Templar


Templar - 29.07.1908, Side 2

Templar - 29.07.1908, Side 2
118 T E M P L A k það, að hvar sem hver* þessi sjúkdóm- ur kemur fram, heillar hann hugi al- menningsins og heimskar þá, svo að menn komast í sorglegan misskilning um eðli sjúkdómsins og telja sýkina til sældar en gallana til gildis. Og er svo langt frá, að þeir telji sér brýna þörf á nokkurri lækning, að þeir ætla alveg að ganga af göflunum, ef minst er skað- semi sýkinnar og nauðsynina á, að stemma stigu fyrir henni. * Amerísk kjarnyrði í bannlagastríðinu. Mér var gefið í Saratoga umslag eitt með talsvert marga smámiða í. A mið- unum voru nokkur ágætis kjarnyrði. Úr þeim vil eg velja nokkur og bjóða les- endum >Templars« á þéssum mikilvægu tímum, þegar þjóðin er að gera upp með sjálfri sér, hvort hún vilji hafna áfenginu með öllu, éða taka ábyrgðina á því að viðhalda bölinu mikla. A einum miðanum stóðu þessi orð: „Einu sinni. — Eg á að greiða atkvœði að- eins einu sinni í ár. Það, sem eg get gert gegn vinsölunni, mun eg með guðs hjálp gera.“ Atkvæðagreiðslan um bannlög á sam- kvæmt þingsályktun alþingis að fara fram 10. Sept. þ. á. Það er hið fyrsta sinn, sem íslenskir kjósendur standa á þennan hátt andspænis þessu mikla alvörumáli. Það, sem vér getum gjört, eigum vér að gera. Þáð er að greiða atkvæði með algerðum áfengisbannlögum. Á öðrum miða stóð: „Vinsalan getur ekki haldist við án þess að drengir og ungir menn fari forgörðum. — Hef- irðu einhverjum þeirra að fórna? Hugsa um það.“ »Drengir og ungir mennU Hvaða land í veröldu þarf þeirra betur við en einmitt fsland? ísland á ekki ráð á því að fórnfæra neinum þeirra, og því á hver þjóðrækinn íslendingur að greiða atkvæði með algerðum bannlögum. Á enn öðrum miða stóð: „Maður í Kansas var nýlega seltur i fangelsi fyrir það að hann hafði gert vinsala rangt tií. Hefirðu nokkurn tima heyrt um vinsala, sem hefir verið setiur í fangelsi, af þvi að hann hefir gert manni rangt til? Ef ekki, þvi ekki?" Vínsalan hefir gert mönnum vor á meðal svo mikið mein að tíminn er kominn fyrir bannlaga-varðhald hennar. Þessi alvöruorð fann eg á einum mið- anum: „Vér höfum ialað gegn vinsölunni, og vér höfum talað vel. Vér höfum beðið iil guðs móti vinsölunni, og vér höfum beðið með alvöru. Vér höfum ritað gegn vinsölunni, og það hafa verið röksemdir í setningum vorum. Vér höfum grálið gegn vinsölunni og spillingunni, sem af henni stafar, og tár vor hafa verið einlœg. En dagurinn kemur, þegar vér munum gera meira, dagurinn, þegar rœður vorar og bœnir og rök- semdir og hjartasár og tár munu breytast í at- kvœði, og fyrir járnhönd bannlaganna mun hinni ógeðslegu óvœtt verða fleigt út l hið voðalega ógœfugin, sem hún kom frá." Á einum miðanum stóð: „Dœmd! Áfengisverslunin hefir haft sinn dag, hefir grœtt sína peninga, og verður nú að hœtta. Það er ekki tíl neins að rœða gegn bannlögun- um. Það er ekki til neins að koma með mót- bárur gegn þeim, eða setja upp varnir. Sá fjár- gróðavegur er dœmdur i riki voru.“ Þannig tala Ameríkumenn. Ver höfum fulla ástæðu til að taka undir með þeim. Frh- 2) Ösf/und. Brennivinsskóli, Svo mikil dýrkun sem á víninu og vínnautninni átti sér stað fyr á öldum, þá hljómuðu þó jafnan í heiminum radd- ir henni til andmæla. — Skal eg hér til dæmis taka hvernig einn allra-fremsti þjóðflokkur fornaldarinnar varaði ung- menni sín við ofdrykkjunni. T'að voru Spartverjar. Peir lögðu afarmikla áherslu á uppeldi æskulýðsins og voru jafnhliða allra menningarþjóða sparneytnastir, sem sögur fara af. Til þess að venja hina uppvaxandi kynslóð frá óhollustu víns- ins og innræta henni óbeit á því höfðu þeir það einkennilega ráð, að á hinum miklu þjóðhátíðum þeirra var blindfylt- ur hópur af þrælum og þrælarnir síðan leiddir út á torgið og látnir haga sér eftir vild. Og átti hið fíflslega athæfi þrælanna, þegar ölvíman var búin að ná tökum á þeim, að vekja ógeð frjálsra manna á svo svívirðilegu atferii. Og varð þéim það að vonum. F*ví drykkju- skapur átti ser aldrei stað hjá þeim þjóð- flokk svo um sé