Templar - 25.07.1906, Síða 2
54
TEMPLAR.
hann þar meðlimur enn þann dag í dag,
og auk þess er liann nú g. u. t. í barna-
stúkunni Svöl'u. En árið 1886 llultist
liann hingað með foreldrum sínum hr.
Árna JónssyniogÞórbjörgu Filippusdóttir.
Þau bjuggu áður á Miklholtshelli í Flóa
í Árnessýslu, og þar er Jón fæddur þann
6 Júní 18751 * *).
Áhugi hans mun strax hala vaknað
fyrir Reglunni, og það er því eigi að
undra, þótt hann sé fróður um hana
og lög hennar, enda er hann vel að sér
í þeim. Stúka hans veit líka hve lög-
fróður hann er, og hve gott er að treysta
á hann, enda hefir hann verið »lögbók«
hennar. Sést á því m. a. traust það er
hann nýtur og vinsældir hans.
Br. Jón Árnason er vel að sér ger,
og mjög lineigður fyrir tungumál. Læt-
ur honum sá lærdómur vel. Þannig er
liann góður enskumaður, og hefir hann
lært liana af sjáll'um sér. í ýmsum
öðrum málum kann hann nokkuð t. d.
í ítölsku. En vel fer hann með þá
þekking sína, og lætur eigi alla af vita.
Lífsstarf hans er prentiðn, og hefir
liann dvalið eitt ár í Kristjaníu við þá
iðn. Mjög umhugað lætur hann sér
um prentiðnina, og er liann einn af
frumkvöðlum Gutenbergs, og annar
endurskoðunarmaður hlutafélagsins.
En mest, það held eg sé óhætt að
segja, elskar hann Regluna, og gríðar-
ant er honum um framfarir liennar.
Hann fær lika sinn skerf af stritinu og
vinnunni. Þannig er hann nú: s. g. u.
t., u. v. t., umboðsm. og g. u. t. auk
alls annars er hann vinnur fyrir hana.
Það þyrfti ekki marga lians líka til
þess að oss miðaði stórum áfram, en
því miður eru þeir svo fáir — svo sára
fáir.
Þegar eg nú enda linur þessar vil eg
segja eina smásögu af br. .1. Á. lil að
sýna starfsemi hans. Honum var falið
af Umdæmisstúkunni að sjá um úl-
breiðstufund suður í Hafnarfirði. Ræðu-
menn var hann búinn að fá og var hr.
Indriði Einarsson annar þeirra.
Laugardagurinn, sem fundurinn á að
vera, rennur upp, og er húðarrigning,
þessi liellidemba sem víst hvergi kemur
nema liér á Suðurlandi. Br I. E. fer
þrátt fyrir óveðrið, því hann lætur slíkt
aldrei á sig fá, en hinn svíkst undan
förinni, eða hefir »forföll«. Hvað gerir
br. J. Á.? Hann fær sig lausan úr
vinnunni, þýtur um bæinn og dregur
mig í þessu óveðri með sér suður eptir!
Og þó ætlaði hann sér eigi að tala.
Það var áhuginn sem rak hann áfram.
Eg er nú viss um það, að hr. Jón
Árnason kann mér óþökk fyrir þessa
umsögn mína. Ekki vegna þess að
liólið sé ekki nóg! Ónei! Heldur af
þvi að hann vill vinna í kyrþey, en
eigi láta alla vita dugnað sinn. En
fyrirgefningar vona eg, enda vita allir
1) Foreldrar lians eru: br. Árni í Reykja-
vik (f. ’/u 1844) Jónsson (f. 4/? 1807) bónda i
Snotru, Olafssonar í Seli í Holtum Jónsson-
ar og Þórbjörg (f. 4 */io 1844) Filuppusdóttir á
Þórunupi í Fljótshlið, Jónssonarí Varmadal,
Sveinssonar þar, Guðbrandsson Lafranssonar.
að hér er rétt sagt. En eg vona samt
að eg fái að hlaða miklu meiri lofi á
hann næst er eg minnist hans. Með
þeirri ósk kveð eg vin minn hr. Jón!
P. Z.
Opinber auglýsing
gegn áfenginu.
Altaf er lið bindindismanna að verða
sterkara og sterkara. Nú nýlega liefir
bæarstjórnin í Liverpool látið semja á-
varp til allra bæarbúa um áfengið. Á-
varp þetta er prentað með stóru letri,
og fest upp víða í bænum.
Misbrúkun áfengisins oi afleiöingin af Im,
Hér með leyfir bæarstjórnin sér mjög
alvarlega, að vekja eptirtekt bæarbúa
á eptirfylgjandi staðreyndum.
Fyrir nokkru síðan var skipuð nefnd
af stjórninni, og átli hún að rannsaka
og athuga ýmislegt viðvíkjandi heilsu
og líkamlegu algjörfi almennings, og
síðan að finna hvað almennt væri or-
sök að hinni líkamlegu linignun, sem
á sér stað meðal vissra stétta mann-
félagsins. Loks átti hún að benda á,
hver ráð væru vænlegust til þess, að
koma í veg fyrir þessa úrættun. Nefnd-
in gaf skýrslu sína árið 1904, og sam-
kvæmt fyrirmælum konungsins, var liún
lögð hæði fyrir efri og neðri málstofuna.
Nefndin komst að þeirri niðurstöðu,
að misbrúkun áfengra drykkja er mjög
sterkt og mikilvægt aíl, til þess að koma
til vegar og eíla líkamlega og andlega
eyðileggingu.
