Templar


Templar - 11.12.1908, Side 4

Templar - 11.12.1908, Side 4
192 TEMPLAR ar við barna hæfi og verða því hiklaust vinsælar meðal barnanna. Barnabók Unga Islands IV. Hafn- arf. 1908. 64 bls. 8vo. í hefti þessu er úrval af sögum og kvæðum Jónasar Hallgrímssonar, en eins og geta má nærri, er eigi nema fátt eitt af Ijóðum skáidsnillingsins í svo litlu riti. En það er vel valið, og bókin ágæt barnabók, er mælir best með sér sjálf. Sumargjöf IV. ár. Útgefendur : Bjarni Jónsson frá Vogi og Einar Guunarsson cand. phil. Rv. 1908. 77 bls. 8.vo. Sumargjöf þeirra Bjarna og Einars er fjölskrúðug að efni, og hafa margir lagt þar orð í belg., 15 rithöfundar alls, Og um margs konar efni: Mest eru það skáldin er þar rita, og láta þau óspart fljúga í kveðlingum, og eru margir þeirra góðir. A meðal höfundanna má telja Sigurð Jónsson á Arnarvatni, Huldu, Andrés Björnsson, Jónas Guðlaugsson og Þorgils gjallanda. Fremst í bókinni er nýtt lag eftir Kristján Kristjánsson héraðslæknir á Seyðisfirði við »Yfirkald- an eyðisand«, og síðast í bókinni er skemtileg og gagnorð lýsing á Vest- manneyum eftir Helgajónsson grasafræð- ing. Framan við bókina eru myndir af 9 íslenskum skáldum, þeim Helga Hálf- dánarsyni, Stgr. Thorsteinsson, Matth. Jochumssyni,Kristj. Jónssyni, Vald. Briem, Jóni Ólafssyni, Indriða Einarssyni, Gesti Pálssyni og Þorst. Erlingssyni. Bókin er eiguleg í alla staði. Hvað er að frétta? Gíu ára ininningar-Dátíð héit ungiingastúkan »Svava« nr. 23 hinn 4. þ. m. Bræðurnir Árni Jóhannsson, Jón Helgason og Jón Árnason fluttu ræður. Ýmislegt fleira var þar til skemtunar, svo sem samspil á fiðlu og harmonium, söngur upplestur, giímur o. fl. Eftirfarandi kvæði var ort fyrir hátíðina: Að taka snemma beina braut að björtu’ og fögru miði, það gefur seinna þrek í þraut og þrótt með hjartans friði. Á vorin, þegar vel er sáð, þá vaxa’ að sumri biómin. Er æskan vex að vizku' og náð, þá veitist elli sóminn. Nú horfum vér á beina braut, að baki árin tíu; á frækorn góð, er féllu’ í skaut og fengu ijós og hlýju; hér vaxa þau í vermireit er vetrar kyljan næðir, unz lýsir sumar-sólin heit, er sannan þroska glæðir. Vor stúka kær, nú stigum vjer á stokk að fornum siði og strengjum heit til styrktar þér, að starfa og safna Iiði; að halda fast og fara beint und félagsmerki björtu og trú þér reynast ljóst og leynt, svo lýíi barna hjörtu. mautialát. Á Sunnudginn var andaðist str. Kristjana Jónsdóttir kona br. Helga Sveins- sonar bankastjóra á ísaiirði úr lungnabólgu. Var mjög sviplegt um lát hennar, og kom þar á óvart hinum mörgu vinum hinnar látnu, því þótt hún hefð' verið lasin áður, þá var hún sögð á góðum batavegi, en henni sló niður aftur. Str. Kristjana var dóttir Jóns sál. Sigurðssonar á Gautlöndum og alsystir br. Kristjáns Jónssonar háyfirdómara og þeirra systkina. Hún var frammúrskarandi vinsæl kona, og heimili þeirra víðfrægt fyrir gest- risni sína og góðar viðtökur. Og fyrir Regluna og stúku sína á ísafirði starfaði hún mjög mikið, enda var hún, eins og hún átti kyn til að