Templar - 01.05.1910, Side 3

Templar - 01.05.1910, Side 3
T E M P L A R. 27 bindindismenn liverja taug. Þrír flokk- ar berjast um völdin: »frjálslyndir(( og »jafnaðarmenn« eru með banni, en »hægri«, sem til þessa hafa haft valdið i efri málstofunni, eru andstæðir. Sigri báðir fyrnefndu flokkarnir — og þess óska allir bannmenn — þá líður ekki langt um þangað lil Sviþjóð fetar hin frægu íótspor íslendinga i bardaganum gegn skæðasta óvini mannkynsinsins, hamingjunnar og lifsgleðinnar. Fundarályktanir um aðflutningsbannið. Pramkvæindaneftui Stórstúku íslamls heimsótti Kennaraskólann í Reykjavík siðastl. þriðjudagskvöld, 19. þ. m., til þess að ræða um aðflutningsbannslögin o.ll. Fundurinn var allfjölsóttur af nem- endanna hálfu og urðu þar fjörugar um- ræður um málið, sem allar lj'stu mjög miklum áhuga á því og einbeittu fylgi við bannlögin. Fundinum stýrði Sig- urður Kristjánsson, l'ormaður »SkóIafé- lags Kennaraskólans«. Halldór Jónsson, hankagjaldkeri, hóf umræðurnar með snjallri en stuttri ræðu. Al' hálfu kenn- ara-efnanna töluðu, auk fundarstjóra, þessir: Helgi Salómonsson, formaður »Ungmennaíélags Kennaraskólans«, Guð- mundur Olafsson, Kristján Sigurðsson, Pétur Einarsson og Friðrik Hjartarson. Meiri hluti þessara manna, sem og yfir höfuð kennara-efnanna, stendur fyrir ut- an G.-T.-Regluna, og því gleðilegra var að lieyra hinar snjöllu ræður þeirra og röksemdaleiðslur fyrir nauðsyn bannlag- anna; var auðheyrt á þeim öllurn, að þeir höfðu óvenjulega glöggan skilning á málinu og að þeir höfðu athugað það mjög grandgæíilega frá báðum hliðum, engu að síður mótbárur þær, er fram liafa komið gegn því, en meðmælin. Af háll'u framkvæmdarnefndarinnar töluðu, auk málshefjanda, þeir Jón Árna- son prentari og Jón Pálsson organisti. Á fundinum komu fram þannig liljóð- andi yfirlýsingar: »Fundur nemenda Kennaraskólans i Reykjavík 1910 lýsir yfir þeirri skoðun sinni, að aðflutningsbann á áfengi muni verða binni íslenzku þjóð til ómetan- legrar blessunar og heitir þvi að gera alt sem auðið er til að styðja það mál meðal íslenzkrar alþýðu.« — Samþ. með 18 shlj. atkv. »Bindindisfræðslu í barnaskólum tel- ur fundurinn nauðsynlega og vill styðja ]iað mál.« — Samþ. með 32 shlj, atkv. Bannvinum hefir þannig enn bæzt fritt og öflugt lið, sem hinni íslenzku þjóð mun óhælt að treysta til að standa á verði gegn hvers konar tilraun, er liafin verður móti framgangi bannlaganna og væri óskandi, að fleiri skólar landsins fetuðu i fótspor kennaraskólans í þessu efni. Næsta blað keniur út ‘20. maí. Að norðan. »Teinplar« hefir í'arið þess á leit við mig, að ég sendi honum nokkrar línur og mintisl helztu viðburða hér nyrðra, innan vébanda Reglunnar og í nánd við liana. Ég gel með mestu ánægju orðið við þessari beiðni, þvi að útgefendur »Tpl.« eiga það sannarlega skilið, að þeir séu styrktir af reglusystkynum þeirra, cins myndarlega og þeir fara af stað. Þau fáu hlöð, sem komin eru út af þessum árgangi »Templars«, eru svo myndarleg að efni og frágangi, að allir liljóta að hlakka til að lesa hann í fram- tíðinni. Reglunni er sómi að sliku hlaði, og ómetanlegt gagn, sé það keypt og les- ið. Pess vegna ætti liver einasti templ- ar að lesa það og fá aðra til þess að gera það líka. En þvi miður eru alt ol' litlar fréttir héðan að norðan. Mótstöðumenn bann- laganna láta lítið til sín taka og starfi þeir eitlhvað, sem ég reyndar efasl mik- ið um, varast þeir að láta sjá sig, þar sem Reglan nær til. Orsökin mun vera sú, að þeir eiga fáa forvígismenn hér, og þar sem þá vantar, verður lítið úr framkvæmdum. Af þessu leiðir, að starfsemi Reglunn- ar er minni út á við, en vera mundi, ef við eitthvað væri að keppa. Svo er hamingjunni líka fyrir að þakka, að bannlögin hafa liér svo mikið fylgi með- al almennings, beinlinis og óbeinlínis, að Ingólfur og »attaníossar« Þjóðvarnar eiga lítið erindi lil hans. Og svo lítur út sem þeir fáu — ef þeir annars eru nokkrir —, sem kaupa Ingólf, skammist sin fyrir að hrófla honum nokkuð eða kenningum hans. Svo