Áfengið er ekki næringarlyf, og það
veitir eigi vöðvastyrkleik. Það gerir
þvert á móti, rýrir krapt líkamans og
minkar vinnuþolið, hæði líkamlega og
andlega. Það er staðreynd, og allir er
æfa fótholta, eða fimleiki, forðast nautn
áfengra drykkja.
Það er mjög skaðlegl að neita romms
eða annars áfengis á morgnana.
Öl, vín eða annað áfengi ættu nienn
síst af öllu að gefa ungmennum eða
hörnum.
Stöðug nautn áfengis, hvert sem það
er öl, vín eða annað, og þótt eigi sé
neytt svo mikils að menn verði ölvaðir,
endar að lyktum með viðvarandi eitrun.
Slík nautn áfengra drykkja styttir líl'
þess er neytir þess. Af þessari ástæðu
er það, að þeir sem eigi eru bindindis-
menn verða að greiða hærra lífsábyrgð-
argjald en bindindismenn, og að lífs-
ábyrgðarfélög neyta að ábyrgjast líf
drykkjurúta.
Þegar drykkjuskapurinn er mjög
mikill, leiðir af honum: eyðilegging á
heimilislífinu, vanrækt við skyldurnar,
viðhjóð á vinnunni, eymd, þjófnaður og
glæpir. Sannanir fyrir þessu er að
finna hjá dómunum. Vani þessi færir
menn á sjúkrahúsin og á geðveikrahæl-
in. Hann eykur og tæringu, og eykur
aðra sjúkdóma og gerir þá hættulegri.
Þegar foreldrarnir neyta áfengis heíir
það mjög slæm og aumkunarverö áhrif
á börnin. í þessum bæ er árlega þús-
und harna vanhirt og misþyrmt. Van-
liirt og misþyrmt af foreldrum sínum,
sein eru eyðilögð af drykkjuskap, og til-
finningarlaus. Börn þessi fá hverki
mat eða föt, nema góðlijartað t'ólk
annist þau. Börn drykkjurútanna eru
vön að vera hæði líkamlegir og andlegir
vesalingar. Þegar mæðurnar drekka, deya
mikið fleiri unghörn en ella, og þar
sem áfengisnautnin eykst meðal kvenn-
fólksins, þá hefir ungbarnadauöi vaxið.
Fyrir hönd bæarstjórnarinnar:
E. R. Pickmere
(borgarstjóra-skrifari).
E. W. Hope, Dr. med.
(ríkislæknir).
Skrifstofa liæarmála, 7/s 1906.
Síðasta laugardagskveld var fundui-
haldinn í framkvæmdarnefnd Stórstúk-
unnar til þess að ihuga maltdrykkja-
málið, og taka ákvörðun í því, sam-
kvæml samþykt síðasta stórstúkuþings.
Eins og kunnugt er, var lienni falið
að vísa á óáfengar og áfengislausar öl-
tegundir, er gætu komið í stað þeirra, er
nú líðkast hér. Hún gat því eigi, þótt
hún liefði viljað, bannað þær ineð öllu,
lieldur varð að leyfa einhverjar tegundir.
Þorstlátir eru menn, og þurfa að
svala sér.
Niðurstaðan á fundinum varð sú, að
samþykt var að benda á
Wörter öl frá Schous hruggliúsi í Stav-
anger og Kristjaniu, Absalut alkolfritt Öl
og Pastueret Export Dobbelt Öl hæði frá
»De l'orenede Bryggerier« í Kaupmanna-
höfn, og ennfremur öllegundirnar frá
verlcsmiðjunni Sanitas á Seltjarnarnesi.
Það er áreiðanlegt, að tvær þessar
fyrstu öltegundir innihalda eigi áfengi,
aptur er lítið eitt — eg veit eigi með
fullkominni vissu hvað mikið — af
áfcngi í Export Dobbelt 01. Að sögn
er það um V2 °/°-
Það ætti því að gera meir að því að
innleiða hinar tegundir, og sjálfsagt er
að fá sér fullkomna vissu um styrkleik
Dohhelt-ölsins.
Við þessa samþyld er vonandi að
menn uni, að minsta kosli til næsta
stórstúkuþings.
Samkvæmt ákvörðun síðasta stór-
stúkuþings, er nú Lys og Mörk Carls-
herg hannaðir.
Vínsalan á sliipunum.
Megn óánægja ríkir meðal lantlsbúa yfir vín-
sölunni á skipunum, þessum svívirðilegu „fljót-
andi knæpum11.
Nýlega var haldinn þingmálafundur á Geirseyri
við Patroksfjörð, og var þar samþykt svo hljóð-
andi ályktun.
„Fundurinn lýsir megnri óánægju yfir drykkju-
skapar óreglu þeirri, er á sér stað á strandferða-
skipunum á höfnum kringum iandið og vínveit-
ingum og vínsölu í skjóli farþega. Sérstaklega
vekur óregla þessi hneyksli á þeim stöðum, sem
cngin vinsala fer fram í landi. Telur fundurinn
nauðsynlegt, að þing og stjórn geri citthvað veru-
legt til að stemma stigu fyrir þessu“.
Allir iandsmenn taka víst undir tillögu þessa
En hve nær skyidi þetta verulega vega gert? Ætli
að það sé ekki að rýra rétt þess Sameinaða ?(!!)
eins og einn karlinn sagði.