rekja, mjög starfsfær og hafði óbilandi starfsþol. Reglan hefir því mist mikið, og má sakna hennar sárt. Þau hjónin áttu átta börn, sem öll eru í ómegð. Ucrðattdi ttr. 9 ætlar að halda afmæli sitt, eða ef til vill réttara að orði komist, árshátíð sína, á þriðjudaginn kemur. Verður þar margt til fagn- aðar, og fá allir meðlimir ókeypis aðgöngumiða hjá fjármálaritara stúkunnar br- Ólafi Rósenkrans á Mánudaginn og Þriðjudaginn kemur. í forstöðu- nefnd fyrir afmælinu eru brœðurnir Sighvatur Brynjólfsson steinsmiður, Halldór Jónsson bánka- féhirðir og Pétur Zóphoníasson og systurnar frú Ástríður Petersen og ungfrú Gunnþórunn Hall- dórsdóttir. Torstöðumaður stjórnarnefndar Holdsveikraspítal- ans í Laugarnesi er skipaður Klemens Jónsson iandritari í stað Júlíusar Havsteens amtmanns er hefir sagt af sér starfinu. Gamlir ttcningar fundust í haust í Geldingaholti í Skagafirði, Elsti peningurinn er þýskur og frá árinu 1588. Alls eru þeir 41 talsins. Stúkatt Uíkiltgur nr. 104 hélt fjögra ára afmæli sitt 8. þ. m. í Báruhúsinn. Br. Einar Þorsteins- son setti hátíðina og las upp svohljóðandi sím- skeyti er stúkunni hafði borist. uStúkan Víkingur nr. 104 Bárubúð, Reykjavík. Þökk fyrir umliðna starfsemi. Heill, blessun og sigur fylgi framtíð þinni Skjaldbreið nr. 117". Þá flutti br. Ólafur Kristófersson minni íslands og br. Jón Jónsson minni stúkunnar. Br. Ólafur prestur Ólafsson flutti ræðu fyrir minni Reglunnar. — Þá varð alment ntálfrelsi er þeir notuðu sér br. Guðm. Magnússon og Indriði Einarsson. Str. Stefanía Guðmundsdóttir las upp kvæði er heitir „Huldukonan á Meyarnúpi", og var hinn besti rónntr gerður að því, enda les str. Stefanía vel upp. Br. Einar Indriðason söng tvo einsöngva, og Friðfinnur Guðjónsson lék „Eintal fiðluleikarans" og þótti mönnum hvorttveggja góð skemtun. — Dansað var auðvitað á eftir. /. Kr. — £au$n trá cmboctti hefir Maririo Hafstein sýslu- maður í Strandasýslu fengið frá 1. Apríl næst- komandi, og er-sýslan auglýst laus. Ibúar á ísafirði voru 1802 við manntal er þar fór fram í haust. f fyrra voru þeir 1650 en árið þar áður 1600. fbúðarhús eru þar nú 144, í fyrra voru þau 138 en í hitteðfyrra 131. Vestri segir að margir er hafi ætlað til bæarins hafi orðið að hætta við það vegna húsnæðisleysis. GrÚIOfUÖ eru Jón Kristjánsson nuddlæknir og ungfrú Emilía Sighvatsdóttir (bankastjóra). Um 100 bCStar hafa, að því er Vestri skýrir frá verið fluttir frá Islandi til Danmerkur, og fer álit islenskra hesta þar vaxandi. JÍUKaÚtSOÖr á ísafirði nema í haust um 16000 kr. en 1907 voru þau 11300 kr. og 1906 voru þau 8000 kr. Hafa hækkað um helming á tveim- ur árum og stafar það af barnaskólanum. OfCCðrÍð er var 14. f. 111. hefir víða gert skaða. í því fórst Breiðaflóabáturinn Geraldine er getið var í síðasta blaði og þar druknuðu jjrír menn, í sama veðrinu strandaði botnvörpuskip hjá Miðvík (í Aðalvík) á Ströndum. Um morguninn er menn komu til sjávar sáu menn skipið, og voru þá þrír menn lifandi um borð en ómögulegt | var að bjarga þeim, og skipið var svo