Templar


Templar - 11.12.1908, Side 1

Templar - 11.12.1908, Side 1
UPPLAG 3200 EINTÖK 21. árg. Kemur út hvern Miðvikudag. Kostar 2 kr. ú óri. Qeykjauik 11. 3)es. i908. Auglýsingaverð : 1 kr. þml. Afgr. Þingholtsstr. 23, Rvik. ! 48-49. bl. Bifrðst nr. 43. S",'i,e™7nrfS“’’ds' S/Æ/Æ/Æ/*/* '+■ ' '*/*■*/*/*' */*/*■' J j io. Januar. Það er merkisdagur í sögu lands vors 10. Janúar næstkomandi, því þá hefir Oóðtemplarareglan starfað hér í 25 ár, og enginn efi er á því, að aldrei hefir þarfari og betri félagsskapur flutst hing- að. Hún þótti eigi mikil eða merkileg fyrst, og hún þurlti að berjast við trölleíld- an vana og rótgróna hleypidóma En þó hafa leikar farið svo, að Reglan hef- ir borið sigur úr býtum og áfengið á að rek- ast úr landinu eins og hver annar óvætt- ur er hefir bakað því stórt og margvís- legt tjón. Og sá dómur er réttur, því aldrei hefir þjóðina hent meiri ógæfu, en er hún leyfði Bakkusi konungi að set- jast hér að. En nú eru veldisár lians talin, og það er Re^lunni að þakka, og hafi hún stór- þakkir fyrir. Og þjóðin á heiður skilið fyrir framkomu sína í málinu. Raó er því von að menn gleðjist 10. Janúar næstkomandi. Von að allirfagni yfir hinni blessunarriku starfsemi Regl- unnar, og yfir því, hvernig atkvæða- greiðslan féll 10. September í aðílutnings- bannsmálinu. Og templarar fagna þá. Allir þjóð- ræknir menn fagna. Herra biskup Þórhallur Bjarnarson hefir ritað préstum landsins svo hljóð- andi bréf: »Framkvæmdarnefnd Stórstúku ís- »lands heíir tjáð mér, að hún vilji á »sem virðuglegastan og hátíðlegastan »hátt minnast 25 ára aimælis Góð- »templarareglunnar hér á landi, sem »ber upp á sunnudaginn 10. Janúar »næsta ár. »Framkvæmdarnefndintelurþaðæski- »legt, að þessa þýðingarmikla og heilla- >>ríka atburðar í sögu þjóðar vorrar »sé minst i kirkjum landsins þennan »dag, og er eg henni samdóma um »það og álít vel fara á því, vilji prest- »ar gera það, og það þá á þann liátt, »er þeim þykir best við eiga. Þórhallur Bjartiarsom. Eins og menn sjá, heíir herra biskupinn leyft það að sungið sé »Te deum«, eða haldin sigurhróss og þakklætishátíð, og á herra biskupinn miklar þakkir skilið fyr- ir, og vonandi er, að um gjörvalt land verði sungið »Te deum« við allar kirkjur landsins. Templarar eiga að vinna að því af ítrasta megni. Hér í Reykjavík verður dagurinn hald- inn hátíðlegur á þennan hátí. Klukkan 10 árdegis verður haldinn fundur í Stórstúkunni og verður þar veitt stórstúkustig. Síðar um daginn verður sungið »Tedeum« í dómkirkjunni og stígur br. séra Haraldur Níelsson í stólinn, en templarar mæta til kirkju í skrúðgöngu og skrýddir einkennum. Klukkan ö verður blysför, á tjörninni ef veður leyfir, og kl. 8 um kveldið hefst margskonar fagnaður, og verður liann haldinn á einum þremur stöðum i bæn- um. Framkvæmdarnefnd Stórstúkunnar gengst fyrir hátíðahaldinu hér. Pað sem hér er sagt, er að éins lausleg áætlun, því nánari ráðstafanir er eigi farið að gera enn. BugleidingoF. Þær eru komnar fyrir noklcru, fréttirnar um