Templar - 17.10.1906, Blaðsíða 3
TEM PLAR.
67
Br. Guðmundur Guðmundsson versl-
unarmaður á Seyðisflrði sendi oss
skeyti þetta. Eins og kunnugt er, þá
hefir nú síðustu ár engin vínsala ver-
ið á Seyðisfirði, og það er gleðilegl, að
Seyðtirðingar hafa hrundið henni
enn þá á bak aftur. Aðeins er þess ósk-
andi, að ])að verði með enn þá meiri
atkvæðamun næsl.
Frá stúkunum.
Vikinflabálkur. St. Víkingur nr. 104 samþ. á
síðasta fundi sínum að senda öllum stúkum
landsins kveðju sfna.
Stúkan hefur haft til umræðu á nokkrum
fundum bróðurkærleikann f Reglunni, og liefir
komist að þeirri niðurstöðu, að hann væri
harla lítill, bæði meðal meðlima stúknanna
innbyrðis og eins á milii stúkna, nema ef vera
kynni, að bróðurkærleiki kæmi fram í umburð-
arlyndi, þar sem að útlit er fyrir að brotlegir
meðlimir komist áfram með að drekka nokk-
uð lengi í laumi, sem kallað er, án þess að
verða kærðir þótt tök væri á því, en Iremur
mun það stafa af deyfð og áhugaleysi, en af
eintómum bróðurkærleika.
Bróðurkærleikinn getur best komið að gagni
með því (innan stúkna) að hinir eldri og reynd-
ari templarar láti sér annara, en þeir gera, um
þá, sem ungir eru og óreyndir. Þegar nýr
meöl. er tekinn inn í stúkuna er honum sagt,
að allir, sem fyrir eru, séu reiðubúnir til að
styðja hann cg styrkja, vernda hann og varð
veita gegn freistingum, en hvernig eru loforð
þessi haldin? Hversu lengi eru hendur út-
réttar til verndar hinum veiku.
Alveg saina verður uppi á teningnum þegar
nýar stúkur eru stofnaðar. Mundu ekki sum-
ar stúkur standa lengur ef þær öðruhvoru yrðu
varar við að kærleiksyl andaði að þeim við og
við frá hinum eldri og reyndari stúkum. En
þvl er ver, bróðurkærleikinn er kaldur, hann
er ekki nema á vörunum.
Stúkurnar standa og starfa hver út af fyrir
sig sem mest má verða, líkt eins og þær hefðu
okkert sarnan að sælda, jaínvel náungakritur
og úlfúð á sér sumstaðar stað. Eitt af því,
sem orðið gæti til þess að stúkur kyntust bet-
ur hver annari, er það að þær skiftist á bréf-
um og í því augnamiði sendir st. Víkingur
þetta bréf til að byrja með.
Af störfum stúkunnar er lítið að segja; hún
er enn ekki tveggja ára;hún var stofnuð með
rúmum 100 meðl. og hefur nú um 150 og álít-
ur fleiri meðlimi í einni stúku ekki heppilegt,
betra að hafa stúkurnar fleiri.
Það má kannske segja, að stúkunni hafi illa
sókst til manna og fjár, getur verið, en starls-
krafta sína hefir hún ennþá ólamaða og heið-
ur sinn óflekkaðan.
Stúkan getur stært sig af því, að hafa einn
hinn mesta og áhugasamasta bindindismann
þessa lands í vlkingatölu sinni, nfl. br. Ólaf
Ólafsson frlkirkjuprest og hefir oft verið vel
lagt út I því rúmi) sem hann skipar.
I sumar hafa fundir verið fremur daufir, en þó
hefur altaf orðið fundarfært, sem þó má furðu
gegna, þar sem flestir karlmenn stúkunnar eru
sjómenn.
Með haustinu vonum vér að fjölga taki á
fundum, og að skyldir verði fægðir og vopnin
brýnd og víkingum skipað í rúm og liði fylkt
til sóknar gegn Bakkusi og öllum hans árutn
og undir sumarið vonum við að geta sagt,
hvað ágengt hafi orðið 1 vetrarvlking.
í trú, von og kærleika.
12. Sept. igoó.
Olló N. Pórláksson.
r.
