Templar - 28.02.1906, Side 2
14
T E M P L A R.
Templar
kemur út annanhvern Priðjudag, alls 26 blöð. Verð
árgangsins 2 krónur er borgist fyrír 1. Júlí. Uppsögn
ikrifleg fyrir 1. Okt. og þvi að eins gild að kaupandi
•é pá skuldlaus.
AfQreiÖslumaZur biaðsins er br. JT61ia.iiii KrÍHtJ-
ánsuon, l Heykjavik, og ber að senda honurn alt er
▼iðkemur afgreiðslunni. Hann annast og auglýsíngar
að öllu leyti.
Ritstjóri og ábyrgðarinaður: E*étu.r Zópl»ónía.H-
■on, Rox 32 A, Reykjavík.
ásettu ráði, að reyna að sverta með-
bræður sína í augum annara?
Si>ar: Nei.
2. Er liægt að hegna f'yrir slíka
framkomu ? Svar: Já.
Hófdrykkjan á Frakklandi.
Stjórnin á Frakklandi á nú úr meira
vandamáli að ráða, en ef til vill nokkru
sinni áður hefir komið fyrir hana.
Frönsku þjóðinni fer ákaflega hnign-
andi sakir afleiðinganna af vínnautn-
inni. Þjóðin er að deya út, smám
saman, og verður aldauða fyr en varir
nema eitthvert ráð verði fundið til
þess að stemma sligu fyrir því, Þetla
ráð er nú stjórnin, og aðrir bestu
menn þjóðarinnar, að hrjóta heilann
um að finna.
Víðsvegar um landið hafa nú verið
festar upp prentaðar aðvaranir gegn
vínnautninni, og áskoranir um að
leggja hana niður og á allan hátt að
stemma stigu fyrir henni.
Mesti sægur af ritlingum, um hless-
un bindindis og ógæfuna, sem af vín-
naulninni leiðir, hefir verið sendur út
um alf ríkið. Prestarnir ílytja strang-
ar ræður, bæði i kirkjunum og utan
þeirra, um alt það skaðræði og böl,
sem vínnautnin leiði yfir þjóðina og
landsstjórnin reynir af fremsta megni
að styðja að því á allar lundir að firra
hana þessum vandræðum, sem yfir
henni vol'a.
Það skal lekið f 'ram hér,að ofdrykkja,
í hinni vanalegu merkingu þess orðs,
er ekki það, sem hér er um að ræða.
Frakkar hafa um langan aldur stært
sig af því, að þeir væru þjóð, sem
kynni að drekka í hófi, og þann orð-
róm eiga þeir með réttu.
En það er nú einmitt þessi hóf-
drykkja, — ekki ofdrykkja, heldur sí-
feld vinnautn, sífeld æsing taugakerfis-
ins og ofhitun hlóðsins, dag og nótt.
árið út og árið inn -—, það eru aíleið-
ingar hennar, þessarar hófdrykkju, sem
nú virðist ætla að gera útaf við frönsku
þjóðina.
Drukkinn maður, nema hann sé út-
lendingur, er sjaldgæf sjón á Frakk-
landi. En þó það að eins séu örfáir
Frakkar, sem eru ofdrykkjumenn, þá
eru þeir, aftur á móti, næstum þvi allir
hófdrykkjumenn og afleiðingin er sú
að þjóðin er í mikilli hættu.
Það hefirekki verið neinn leyndardóm-
ur um síðastliðinn mannsaldur, eða
enn lengri tíma, að Iífsafl frönsku þjóð-
arinnar hefir farið þverrandi. En það
er miklu styttra síðan að órækar sann-
anir fengust fyrir því að þetta á rót
sína í vínnautninni. Nú vita menn
það með vissu, að hin stöðuga vín-
nautn, þó í hófi hafi verið, hefir svo
eitrað og veikt líkama einstaklinganna
að þjóðarheildinni er háski húinn af.
Hvað háskinn er ægilegur sést glögg-
legast af hagfræðisskýrslum þeim, sem
stjórnin hefir látið safna til og nýlega
hirt.
Sjálfsmorð, brjálsemi, tæring, slaga-
veiki og fábjánaskapur fer óðum vax-
andi.
Atgervi likamans fer mjög aftur. Sam-
setning blóðsins er orðin óeðlileg og
önnur en útheimtist til þess að við-
halda hreysti og heilhrigði líkamans.
Hófsemisdrykkjan er vel á veg komin
með að drepa þjóðina.
A síðastliðnu tíu ára tímabili, eða
rúmlega það, heíir tala harnsfæðinga
verið afhrigðilega lág í samanburði við
dauðsfallatölu. Löngunin til að lifa,
og aukast og margfaldast er að hverfa
hjá þjóðinni.
Hingað og þangað á Frakklandi eru
héruð, sem vínnautnin hefir ekki náð
yfirhöndinni í, og þar eru menn enn
eins hraustir og burðamiklir eins og á
dögum Napóleons mikla.