afdrifaðflutningsbannsmálsinsvið hina almennu atkvæðagreiðslu um land alt. Síðast kom fregnin úr ísafjarðarsýslu. Þar greiddu 205 kjósendur atkvæði með aðflutningsbanni, en 37 á móti. Alls greiddu 4,850 atkvæði með bann- inu, en 3,218 á móti. Arangurinn er ótvíræður. Þjóðin hefir meó miklum meirihluta sýnt, að hún vill fá lögleitt aðflutnings- bann. Og meirihlutinn hefði án efa orðið miklu stærri en raun varð á, hefði þjóð- inni veitst kostur á að greiða atkvæði um mál þetta í næði. En það vita allir, að hin pólítiska bar- átta var óvenjulega harðfengleg í þetta sinn. Barist af öllum kröftum á báða bóga. Og það var sjálfsagt. Sambándsmálið var og er slíkt stór- mál, að ekki er mönnuni það láandi, að þeir hugsi alvariega um það. En af þessu leiddi, að bindindismál- inu, aðflutningsbannsatkvæðagreiðslunni, vóru ekki þau skil sýnd, sem vera ættu og sjálfsögð hefði orðið, ef menn hefðu haft næði til þess að hugsa um málið út af fyrir sig. í Norður-ísafjarðarsýslu, þar sem eng- inn kosningabardagi fór fram, af því að- eins einn maður bauð sig fram (Skúli Thoroddsen), og atkvæðagreiðsian fór fram á hreppskilaþingum, án nokkurs sambands við pólitík — par verður árangurinn af henni margfalt betri en nokkursstaðar annarsstaðar á landinu. Rað er aðeins ein skýring á þessum geisilega mismun á fylginu við aðflutn- ingsbannið : Rar sem bindindismálið fær að njóta sín fyrir hinn pólilíska öldugang, þar verður fylgi þess stórkostlegt. Oðru atriði má ekki gleyma út af atkvæðagreiðslunni um aðflutningsbanns- máliö. Enginn getur borið á móti því, að á- fengisbölið snertir mjög kvennþjóðina landinu. Og þegar þess er gætt, að sár- fáar konur gefa sig við drykkjuskap og kvennþjóðin verður samt að bera afar þungar byrðar og ósegjanlegt böl af drykkjuskap karlmanna — feðra, eigin- manna og sona —, þá getur enginn óbrjálaður maður borið á móti því, að atkvæði kvenna í aðflutningsbannsmál- inu — héfði þau verið greidd mundu hafa falliö bannlögunum alveg stórkost- lega í vii, svo mjög, að alveg gífulegur meirihiuti hefði orðið með bannlögunum. En þótt ekki væri tekið tillit tii annars en atkvæðafjölda þess, sem atkvæða- greiðslan blátt áfram sýnir, þá er engum blöðum um það að íletta, að þjóðin éigi fulla heimtingu á því, að bannlög séu þegar á næsta þingi samþykt. Ringfiokkur sá, sem nú er orðinn í meiribiuta, hefir undanfarandi talað svo stór orð um það, að þjóðin eigi að ráða, að samþykki hann ekki hikiaust bann- lög, þá getur hann ekki ætiast til þess, að þjóðin beri nokkurt truust til hans. En ekki viljum vér tempiarar að óreyndu draga í efa, að hann muni standa við sín loforð. Vér minnutn hann aðeins á það, hversu sjálfsagt það er að samþykkja þegar á næsta þing bannlög þau. sem þjóðin nú greinilega hefir látið í Ijósi, að hún heimtar a! löggjöfum sínum. Ein hliðiti á aðflútningsbannsmálinu er sú, sem snertir fjárhag landsins. Og aldrei getur það átt betur við en nú,að samjaykkja bannlög, ef litið er til fjár-

x

Templar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.