illræmdur er hann. Reglan á líka liauk í liorni, þar sem ungmennafélögin eru. Samþykt síðasta fjórðungsþings norðlenzku ungmennafé- laganna sýnir það ljósasl, að þau fylgja bannlögunum í orði og verki og að Regl- an má vænta öruggs fylgis frá þeim í framtiðinni og er það vel farið. Það sannar og líka, að spár þeirra manna, sem álitu að frelsiskenningar Þjóðvarnar mundu falla í góðan akur, þar sem ungmennafélögin væru, voru á engum likum bygðar. Æskulýður lands- ins ergæddur svo heilbrigðum hugsunar- hætti og hollari þekkingu, að hann læt- ur ekki ginnast af: --ormsmognum ávöxtum andans litilmcnna.— Hann kann að greina kjarnann frá hýðinu; veil hver ábyrgð býður hans í framtiðinni. Alþýða manna er farin að skilja hversu þýðingarmikið spor það er, sem hún (þjóðin) er að stíga, þar sem hún er að lyfta drykkjuokinu af lierðum sér. Henni skilst alt af betur og betur, að það er þjóðþrifaspor og hvað í húfi er, verði nokkuð hopað frá liinu setta marki. Bindindis- og bannlagabaráttan er búin að fá annan svip í augum þeirra, er fyrir utan Regluna standa, en hún hafði fyrir skömmum tíma síðan. Þjóðin fylgist belur með málinu og þess vegna vex fylgi þess óðum. Álit Reglunnar hefir líka vaxið stór- um við það, að henni tókst að koma bannlagafrumvarpinu í gegnum síðasta þing. Nú fyrirverður liver ærlegur mað- ur sig lyrir að bera þær sakir á hana, að hún sé hræsnisfélag,óhcilt og vanmegn- ugt, sem alstaðar hopi af hólmi. Það vopn liefir ætíð verið liæzt á lofti i liönd- um þeirra inanna, sem barisl hafa gegn henni og ekkert liafa þekt til starfsemi templara. Og þegar þjóðin ler að at- huga málið hleypidómalaust, þarf eng- inn að efast um það, að hvaða niður- stöðu lnin kemst. Þegar umdæmisstúkan var stofnuð liér á síðasta sumri, var óefað stigið spor i framfaraáttina og líklegt er, að hún staríi mikið er stundir líða og lienni vex fisk- ur um hrygg. En aðkvæðalítil er hún enn þá, sem von er lil, þar sem lnin er ung, félílil og fámenn. — Taldi á síðasta þingi 51 félaga—. Starfsmenn hennar eru liinir sömu templarar, sem starfa mest í undirstúkunum; umdæmisstúku- störfin bætast við það, sem þeir höfðu áður, sem þó var ærið nóg og mætti það vel verða til þess að draga úr starf- semi hennar í framtíðinni. En nái um- dæmisstúkan að verða tengiliður milli stúknanna hér við Eyjafjörð, er mikið unnið. Komið liefir til tals, að umdæmisstúk- an gerði lit mann til að heimsækja und- stúkurnar utan Akureyrar og kynna sér horfur bindindismálsins i kringum þær, en ekki hefir orðið al þvi enn, aðallega vegna fjárskorts. En orð eru til alls fyrst. Framkvæmdirnar koma á eftir. Vegna timaskorts getur þelta ekki orð- ið lengra nú. Fréttir al’ stúkunum og fleira skal ég hugsa til að senda »TpI.« við fyrsta tækifæri. Bróðurlegast. Halldór Friðjónsson, frá Sandi. Hvað er vissasti farsældarvegurinn? (Brot íir erindi lluttu á fundi i stúkunni )>Sigyn« i Mcdallandi 2. jnn. 1910). Þegar hin áhyggjulausa og sólbjarta von- arbraut æskunnar þrýtur, þá blasa margir vegir við æskumanninuni, meira eöa minna glæsilegir og einlivern þeirra veröur hann aö ganga. Ilann velur sér þá þann veginn, sem hann liyggur beinastan lil farsældar- innar; liann leggur út á liann i þeirri glöðu von, aö honum takist aö öðlast hamingjuna. En þetta hepnast misjafnlega; margur veg- urinn veröur þvi grýttari sem hann cr leng- ur genginn og mörgum verður liamingjan laus i hendi, þó aö þeir þykist hafa höndl- að hana. Feguröin, sem þeim þólti blasa viö sér aö upphafi, veröur oft eigi annaö cn tælandi draumur, og sjá þcir þá uin seinan, aö þetta var ekki rétti farsældarvegurinn. En einuin af farsældarvegunum er svo varið, aö iitið ber á lionum í fyrstu og því fara margir framhjá honum, enda er liann ekki eins glæsilegur, íljótt á litið, eins og inargir hinna. En þeir, sem velja sér þenn- an veg, komast brátt aö raun um, að það er rétti vegurinn. Eftir því sem þeir ganga hann lengnr, þá greiðist hann, og á honum

x

Templar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.