í þessum ósýklu héruðum eru ekki
eingöngu barnsfæðingarnar miklu fleiri,
heldur er þar og einnig miklu minna
um barnadauða. Skýrslur um þetta
alriði bera það með sér, að í þeim
héruðum, þar sem vínnautn er svo að
segja engin, deya árlega niutiu börn á
móli hverjum tvö hundruð og áttatíu
i þeim héruðum þar sem vínnautnin
er i blóma sínum.
Þetta nægir til þess að sýna það með
rökum að vínnautnin er að verða bana-
mein þjóðarinnar.
Drenglyndi, viðfeldni, glæsimennska
og lneysti hafa verið einkenni frönsku
þjóðarinnar. Frumherji frelsisins hefir
lnin veriðogásér hina ágætustu sögu.
Nú er svo komið fyrir henni, að ekki
er nema um tvent að velja. Annað-
hvort verður luin að taka rögg á sig
og útrýma vínnautninni, eða að öðr-
um kosti að gera sér það að góðu að
falla fyrir henni og hverfa úr sögunni.
Allar Jjjóðir hal'a gott af því að kynna
sér og leggja á minnið, það sem stend-
ur i einni al' hinum opinheru, prent-
uðu aðvörunum, sem stjórnin hefir
látið fésla upp víðs vegar um landið.
Þar segir svo:
»Enginn þarf vínanda með, hyorki
til næringar né hressingar.
Vínandinn veikir stjórn mannsins á
á sjálfum sér og æsir ástnðurnar. Þetla
er orsökin til allra þeirra glæpa, er
menn fremja undir áhrifum vinsins.
Brennivínsnautnin eitrar likamann
mjög fljótt. Linari drykkir, eins og t.
d. hjór og cider, þurfa lengri tíma
lil þess, en á endanum eé þó eitrun-
in jafnvís, el' þeirra er iðulega neytt.
Vínandinn er i stuttu máli hinn ægi-
legasti óvinur heilsunnar, heimilislífs-
ins og þjóðþrifanna.a
(Eftir Lögberg).
--M • —------
Prófsteinninn
og aðflutningsbannið.
I.
Gleðifréttir voru það fyrir oss Templ-
ara og bindindismenn, þegar sú fregn
barst oss með póstunum í suntar, að
aðflutningsbannsmálið væri til umræðu
á löggjalarþingi voru í fyrsta sinni.
Gleðifréttir, vegna þess að fyrir Jjessu
höfum vér barist mjög svo ósleitulega
í 22 ár. en með tiltölulega litlum á-
rangri frá löggjöf vorri.
Vér erum heldur ekki húnir að sjá
hver árangurinn verður, segja sjálfsagt
nokkrir, og þá fyrst og fremst vínsölu-
bannsmennirnir. Þessu vil eg leyfa mér
að svara, með því að benda lesendum
Templars á gang málsins á þingi í
sumar, benda þeim á nefndarálit að-
flutningsbannsnefndarinnar, hún var
skipuð mörgum af þingsins bestu og
mætustu mönnum.
Þeir fallvissa samþingismenn sína
um, að málið sé þegar búið að fá
fylgi mikils meiri hluta Jjjóðarinnar,
— fyrir fræðslu og menningaráhrif Góð-
templarreglunnar, náttúrlega. Og mál-
ið er svo lagt í gerðadóm þjóðarinn-
ar með mjög mikilsverðum tilvitnun-
um og leiðbeiningum í nel'ndarálitinu.
Og hvað segja lesendur Templars um
afskifti þingmálafundanna á síðastliðnu
sumri af þessu máli. Milli 20—30 af
þeim fundum, sem þetta mál var tek-
ið til umræðu á, voru samþyktar ein-
dregnar aðflutningsbannstillögur, — á
nokkrum þessum fundum var fjöl-
menni mikið; og hvað höfum vér full-
komið leyfi lil J>ess, að segja um þá
fundi, sem málið var sakir tímaleysis
og pólítískra æsinga í öðrum lands-
málum, ekki tekið til umræðu? Vér
höfum leyfi til Jjess, að svara Jjessu
spursmáli með Jjví, að allar skynsam-
legar líkur séu fyrir því, að 2/a afþess-
um fundum eins og hinum hefðu sam-
þykt aðfiutningsbann. Og Jiað sem
þjóðin vill i stórum meiri hluta, það
verður löggjafarþingið að samþykkja,
því fremur, sem margir af löggjöfun-
um eru eindregnir fylgjendur þessa
máls »í hjarta og huga« og að sjálf-
sögðu verða það eftir kosningarnar
árið 1908 og atkv.gr. þá.
Heiðruðu lesendur, með gerðum
þingsins í sumar í þessu máli, er oss
haslaður völlur og á honum er reist
fögur tilkomumikil sála, með hárri
stöng, þar sem blaktir fáni réttlœtisins
og mannúðarinnar í voru mikla starfi
fyrir vora kæru og góðu Reglu, og á
þessum velli liggur prófsteinninn, sem
reynir alla templara í voru landi. Ilér
er haslaður fagur og tilkomumikill
orustuvöllur, — og herorðið er að halda