sokkið, að j eigi var unt að sjá nafn skipsins. Á öðru botnvörpuskipi tók út tvo mennina, en skipverjar náðu þiem litandi úr greipum sjávarins. Fjórtán botnvörpuskip flýðu inn á Þingeyri, og eitt skip rakst þar á bryggjuna og skemdist ; talsvert. Kirkjan á Reykjum í Ölfusi fauk og nam stað- ar í einu kirkjugarðshorninu. Mesti hluti fjár bóndans Einars Gottsveinssonar i á Hjarðarnesi á Kjalarnesi hrakti í sjóinn og víðar hrakti nokkrar kindur I sjó t. d- í Gröf hjá Birni hreppstjóra Rjarnarsyni. Bátar stórskemdust víða eða þá mölbrotnuðu. Á Isafirði brotnuðu margir bátar, og á Mýrum sleit upp vélarbát er bændur þar keyptu í vor, og mölbrotnaði báturinn. Skaðinn víst mikið meiri en til er frétt enn. Samsæti var haldið hér í Góðtemplarahúsinu 7. þ. m. í tilefni af atkvæðagreiðslunni um aðflutn- ingsbannið og voru þar viðstaddir yfir 100 templ- arar, auk framkvæmdarnefndar stórstúkunnar er þangað hafði verið boðið. Br. Jóhann Jóhannesson hafði gengist fyrir þessum fagnaði og bauð hann framkvæmdarnefndina velkomna. Br. Árni Gísla- son leturgrafari mælti fyrir minni stórtercplars og séra Friðrik Friðriksson fyrir minni framkvæmdar- nefndarinnar. Br. Indriði Einarsson talaði fyrir mínni Sigurðar Eiríkssonar og br. Halldór Jónsson fyrir minni kvenna. Br Þórður J. Thoroddssen þakkaði-og br. Pétur Zóphóníasson talaði fyrir minni Jóhanns Jóhannessonar. Str. Kristín Símonar- son talaði um kvenfrelsi og br. Jón Þórðarson flutti langt erindi um „Hotel ísland". Br. Sig. Eiríksson joakkaði fyrir sig. Br. Indriði Einarsson skýrði þeim frá því, hvernig hagað mundi hátíða- haldinu 10. Jan. næstk. - Br. Borgþór Jósefsson mintist þriggja elstu félaga Reglunnar: br. Frið- bjarnar Steinssonar, br. Ólafs Rósenkranz og str. Þorbjargar Hafliðadóttir. — Að síðustu töluðu þeir br. Jóhann Jóhannesson og br. Pétur Zóphó- níasson nokkur orð. Samsætið fór vel fram. — J. Vinnautn mikilmenna. Skáldum og öðrum stórfeldum andans mönnum er oft hættara til drykkjufýsnar en öðrum. Og hafa slíkir menn oft við miklu meira að stríða í þeim efnum en almenningur gerir sér í hugarlund. Veltur þá á ýmsu, annaðhvort að þeir sigra vínfýsnina eða vínfýsnin sigrar þá. — Skal eg leyfa mér að tilfæra dæmi nokkurra stórmenna, auk þeirra sem eg hefi áður getið, er illa hafa verið leiknir af hendi vínnautnarinnar: Marlowe, enskt stórskáld, hefði eflaust átt mikla og mjög glæsilega framtíð fyrir höndum; og er honum jafnað til stærstu skálda heimsins. En vegna ofdrykkju lifði hann alla tið í basli miklu; og var loks rékinn í gegn fullur í áflogum 29 ára að aldri. Byron lávarður, hið heimsfræga enska stórskáld, var drykkjumaður frá unglings- aldri. Og komst hann þá þegar í svo miklar skuldir fyrir fyllirí og aðra óreglu, að þegar hann var um tvítugt námu skuldir hans hér um bil 200 þúsundum króna í vórri mynt. Var þá nokkru seinna gengið að honum; og varð hann þá að selja hið ágæta bókasafn sitt og annað hið dýrmætasta af eigum sínum,—fyrir Baccus

x

Templar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.