Templar - 29.07.1908, Síða 3
T E M P L A R
119
vera sér sammála um það, að áfengis-
bannlög mundi einnig gera stórkostlegt,
ómetanlegt gagn, þegar þau kæmust á,
því ekkert þjóðarböl væri verri en áfengis-
bölið. — Hann sagði ýtarlega frá því,
að hann um lengri tíma hafði rannsakað
bannlagamálið, og sérstaklega grenslast
fyrir um það, hvernig þau hafa gefist í
þeim ríkjum í Ameríku, sem þegar hafa
sett sér þau. í Maine hafði ræðumaður
reynt á allar lundir að komast eftir, hvort
óleyfileg sala færi fram, eins og mót-
stöðumenn bannlaganna segja. Hann
kom til Maine einn síns liðs, óþekturaf
öllum, og reyndi að fá keypt áfengi handa
sér og bauð hann stórfé fyrir. Alstaðar var
viðkvæðið hið sama: Maine væri bann-
laga-ríki og það væri því óhugsandi að
fá áfengi keypt. Með miklum brögðum
fékk hann tvær ölflöskur keyptar í öðru
bannlagaríki, og vildi því næst sjá, hvað
lögreglustjóri gerði við það. Hann fór
því næst til hans með flöskurnar. Menn-
irnir voru tafarlaust ákærðir og dæmdir
í mikla hegningu. — Daginn eftir hina
ólöglegu ölsölu höfðu dagblöðin lang-
ar greinar um þetta mikla lagabrot. —
Gagn er að bannlögunum, þótt sumir
séu þeim andstæðir.
Næst var eg beðinn um aðflytjaræðu
um ísland og bindindishreyfinguna á
íslandi. Menn hlýddu á ræðu mína með
mikilli eftirtekt. Útbreiðsla Reglunnar
hér á landi í tiltölu við fólksfjölda þykir
stórkostleg. Og sérstaklega gerðu menn
góðan róm að frásögu minni um stór-
ræði vor templara að kaupa Hotel ís-
land og að vér ekki vildum leyfa áfengis-
nautn í því við héimsókn konungs og
ríkisþingmanna. Blöðin í Saratoga töl-
uðu um ræðu mína daginn eftir, og eitt
þeirra sagði, að »Bandaríkjamenn gætu
vel lært ýmislegt af íslendingum hvað
bindindisstarfsemi snertir.«
Loks talaði á þessum fyrsta fundi á
»Góðtemplaradaginn« (lö. Júní) br. Tom
Honeymann, Háv. St.-ritari, um starfið á
Skotlandi.
Kl. 2,30 e. h. var efnið: »Unglinga-
reglan í Mið-Evrópu. Háv. Stórtemplar
br. Edvard Wavrinsky talaði um Svíþjóð,
og systir Jessié Forsyth, fyrv. Háv. St.-
Gæslum. Ungtemplara um unglinga-
starfið. Loks talaði hin nýkosni Háv.
St.-Gæslumaður Ungtemplara, br. J. w.
Hopkins. Fórst honum einstaklega vel
að tala til barnanna, sem við voru.
Um kl. 3 e. h. var haldin minningar-
guðsþjónustu eftir stofnanda bindindis-
félagsins f Saratoga, og var hún mjög
hátíðleg. Hún var haldin úti á kirkju-
garðinum, og var þar margt göfugt orð
sagt um bindindismálið. Sérstaklega
fanst mönnum mikið til um ræðu eftir
Oliver W. Stuart. Sá maður er einhver
mesti ræðusnillingur, sem eg hef heyrt.
Að kvöldi sama dag talaði br. Josep
Malins, fyrv. Háv. St.-Templar um bind-
indismálið, og br. séra Harry Gladstone
Greensmith um sögu Góðtemplara-Regl-
unnar. Báðum sagðist vel, enda eru
Jþeir báðir ágætir ræðumenn.
Fyrir tiltölulega stuttum tíma, aðeins 20 —
30 árum, var litið með fyrirlitningaraugum
á alla bindindismenn og yfir höfuð á allar
bindindishreyfingar víðsvegar um heiminn.
Rá var mönnum yfirleitt ekki orðið ljóst,
hversu áríðandi og afar-þýðingarmikið at-
riði það er í lífi allra manna að vera reglu-
samur. F*á voru menn ekki búnir að skilja
það til hlítar að bindindi er eitt fyrsta skil-
yrðið fyrir heilsu þeirra og velferð. Þá þótti
fólki ódæði mesta að minnast á bindindi
eða neina starfsemi í þá átt að gera menn
að reglusömum og heiðarlegum mönnum,
sönnum borgurum mannfélagsins. Jafnvel
sumir af þeim mönnum, sem þá sátu við
stjórnarstýrin og þóttust hafa völdin í hönd-
um sér, börðust af alefli gegn öllum bind-
indishreyfingum; með ósvífni, hleypidóm-
um og ósanngirni, sköruðu þeir því eðli-
lega eldinn að >köku« vínsölumannanna og
þeirra annara, sem mesta óhamingju hafa
leitt yfir mannkynið. En um leið hafa þess-
ir sömu menn bæði beinlínis og óbeinlínis
sáð fræi illgresisins á þúsundum heimila, og
hafa þeir vanalega þókst hreyknir af hvað
vel þeim hafi tekist að halda hlífiskildi yfir
Bakkusi. Pannig litu margir leiðandi menn
á góðtemplarastarfsemina, þegar hún fyrst
hóf göngu sína um heiminn, og þannig
hafa margir Iitið á bindindishreyfingarnar
alt fram á þennan dag.
