniasson.
ritstjóri Rergstaðastradi 3.
Heima 4—5,
Áfram.
»Tengjumst trygðaböndum,
tökum saman höndum«.
Það heíir oft verið kvartað undan því,
bæði af Góðtemplurum og öðrmn öt-
ulum bindindisfrömuðum, hve erfitt sé
að fá bindindisfélögin hér á landi til að
gefa skýrslur um hagi sina, meðlima-
tölu, helstu starfsmenn, eignir o. s. frv.
og virðast þessar aðfinslur vera mjög
eðlilegar, á góðum og gildum rökum
bygðar.
Það lieíir, eins og hver góður dreng-
ur og bindindissinnaður maður lilýtur
að skilja, afarmikla þýðingu fyrir bind-
indismálið, að hver sá, sem nokkuð
liugsar um velferð þess, leggi fram krafta
sína með að gera sitt ýtrasta til, að
nokkra hugmynd sé hægt að fá um
bindindisástandið í landinu, sem til
frambúðar og framfara verði eitthvað
bygt á.
Öll nauðsynleg fyrirtæki, sem l'ramin
eru í þarfir bindindismálsins, varðar
allan félagsskapinn, engu síður bindindis-
félögin sem stúkurnar, og trú mín er sú,
að bindisfélögin, sem háð eru undir
góðri og reglubundinni stjórn, geti engu
síður starfað að framförum bindindis-
málsins en stúkurnar, sum jafnvel bet-
ur, þar sem svo bagar til; en til þess
útheimtist, að tekið sé saman höndum
til að vinna af kappi og kostgæfni með
sannri trú, sterkum vilja krafti og sí-
feldri framleitun að ölln því, sein miða
á til þess, að koma öllum sönnum, rétl-
um og nauðsynlegum fyrirtækjum í fram-
kvæmd: Petta getur hvert einstakt fé-
lag, meðal annars, best gert á þann út-
látalitla bátt, að senda bindindisblaðinu
fáar línur, einu sinni á ári, um bind-
indisástandið í einu félagi, hvert fyrir
sig og bindindishreyfinguna í hverju þv
héraði, sem það er i.
Þetta kostar aðeins góðan vilja, sem
þó er sjálfsagður, og stundum 10 auraj
til að koma fréttabréfi til ritstjóra bind-
indisblaðsins. Á þessum og þvílíkúm
skýrslum hefir oft verið þörf, en nú
krefur nauðsyn og skal eg í fám orð-
um benda á bvað fyrir mér vakir með
því að telja.þessar skýrslur bindindisfé-
laganna, nú fremur venju, sérstaklega
nauðsynlegar.
Svo sem ílestum bindindismönnum
ætti að vera kunnugt, þá verður lyrir
ötulan ábuga og ósérplægnan dngnað
Góðlemplarareglunnar hér á landi,
almenn atkvæðagreiðsla um land alt
(1908) um algerl aðflutningsbann á
öllum áfengum drykkjum, ef til vill læst
meirihluta-vilji hinnar íslensku þjóð-
ar. Til þess að geta komist að vilja
þjóðarinnar í þessu efni, þarf bindindis-
málið á ötulum, framtakssömum og sí-
starfandi dugnaðarmönnum að lialda út
um alt land.
Hverjir skyldu nú l'remur eiga að
gangast fyrir Jiessari starfsemi en ein-
mitt bindindismennirnir, hvort sem Jieir
eru í stúkum eða félögum. En hvernig
á að leita styrks hjá þeim félögum, sem
annaðhvort ekki þekkjast, eða sem ekki
hafa látið til sin heyra, hvort eru dauð
eða lifandi.
Til þess, að geta snúið sér til llestra
— helst allra — bindindisfélaga á land-
inu, þarf að þekkja þau nokkuð til
blýtar, að minsta kosti formenn þeirra
og fleiri J)á, sem starfandi kunna að
vera, jafnvel þó utanfélags séu.
Eg vona nú, að bindindismálið, þetla
gullvæga frelsis og velferðarmál Jijóðar-
innar, sé svo langl á veg komið til full-
komnunar og sigurs, að enginn megi
framar liggja á liði sínu lil að ná hinu
fagra, löngu Jjráða takmarki, sem sé að
gera all áfengi landræld og landsmenn
svarna óvini Bakkusar.
