Templar - 17.10.1906, Blaðsíða 2

Templar - 17.10.1906, Blaðsíða 2
66 TEMPLAR. kenslan í Hadstein tor fram, það var, að skoðun I.O.G.T. væri hin eina, er væri hægt að verja frá sjónarmiði vís- indanna. Og alveg nýlega hefir hinn nafnkunni læknir og hindindismaður, Dr. M. Hindhede með sterkum orðum dæmt maltdrykldna. Það var á fundinum í Skanderljorg síðasla Sunnudag (12. Agúst ’06). Hann sagði þá meðal annars: »Mér liefir ætíð verið raun að því, að sjá bindindisræðumann, sem frá ræðustólnum hefir talað móti áfengis- nautninni, en strax að ræðunni loknri hvolít í sig tveim »skattefri« — sama sem einum bjór. Eini möguleikinn, sem liægt er að lmgsa sér, til þess að frelsa drykkjumanninn, er að venja hann alveg af áfengisnautninni. Og það er einungis liægl að verja skoðun Alþjóða-Góðtemplarareglunnar.« Isam- handi við þetta, fræddi Dr. Hindhede á þvi, að prófessor Gram, við háskól- ann í Kaupmannahöfn, varar í fyrir- lestrum sínum við því, að neyta al- menns maltöls, sem inniheldur að eins l°/o af áfengi, lil styrkingar- eða hress- ingar, því af nautn j)essa áfengis-drykks geti stafað sú hætta, að hjá sjúkling- unum vakni áfengisþörl'. Eins og allir sjá, eru þessar skoðan- ir enn frjálslyndari en skoðanir þær, er ríkja í I.O.G.T. í Danmörku nú sem stendur. Þessi skoðun nafnkunnra lækna og vísindamanna er ágæt sloð í vinnu vorri, fyrir málefni vort og grundvall- arslcoðanir vorar. Yér verðum af öllu alefli að vinna að því, að öllum starfsfélögum vorum sé vel ijóst, hve skaðlegt það er fyrir málstað vorn, að nugga sér þannig upp við drykkjuna og halda við drykkju- siðunum. Þeim mun hreinna og ákveðnara sem hindindismenn Danmerkur koma l'ram gegn drykkjunni og drykkjusið- unum, þeim mun meiri virðing hera þeir fyrir okkur, sem eigi taka þátt í bardaganum, en horfa að eins á, cg þeim mun þróttmeiri verður bindind- isherinn. Þetta er aíleiðingin af því að gera Ijósar og skýrar kröfur til sjálfs síns. Bindindisblöð vor eiga að keppa að þessu takmarki. Vér efumst eigi um, að langt liður þangað til takmarkið næst, en takmarkið næst! Og það er skylda bindindisblaðanna, að vinna að því, að göfga menn og reyna að gera þá að bindindismönnum er hafa ákveðið takmark fyrir augum. Og svona i'yrst um sinn, til þess að byrja með, viljum vér láta oss nægja að gcta ummæla þeirra Dr. Ilindhede, Dr. Poulsen og prófessors Dr. med. Gram.« -- Ný stúka. Hinn 5. Sept. þ. á. stofnaði eg góð- templarastúku á Sauðárkróki. Stofn- endur voru að tölu 14. Stúkan nefnist: »Drangey« nr. 130. I emhælli var kosið og skipað þannig: Æ. t. Gísli Jónsson verslm., Sauðárkrók Y.t. Sumarrós Sigurðard.,húsfr. s.st. Rit. Jón Oddsson, trésmiður, s.sl. Fjr. Friðrik Jónsson, skósmiður s.st. G. Eggert Kristjánsson, söðlasm. s.st. D. María IJalldórsdóttir, ungfrú s.sl. K. Þorlákur Þorláksson, trésm. s.st. Y. Kjartan Ólafsson, yngismað. s.st. U.v. Agúst Guðmundss., yngism. s.st. A.r. Jón Björnsson, trésmiður s.st. A.d. Filippía Þorkelsdóttir, ungfr. s.sl. F.æ.t.