Templar - 11.12.1908, Side 3
T b M P L A k
191
síður en svo, að þetta dragi úr öðr-
um skaða, að það gerir að stórum
mun vont verra. Og sorglegt er
ti! þess að vita, að virðugiegur höf-
undur umræddrar greinar sé einn þeirra
sjóndöprustu, sem eg hefi komist í Kynni !
við, og skil eg ekki, að nokkrum öðrum
heilvita(l) manni hefði getað komið slík
fásinna til hugar, að það skaðræði. sem
aldrei hefir af sér leitt, og aldrei getur
af sér leitt, annað en tjón og bölvun
og gerir gys að allri sjálfsafneitun jafn-
vel hjá styrkustu sálum, skuli eiga að
verða uppeldismeðal til þroskunar í »að
hafa stjórn á sjálfum sér«. Er það lík
uppeldis regla og óvitum væri fengnir
beittir hnífar til að leika sér að, og ekki
hót sint, þótt þeir yrðu sér að skaða, —
í þeirri meiningu, að þeir lærðu þá að
minsta kosti að lokum að fara með egg-
járn! Jú, þeir hættu sjálfsagt að skaða
sig á því, þegar þeir væru búnir að fara
sér að voða fyrir fult og alt. Að láta
sér detta slíkt í hug, sem höf. setur
fram, er ekki eingöngu í fylsta styl öf-
ugt við alla reynslu, heldur og við alla
rökhugsun. — F*ví þótt öðru væri slept,
þá hlýtur það þó jafnan að vera meg-
inregla i öllu uppeldi, að þroska nem-
endurna gegn hinu skæðara böli með
því að venjast því vægara. En hér (þ.
e. í nefndri grein) stendur alt á höfði í
þessu atriði sem öðru, er að skýrleik
og skynsemd lýtur.
Höf. gerir ráð fyrir, eins og eg tók
fram, að sé áfenginu bægt frá, þá verði
afleiðingin sú, að seinni villan verði
verri hinni íyrri, að því leyti, að »við
munum að eins svala óhóflegum fýsn-
um okkar á annan hátt en áður.« l3að
er, öðruvísi orðað, að vér munum taka
upp einhver önnur nautnarmeðul: verð-
um ópíumsreykjendur, morfinistar, co-
canistar o. s.. frv. Pessi spá höf. er
hin versta hrakspá og lýsir mjög svo
óvíðfeldnu vantrausti á þroska þjóðar
vorrar, en þó er það enn verra, að hún
hefir alls ekkert við að styðjast nema
ímyndun höf. eina, og hygg eg, að það
sé býsna valtur grundvöllur. Því hvort-
tveggja er, að ópíum og önnur slík efni
hafa aldrei náð tökum á norðlægum
þjóðum, enda er það í fylsta skilningi
ætlun mín, að þjóð vor hafi nú náð þeim
menningar-þroska, að ekki sé hætt við,
að neinar slíkar spillingaröldur eigi fyrir
hendi að leggja hana undir sig, eftir því
sem nú verður séð. Og alls ókvíðinn
er eg þess, að sá menningar-þroski
breytist á nálægri framtíð í spillingar-
óhóf, eftir eðlisfari jjjóðarinnar, legu
landsins og öðru ástandi.
Enn segir höf., að sér þyki »líklegt. . .,
að jafnvel töluverðu muni verða laumað
inn« af víni í landió, þótt aðflutnings-
bannið verði komist á. En slíkt er út
í loftið talað, og má þvert í mót all-
ólíklegt teljast. að svo verði frá þeim
lögum gengið, að ekki verði mjög tor-
velt að koma upp jafnvel hinu minsta
broti. Og eru fylstu líkur til þess, að
menn munu láta sér svo segjast, að inn-
an örfárra ára frá því að aðflutningsbann
yrði lögleitt hér, þætti það stórtíðindi,
ef upp kæmist að áfengi hefði sést ein-
hversstaðar. — Og sfst tnundi þá, eins
og sagt hefir verið, yrigri kynslóðin, sem
þá hefði ekki vanist á áfenginu, sækjast
neitt fremur eftir því, en vér t. d. sækj-
umst efttr ópíum og öðrum nautnar-
meðölum, sem óþekt eru hjá oss.
Að endingu segir höf.:
^Pað hefir ekki ósjaldan reynst svo,
þar sem bannið hefir verið lögleitt, að
það hefir verið leitt úr lögum, vegna
leyniiegrar vínsölu.«
Það mér frekast er kunnugt, eru þessi
orð höf. í rauninni staðleysi, sem annað
í ofannefndri grein, er hér hefir tekið
ti! athugunar. Pykist eg það kunnugur
framsókn bindindisins um heirmnn, að
óhætt sé að skora á höf. að sanna mál
þetta með sögulegum rökum, og mun
eg ósmeykur mæta þeim. En að hinu
skal eg engar getur leiða, hvað þessari
staðhæfingti höf. valdi helst: miskilning-
ur, heilaspuni eða fáfræðí, enda hugsa eg,
að fæstir láti sér það miklu skifta.
Lýk eg svo orðastað mínum við höf.
þennan, og bið lesendur afsökunar á
því, hvað mér hefir dvalist við ekki
merkilegri athöfn. P. B.
Tvæi nýungar.
frá menningarinnar heimi.
1.
Ór í brinaum í stcina staö.