getið, alla fornöldina út; — og átti þó ekki lítil víndýrkun sér stað allvíða þar í landi. — En þessa uppeldisreglu Spartverja tók hinn frægi þýski uppeldisfræðingur Basedow upp seint á 18. öld. Hann gerði það stund- um af ásettu ráði, að koma inn í skól- ann svo sjóðfullur að hann aðeins gat vel staðið og hagaði sér þar svo ófeim- ið og hispurslaust frammi fyrir lærisvein- um sínum eins og eðlishvöt hans bauð honum í því ástandi. Ætlaðist hann til að nemendaflokkurinn léti sér að varn- aði verða fyrirmynd kennarans. Sama er að segja hvað tóbakið snertir. Hann var heldur óhófsmaður á það að eðlis- fari engu síður en vínið. Og neytti hann þess vísvitandi sem allra sóðalegast að unt var með sama tilgang fyrir aug- um. Hefir því hinn frægi uppeldisfræð- ingur álitið eftirdæmi drykkjumannsins einn tryggasta og besta bindindis-skóla. ~ ^ * Ameríkuferð, Eftir David Östlund, fulltrúa Stórstúku íslands til hástúkuþingsins í Washington, D. C., 2.-9. Júní 1908. III. ttlainc 08 Saratoaa $prina$. Eftir að hástúkuþinginu var lokið, fór eg um Boston til Portland, Maine. Eg fór þangað til þess að heimsækja ýmsa ættingja og vini, sem eg hefi þar. Maine-ríki hefir haft bannlög í meir en 50 ár. Og aldrei hafa þau verið þar í. meira uppáhaldi en nú. Alstaðar, þar sem eg spurði menn í Maine um álit þeirra á bannlögunum, var svarið hið sama: »Bannlögin hafa reynst að vera einhver mesta réttarbót á ástandi ríkis- ins, og vér viljum fyrir engan mun missa þau«. í seinni tíð hefir ríkið átt góða lögreglustjóra, sem með alvöru hafa gætt laganna, og er það auðvitað mjög gott. Næsti áfangastaðurinn var Saratoga springs í New York ríki. Áriðl808var stofnað þar hið fyrsta bindindisfélag, sem menn hafa sögur af. — Sá maður, sem var stofnandinn og aðalkrafturinn í þessu félagi hét Dr. Billy J. Clark, og það var einkennilegt að heyra um til- drögin að þessum félagsskap. Eftir að dr. Clark í níu ár hafði orðið var við böl drykkjuskaparins, bar svo við, að hann heyrði mann drukkinn ávarpa prest sinn á götu og segja: »Herra minn! Ef ekkert verður gjört til þess að stöðva drykkjuskapar-ástríðuna, verður alt fólk drykkjumenn hér.« Dr. Clark byrjaði að vinna að félags- stofnuninni, og 23 manns stofnuðu félag- ið 30. April 1808. Pað félag hefir lifað alla tíð síðan og heldur mánaðarlega fundi. Hundraðáraafmæli félags þessa og um leið allrar bindindishreyfingarinnar var haldin í Saratoga frá 14, — 23. Júní. Þar mættu fulltrúar frá ýmsum bindindisfé- lögum, kirkjudeildum og unglinga- og kvennfélögum. Þar var haldin mikil veisla og margir fyrirlestrar og ræður af mörg- um ágætum ræðumunnum. Einn dagur, 16. Júní, var ákveðinn fyrir Oóðtemplara. Fyrsti fundur þennan dag var haldinn í stærsta samkomuhúsi borgarinnar, sem rúmar 5,000 manns. Br. Geo. F. Cott- erill Háv. kanslari, stjórnaði fundinum. Eftir fundarsetningu var orðið gefið til br. Háv. St. Gæslumanns kosninga, br. Guy Hayler, sem hélt ágætan fyrir- lestur um »Bannlög. Gera þau tilætlað gagn«? — Hann byrjaði með að segja, að áfengisbannlög væru eiginlegaaðeins einn þáttur í miklu bannlaga-kerfi, því að flest öll lög væru bannlög, alt frá tíu boðorðum drottins vors til lagaboðun hinna ýmsu ríkja. Par sem eitt eða ann- að sýnir sig að vera til óheilla fyrir þjóð- félagið, koma menn sér saman um bann gegn þéssu. Pyí næst vitnaði hann í þrælastríðið í Ameríku og í það bann- lagastarf, sem því fylgdi. Enginn efar nú, að þau bannlög hafa gjört gagn. Enn frernur nefndi ræðumaður fjölkvæn- is-ósómann í Útah, og sýndi fram á gagn og réttmæti þeirra banniaga, sem Banda- ríkin settu gegn því athæfi. Fjölkvænið er aftekið með lögum. Enginn mor- móni dirfist nú framar að giftast fleir- um en einni konu. Sumir fara í pukri með svívirðingu sína, en Bandaríkin hafa hreinsað af sér ósómann, og enginn ef- ar, að stórkostlega mikið gott hafa bann- Iögin gert í þessu efni, með því að banna fjölkvæni. — Ræðumaður áleit, að allir sanngjarnir menn hlytu líka að

x

Templar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.