Þorvaldur Sveinsson, fórm.s.st. Sem umhoðsmannistórtemplars mælt með Hinrik Arnasyni, trésmið á Sauð- árkrók, er gerðist meðstofnandi með lausnarmiða úr st. »Gleym mér eigi«, þar sem hann hinn síðastliðna ársfj. og áður fyr liafði verið æ. t. Svo mikið má með sanni segja, að stofnendur stúku þessarar haíi sýnt framúrskarandi kjark og áræði svo l'á- liðaðir, að ráðast i að stofna stúku á þessum stað, sem ekki verður yfirleitt talinn bindindislega sinnaður. Það hefur vakað fyrir þeim löngun lil að hjálpa gömlu stúkunni í bindindisbar- áttunni og sannfæring um þöríina á meiri bindindisstarfsemi hér. Stofn- endurnir munu og sýna það vel og íljótt, að þeim er alvara með að ella hér Regluna og vænti eg hins hesta af staríi þeirra framvegis. »Drangeying- ar« verða fengsælir og draga að landi sínu góðan hlut fyrir Regluna. Sú er von mín og ósk. En hvernig stendur á jæssum ó- vænta fjörkipp í Reglunni, og það um þenna annatima? Það skilst sjálfsagt íljótt, er eg nefni bara eitt nafn: Sig- urður Eiríksson, regluboðinn ágæti. Jú, hann kom hingað siðasla Sunnu- dagskveld og el'tir að hafa kynt sér regluhaginn hér, ásetti hann sér í sam- ráði við »Gleym mér eigi« að stofna nýa stúku. En þar sem br. Sigurður Eiríksson ásetur sér að koma upp stúku, — þar kemur stúka upp. í fulla þrjá daga vann þessi óþreytandi reglu- boði að undirbúningi slúkunnar, hélt 2 útbreiðslufundi og l'ann marga að máli. Mun enginn seg'ja, að hér hafi lítið verk unnið verið, og eru þó enn að miklu leyti huldar alléiðingarnár aí' hingaðkomu og staríi þessa þýðvirka og þó stórvirka regluboða. Þökk sé honum goldin fyrir starlið hér, en þau mundu lionum launin ljúfust, ef hann mætti frétta, að »Drangey« litla líktist nal'ni, slæði þélt, löst og óhil'anleg »sem klettur úr hafinu«. Verði svo. Þess óskar »Gleym mér eigi« og umhoðsmaður hennar: Árni Björnsson. Snæfellsás nr. 131 heitir ný stúka er br. Einar Markússon kaupmaður i Ólafsvík hefir stol'nað á Hellisandi. Umhoðsmaður i þessari nýu stúku er br. Rögnvaldur Sturlaugsson verslun- arm. á Hellisandi, ungur maður, dug- legur og fylginn sér. Má því vænta góðs af starfsemi hans og nýu stúk- unnar. ---------------- Ný unglingastúka. -i-Hinn 11. Okt. 1906, stofnaði br. Ed- uard Frederiksen unglingastúku í Vest- mannaeyum með 10 fullorðnum og 20 unglingum, alls 30 meðlimum. Stúkan hlaut nafnið „Fanney“ og er nr. 48. Embættismenn voru þessir kosnir fyrir yfirstandandi árstjórðung: Æ.t. Jóbannes Hannesson. V.t. Leifur Sigfússon. Rit. Guðjón Guðjónsson. Fr. Björn Guðjónsson. Gjk. Arni Gíslason. Kap. Agúst Eiríksson. Dr. Valgerður Friðriksdóttir. V. Guðjón B. Guðjónsson. Úv. Þorvaldur Guðjónsson. Ar. Georg Gíslason. Adr. Guðrún Helgadóttir. Fæt. Arni J. Jónsson. Sem gæslumanni var mælt með br. Eduard Frederiksen. — Sem Vara- gæslumanni br. Erlendi Árnasyni. Ungl.st. heldur fundi kl. 3 siðd. á Sunnudögum. Vér óskum ungl sl. þessa velkomna í Regluna og vonum að hún fái miklu góðu lil vegar komið. Minni ungl.st. „Æwknir1 m*» 1 « 20. afmœlisdegi hennar !). Maí 1000. Með æskufjör í anda. með æskuvón og þrótt, vér hófumst snemma handa gegn hæltu og landfarsótt; um tvenna áratugi vér treystum félagshönd með aíli og æskullugi ungan kraft í hönd. Að glæða all hið góða vor göfga hugsjón er, og byrginn því að bjóða, sem höl oss vinnur hér; það vaxa vorir kraftar, þólt veikir séu enn, uns stöndum ekki aftar, en aðrir nýtir menn. Vor »Æska« lili lengi og lands vors eíli gagn og slilli hjartans strengi hið stérka kærleiks magn; Vér biðjum Guð að glæða, vor göfgu vonarljós, svo hátt til sigurhæða sig hefji æsku-rós. Guðm. Giiðmnndsson. Símskeyti. Yínsöluleyfis synjað á Seyðisflrði. Seyðisfirði 12. Okt. kl. 8,25 síðd. Vínsöluleyfis synjað með 54 atkvæð- um gegn 48.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.