Unijlst. »Æskan« nr. I varð 20 ára 9. Maí síð-
astl. Var afmælið haldið hátíðlegt að viðstödd-
um nær 300 barna og unglinga. Byrjaði sam-
koman með því að allir sungu „Eldgamla Isa-
fold“ og því næst talaði br. Jón Arnason s.g.u.t.,
setn er félagi stúkunnar, nokkur orð fyrir minni
hennar og mintist hins helsta, er á daga hennar
hefði drifið þessi 20 ár, en á eftir var sungið
nýort kvæði, sem prentað er á öðrum stað í
þessu blaði. Þá söng br. lialldór Jónsson og
nokkrir af félögum stúkunnar »Skólameistarann
og börnin". Því næst sýndi br. Magnús Ólafs-
son skuggamyndir, bæði útlendar og innlendar,
og að því búnu lék nefndm, er undirbúið hafði
afmælið, dálítinn sjónleik. Að lokum var dans-
að um stund áður en menn skildu. Var alt gert,
sem unt var að gera, til þess að gera sam-
komuna sem skemtilegasta og minnisstæða þeim,
sem nú voru félagar hennar á þessurn tímamót-
um. Boðið var embættismönnum hinna ungl.st.,
sem heima eiga hér í bænum, Svövu og Umiur,
og gæslumönnum þeirra. — Samkvæmt skýrslu
stúkunnar voru félagar hennar, eldri og yngri,
full 300, og í sjóði átti hún þá yfir 200 kr., svo
að hagur hennar er að því leyti góður, og þar
sem margir af félögum hennar eru góðir og á-
hugasamir starfsmenn, má búast við góðum á-
rangri af starfinu eftirleiðis. Æ. t. stúkunnar var
þá s. Asa Clausen. og hafði hún verið það
nokkra undanfarna ársfjorðunga, en v. t. s. Softi'a
Ólafsdóttir.
Reykjavikurstúknrnar. Stúkan Skjaldbreið hélt
hér um kveldið skemtun tyrir meðlimi sína. Var
það gert til að efla innbyrðis fjör í stúkunni,
þar voru ræður og sjálfráðar skemtanir. Stúk-
an Einingin hélt og fyrir skömmu kveldskemt-
un, þar söng meðal annars systir Stefanía Guð-
mundsdóttir gamanvísur, og hlaut mikið lof
fyrir. Þar voru og ræðuhöld. Slðastliðið
Sunnudagskveld hélt stúkan Bifrösl afmæli
sitt, en með því að Templar var eigi boðið
þangað, kann hann engin tíðindi þaðan.
ílomlowl cr ?dÝrasta °B frjálslvndasta lífsábyrgöarfé-
UtdllualU logiö. f’að tekur allskonar tryggingar, alm.
lifsábvrgð, ellistyrk, íjárábyrgð, barnatrygg-
ingar o. íl. Umboðsm, Pét-ur ^óphóníasson.
rit-tjóii Bergstaðastræti 3.
Heima 4—5.
Fjölbreytt TEFMÐARVAM
ávallt í
verslun
c3/örns Póréarsonar.
WliÖG VANDAÐUR
Skófatnaður
ódýrastur i verslun
BJÚKNS ÞÓRÐARSONAIL
Am
Æ
Am
Am
heitir nýfundið dindindismannavin, sem
pegar hefir hloiið almaimalofvíða um
heim fyrir gæði, svalandi og hressandi
áhrif, en þó alveg óáfengt. Þetla er það
vín, sem mennirnir hafa leitað eftir margar aldir. Ágætt vín,
sem er laust við eiliir áfengisins. Yín, sem er hreinn lögur
vínberjanna, ójastaður (ugæret). með náttúrlegum ilm og
smekk. Yín, sem ekki gerir menn ölvaða. Þessi uppfundn-
ing er einhver sú blessunarrikasta uppfundning, sem gerð
heiminum. — Þ.
rjar
i/,
tegundir
ern þegar til, sem
hefir verið
kosta, Vifl. 3,00, 1,40, 1,40; i Va 11. 1,80, 0,90, Ö,90. — Þetta
ágæta vín fæst nú að eins í vcvsluuiuni E ]) 11 II O R G
í Reylijavík, sem lieíir einkasölu á þvi á íslandi.
yðteiplara-toiuliúlai
verður haldin í Góðtemplara-húsinu Laugard. 3. og Sunnud. 4.
Nóv. Gjöfum til hennar verður þakksamlega veilt móttaka af
undirrituðum.
Reykjavik 15. Okt. 1906.
Pétur Zóphóníasson, Ivlapparst. Helgi Helgason, Óðinsg. 2 Andrés Bjarnason, Lv. 11.
Kristjana Pétursd., Suðurg. Gróa Andersen. Aðalslr. 9. Magnús Gislason, Ijósin.
Sveinn Jónsson, Þingh.str. 28. Karl H. Bjarnason, Hvcrfisg. 5.
Vilborg Guönadóttir, Laugav. 27. D. Ostlund, Þingh.stræti 23.
Einar Finnsson, Klapparst. 13. Pórvaldur Guðmundsson, Bankastr. 3.
Kristinn Magnússon, Aðalstr. 3. Páll Halldórsson, Sjómannaskólanum,
Puríður Sigurðardóttir, Hegningarhúsinu.