Skrautfýsnin er eitt þeirra •fyrirbrigða« í
heiminum, sem aldrei þreytist á því öld
fram af öid, að bregða sér sífelt á nýan og
nýan leik »í allra kvikinda líki«, sem hugs-
anleg eru. Og má léttilega rekja sögu tild-
ursins og hégómans hvort heldur allra lengst
fram í fornöld menningarþjóðanna eða nið-
ur til sár-lægstu villijajóða nútimans: ávalt
nýar og nýar myndir skrautgirni og hé-
góma-tilhalds. — Síst af öllu eru þó menn-
ingar-þjóðir vorra tíma undanþegnar þessári
erfðasynd; og hefir hún aldrei verri verið.
Og mætti að vísu svo sýnast, sem vér vær-
um nú sem óðast að berast aftur að upp-
hafseðli kynfeðra vorra langt fyrir framan
alla sögu (eftir því sem þeir eru taldir af
lærðum mönnum nú), þ. e. að apa-eðlinu,
þar sem einmitt eftirhermugirnin virðist vera
langsterkasti þátturinn í allri skrautgirni nú-
tímans, og meira að segja næstum eingöngu
látið sitja við nýungina og eftiröpunina eina.
Hlýtur hver maður við þetta að kannast;
og þarf ekki lengra að fara en til allra
hinna óteljandi »móða«, sem viðstöðulaust
fljúga út um heiminn í nýum og nýum
myndum; og er hver sá svo að segja dauða-
dæmdur af almenningsálitinu sem ekki til-
biður þenna farandfugl, hversu andstyggi-
legur sem honum kann að finnast hann;
og megum vér veslings íslendingar telja
oss það meir en tilvinnaudi að vera álitnir
standa »fyrir utan menninguna*, og vera
lausari við þetta óhugðarok en nokkur önn-
ur jjjóð, eða flestar. — Þó skal því hins
vegar ekki neitað, að að geti borið þau
fyrirbrigði í búningutn, háttum eða skrauti
einnig á vorum tímum, sem verulega inega
fögur og prýðileg telja; enda mætti og
teljast »stórfurðulcgt<, ef slíkt bæri aldrei að.
Eitt slíkt undantelcningar-dæmi er sú ný-
lunda, sem fyrir ailskömmu er farið að
tíðka, að greypa í gimsteina og perlna
stað í skrauthringa — og það ekki ein-
göngu í arm- heldur jafnvel einnig í hand-
hringa — örsmá úr með afar-viðkvæmri og
vandaðri gerð. En miklu eru þessi úr
dýrari en önnur bæði vegna smæðar og
vöndunar, svo að mörgum hundruðum
króna nemur. Og hljóta því slíkir hringar
að vera afardýrir gripir. En langt er þá
hugvitið búið að teyma úrgerðina frá fyrstu
mynd sinni, þegar farið er að brúka úr
á stærð við stein í hring eða perlukorn.
II.
Svcrtingiar litaðir bvítir mcð rafmagni.
Önnur nýlunda miklu merkilegri er sú,
að læknum hefir tekist að lita Svertingja
hvíta. Er sú aðferð til þess notuð, að
Svertinginn er látinn »sitja fyrir« og sterk-
um rafmagnsstraum beint á einhvern sér-
stakan stað á hörundi hans; og fer þá svo,
að eftir nokkurn tíma tekur sá staður, sem
fyrir rafmagninu verður, að smálýsast; og
er þá tekinn annar fyrir, og svo koll af
kolli, uns maðurinn er allur búinn að fá
annan lit. Pó er enn ekki svo langt kom-
ið, að unt sé að lita Svertingjana hvíta á
þennan hátt, heldur verða þeir að eins
Ijósmórauðir; en hat'a þó tekið býsna
miklum stakkaskiftum.
Enginn þjóðflokkur er í svo litlum met-
um hjá meuningarþjóðunum eins og Svert-
ingjar, einkum i Aineríku. Eii þar er mjög
margt af þeim, og enda mest fyrir utan
þeirra upphaflega heimkynni: Afríku. En
síðan þessi uppfundning er komin á gang,
reyna allir Kams* niðjar, sem nokkurs úr-
kostar hafa, að hagnýta sér hana, og láta
sem fyrst þvo af sér niðurlægingarmerkið í
rafmagnsstraumnum. — En hver hefir sinn
djöful að draga; óg svo mun lengst verða
með veslings Svertingjana. Bví fyrst og
fremst er rafmagnsþvotturinn hvergi nærri
fullnægjandi, sem sagt var; og þess utan
verður Svertinginn lengst þektur á vextin-
um, eins og asninn á eyrunum, — þó
aldrei nema litnum verði breytt. Og er
því alls ekki útlit fyrir að ofannefnd upp-
götvun reynist einhlít til þess að jafna yfir
fyrirlitningu og hrakninga menningarþjóð-
anna á Svertingjum; þótt vel megi hún
verða til þess að draga þar nokkuð úr. —
Þ. B.
Nýar bækur.
Barnasögur II. Rv. 1908 32 bls.
(Gefin út af Unga íslandi.)
Kver þetta flytur, eins og titillinnber
með sér, barnasögur. í því eru. fjórar
sögur, Gullgæsin, Hans og Greta, Gott
dæmi og Páfagaukurinn og eru sögurn-
*) t’að er gömul skoðun, að Svertingjar séu
afkoniendiir Kams Nóasonar, sem varð fyrir bölv-
un föður síns.