Bindindismálið er eitt hið mesta vel-
ferðarmál lands og lýðs, sem allar sann-
ar framfarir hljóta að byggjast á, fyr
eða síðar. Þetta eilt ætli að vera nóg
til Jiess að hvetja og örl'a oss bindindis-
mennina til að starfa með óþreytandi
elju, kappi og kostgæfni að öllu því, sem
til framfara mætti verða fyrir bindindis-
málið.
»Aldrei að vikja« ætlu að vera ein-
kunnarorð vor bindindismanna og eftir
þeim ættum vér að starfa. Já, samein-
um kraftana, glæðum kærleikann, vekj-
um trúna, eflum starfsemina ogl'ramsókn-
arbaráttuna og störfum svo með kappi
og trú, lifandi og eldheitri trú, miðandi
áfram að takmarki fullkomnunarinnar.
Málefnið, sem við vinnum fyrir, er
háleilt, rétt og göfugt. Látum oss því
aldrei hresta dug, kjark né áræði, til
Jicss að bera sannleik málsins vitni og
skýra gildi j)ess réttlætis, sem J)að
hefir að geyma við birtu skynsem-
innar, svo ljósið megi skina i myrkr-
inu, því J)á lyrst náum vér takmarkinu,
berum sigur úr býtum og öðlumsl bnossið.
»Áfram, áfram! . . . Áfram til fyrir-
lieitna landsins; landsins, J)ar sem auð-
urin'n og ánægjan og gæfan, l'relsið
og virðingin bíða manns o. s. frv. segir
söguskáldið Einar Hjörleifsson. Hið
sama mættum vér bindindismennirnir
ennfremur segja. Vér eigum allir eitt
slíkt fyrirhugað land, sem vér eigum
að helga krafta vora og kljúfa þrítugan
hamarinn til að ná. Þetta land hlasir
við oss öllum, og býður oss velkomna.
Þar á ekki »spillingarandinn« heima,
ekki »lettúðarandinn, kæruleysisaníiinn,
trúleysisandinn, kærleiksleysis og von-
leysisandinn, sem steypir sér eins og
mögnuð drepsótt yfir hverja þá J)jóð,
sem sökkur í brennivínsforæðið«; ekki
wgæfuránið, andvaraleysið, heilsutjónið,
mánnlífin, sem brennivínið kostar ár-
lega«; ekki »hjartasorg, hugarangur og
hannatár mæðranna og feðranna, sem
horfa á bölvunaröldur brennivínsins
lykjast saman yfir höfðum barnanna
sinna«; ekki »uppeldisvanrækslan, heim-
ilisófriðnrinn, hjónasundurlyndið, trygða-
rofin og meinsærin, sem brennivínið
veldur«; ekki »svívirðingarorðin, ósóma-
athafnirnar og saurugleikaverkin, sem
stala frá brennivíninu«; ekki »sakleysis-
missirinn, mannvirkjatjónið, samvisku-
og sálarfriðurinn horfni; sem á rót sína
i brennivíninn« og í einu sagt ekki »öll
sú andlega bölvun og óhamingja, sem
brennivínið skapar mönnum árlega«.
Ekkert af Jiessu finst i hinu lyrirheitna
landi vor bindindismannanna, brenni-
vínið — með því orði á eg við alla á-
l'enga drykki -— á J)ar ekki heima og
ekkert al'þeirri líkamlegu ogandlegu hölv-
un, sem al' því leiðir. En J)ar býr aft-
ur auður, friður, ánægja, gæfa, virðing,
frelsi og hvers konar dygðir, sem manns-
andann má gæða i einu sem öðru, ekk-
ert síður en í hinu fyrirheitna landi
söguskáldsins.
Stefnum J)angað með líli og sál, allir
samtaka og samliuga, þvi þá ber oss
fljótt áfram. Sameinum kraftana, tök-
um saman höndum og sæltjum öruggir
og einarðir l’ram með sigurmerki mál-
efnisins i skjaldarmerki voru, því J)á mun
guð, sem ávöxtinn gefur af allri góðri
viðleitni og starl'semi einnig vissulega
J)ar til gefa sína blessun, að takmark-
markinu veröi náð.
Víkjum að eins aldrei frá því, að
stefna í áttina til fyrirheitna landsins,
Það, sem eg hefi sagt, það segi eg enn;
Ál' ram, áfram!
Stóra-Skógi, 20. Febr. 1905.
Jóliannes Olafsson.
Fyrirspurnir:
1. Á sá nafnið góðtemplar með réttu
sem leggur í vana sinn, viljandi og af