En þegar vér lítum til baka og virðum
fyrir oss mennina, sem mestan þátt hafa átt
í því að ryðja áfenginu braut og styrkja
vínsalana, þá verðum við að játa það:
1. Að eigingirnin hefir oftast ráðið og
ríkt í hugarfari slíkra manna.
2. Að skortur á sannri mentun og heil-
brigðum hugsunarhætti olli hinum hörðu
dómum þeirra sem sest hafa, á dómstólinn
og dæmt hafa um bindindishreyfingarnar í
heiminum.
3. Að enginn Bakkusar-vinur skilji hvað
siðferðisþrek er, eða viti hvað það meinar
að vera drengur góður, sem kann að bera
höfuðið hátt og að standa stöðugur gegn
áfengisnautninni á öllum tímum.
4. Að allir slíkir menn hafi látið stjórn-
ast af tilfinningarleysi því, sem vínnautn-
inni er samfara og sem ávalt leiðir til van-
sælu og spillingar o. s. frv. Alt þetta og
ótal margt fleira hefir dregið úr bindindis-
hreyfingunum og þroska hennar.
En þrátt fyrir alt Og alt lifir nú orðið
bindindi — orðið templar — hjá öllum
hugsandi mönnum. Nú er svo komið, að
allur þorri alþýðumanna um víða veröld,
skilur hvað orðið bindindi meinar; nú
misskilja menn það ekki lengur né lítils-
virða.
Rrátt fyrir alla mótspyrnu og mótþróa
mannanna eru bindindishreyfingarnar orðn-
ar ofan á. Bindindi er nú viðurkent um
allan hinn menlaða heim sem eitt hið allra
þarfasta og blessunarríkasta afl sem 19.
öldin Iét heiminum í té. Lesið sögu þjóð-
anna og munuð þér komast að raun um,
að ekkert afl er jafn kraftmikið og mann-
úðarfult sem afl sjálfsafneitunarinnar; því
í henni skilja menn orðið bindindi best og
réttast, og fyrir þá menn sem standa sam-
an innan vébanda »Reglunnar«, fléttast
orðið bindindi saman við kærleika þeirra til
allra manna. Bindindishreyfingarnar hafa í
stuttu máli dregið þúsundir manna úr sorp-
haugum svívirðu og smánar og leitt þá upp
að altari frelsisins, trúarinnar og vonarinnar.
Nú í byrjun 20. aldarinnar eru þjóðirn-
ar þá loksins farnar að skilja, hvað bind-
indi þýðir og hve víðtæka blessun bindind-
ishreyfingin hefir haft í för með sér; nú
eru menn fyrir alvöru vaknaðir til meðvit-
undar um áhrif og skaða vínnautnarinnar;
nú er heimurinn loks farinn að sjá skaða
þann og háska sem vofir yfir heilum þjóð-
um jafnt sem einstaklingnum af áfengis-
nautninni; nú eru foreldrar farnir að finna
til þess og viðurkenna það, að börnin þeirra
þarfnast bindindis um fram alt; nú eru
heimilin loks farin að rumskast til meðvit-
undar um að frelsast úr ánauð vínsins sem
þau hafa verið hnept í og bundin við í
svo margar aldir; nú eru farnar að heyrast
raddir úr ýmsum áttum — meðal höfðingj-
anna einnig — í þá átt að semja þuríi lög,
er algerlega banni alla víngerð, eða að
búa til nokkurt það lyf sem áfengi er bland-
að, og lög hafa þegar verið samin í Banda-
ríkjunum sem banna stranglega að veita
nokkruin manni áfengi, en þau eru enn
ekki í fullu gildi, en verða tekin til íhug-
unar á næsta stórþingi í Washington að
ári.
Rannig er það gleðiríkur vottur um mik-
inn árangur og örugga framtíð, hversu
hugsunarháttur þjóðanna hefir breyst á fáum
árum og nálega gereytt öllum misskilningi
og öllum heimsku mótbárum gegn bindind-
isstarfseminni.
Sú mikla breyting er nú á orðin í heim-
inum, að fólk er nú yfirleitt orðið að hugs-
andi verum og getur þess vegna orðið
dæmt með sanngirni um ýms hin helstu
mál sem nú eru á dagskrá í heiminm, svo
sem um bindindismenn og starfsemi þeirra.
Areiðanlega er spor það, sem bindindis-
mennirnir þegar hafa stigið, eitt af þeim
allra göfugustu framfarasporum, sem en hafa
verið stigin, og barátta sú sem háð hefir
verið í fortíðinni í bindindisáttina, verður
að sjálfsögðu leiðarstjarna manna í framtíð-
inni. — Léttúðin er að hverfa, en í henn-
ar stað er aftur komin samviskusemi og
stöðuglyndi.
þetta er uppskera bindindishreyfingarinn-
ar frá byrjun. Getur nokkur maður með
góðri samvisku neitað því, að þetta séu
stórkostlegar framfarir á jafn-stuttum tíma,
aðeins 30 — 40 árum? — —
Bindindishreyfingin í Vesturheimi er orð-
in jafn gömul Góðtemplarareglunni, því eins
og kunnugt er, á sá félagsskapur rót sína
meðal Ameríkumanna. I Vesturheimi voru
ýms bindindisféiög stofnsett og starfandi
ofarlega á 19. öldinni og jafnvel á 18. öld-
inni, en með stofnun Góðtemplara-félags-
skaparins var aðalgrundvöllurinn lagður
undir bindindisstarfsemi vorra tíma.
Aldrei hefir jafn voldug bindindisalda kóm-
ið yfir Bandaríkin, eins og einmitt nú á yfir-
standandi tímamótum. Aldrei áður hafa
vínsölumenn mætt eins einhuga sterkri mót-
spyrnu í Ameríku og einmitt nú um ára-
mótin síðustu. Rá var það að menn gáfu