Templar - 03.07.1910, Page 3
TEMPLAR.
39
dóttur; það elzta var 12 ára, en það yngsta
að eins árgamalt. Þau voru bláfátæk, því
maðurinn hafði verið mjög drykkfeldur.
Pegar konan fæddi yngsta drenginn, var á-
standið á heimilinu svo aumt, sakir óreglu
mannsins, að kona í næsta húsi sá aum-
ur á henni og tók að sér drenginn fárra
nátta gamlan. Hinir drengirnir, ásamt
systur þeirra, voru áfram hjá foreldrum
sínum.
Fyrir nokkru höfðu þó heimilisástæðurn-
ar breyst nokkuð til batnaðar. Maðurinn
fór í bindindisfélag áður en hann fór til
fiskiveiða og hann aflaði vel, svo kona hans
tók nú drenginn aftur heim til sín, því
hún var farin að treysta því, að í framtíð-
inni mundi henni vegna vel. Hún hafði
ekki hlakkað til nokkurar hátíðar með jafn-
miklum fögnuði og þeirrar, sem nú fór í
hönd. Hún hafði heitið því, að gleðja eldri
drengina með ofurlítilli gjöf, ef faðir þeirra
kæmi heim glaður og heilbrigður og hefði
aflað vel. Og til þess að auka enn meir
á gleði þeirra, hafði hún lofað þeim til
kirkju, svo þeir gætu séð fermingarathöfn-
ina, því, sem kristin móðir hafði hún ekki
gleymt því, að innræta þeim lotningu fyr-
ir guðs orði og góðum siðum. Þeir ósk-
uðu því, eins innilega og börnum er títt,
að faðir þeirra kæmi nú heim sem allra
fyrst. En tíminn leið og kl. 5 síðd. höfðu
þau engar fregnir fengið af skipinu, sem
faðir þeirra var á, en um kl. 6 kom mað-
ur nokkur með þau tíðindi, að skipið væri
búið að hafna sig og hefði aflað prýðisvel
og allir skipverjar væru heilir heilsu og
voru það mikil gleðitíðindi fyrir alla hlut-
aðeigendur.
Tveir elztu drengirnir báðu nú móður
sína leyfis að fara til móts við föður þeirra
og fagna honum og var það auðsótt, en
hún áminti þá um að hraða sér, svo unt
væri að nálgast það, sem þyrfti til hátíð-
arinnar, áður en búðum væri lokað. Og
svo hlupu drengirnir á stað til móts við
föður sinn.
Tíminn leið mínútu eftir mínútu og
hvorki komu drengirnir né faðir þeirra og
engin fregn barst um hvað tefði þá. Hún
háttaði tvö eldri börnin og lagði þau til
svefns og tók yngsta barnið í fang sér og
settist út við gluggann og horfði út á göt-
una, sem lá heim að húsinu.
Einhver óljós grunur, einhver hræðileg
hugsun greip nú móðúrhjartað. Hún mint-
ist þess, að hún hafði margoft áður vakað
og beðið hans undir svipuðum kringum-
stæðum. Von og ótti háðu harðan bar-
daga í huga hennar, en svo hefði óttinn
náð yfirtökum og sigrað, orðið að fullri
vissu, þegar eiginmaðurinn, faðirinn, kom
heim síðla nætur og einn eða fleiri drykkju-
félagar hans með honum og oftar hefðu
leikslokin orðið þau, að hún hefði leitað
á brott með börnin, til þess að forða sér
og þeim frá illri meðferð.
Klukkan rúmlega 8 komu drengirnir
labbandi heim götuna, en faðir þeirra var
ekki með þeim og er þeir komu í herberg-
ið til móður sinnar, þurfti hún ekki að
spyrja, henni var nóg að sjá sorgina, sem
iýsti sér svo glögt á ásjónum þeirra og
heyra gráthljóðið, sem braust út um leið
og þeir stundu því upp, að faðir þeirra
væri mjög drukkinn ásamt fleirum og hðfði
hann rekið þá heim með harðri hendi, en
neitað að koma sjálfur. Þetta voru þung-
bærar fréttir fyrir hana. Enn þá einu sinni
sá hún fegurstu vonir sínar verða að éngu.
Hún duldi sorg sína sem bezt hún gat og
hughreysti drengina eftir mætti og þó þeir
grétu þangað til svefninn hertók þá, þá
veittist þó móðurhjartanu hvíld, er hún sá
börnin öll hvíla áhyggjulaus í örmum svefns-
ins. Hann hafði hrifið þau burt frá sorg-
inni í bili. Hún ætlaði sér að vaka og
bíða eftir manni sínum og leið svo fram
eftir nóttinni.
Konan, sem tók yngsta drenginn til
fósturs, bjó í næsta húsi og var að eins
lítill grasflötur milli húsanna. Þessa sömu
nótt vaknaði hún ásamt móður sinni, er
bjó í sama húsi, við hljóð og köll, er líkt-
ist því, er barn, sem dottið hefir og meitt
sig, kallar hljóðandi á hjálp.
Hún flýtti sér í fötin og þegar hún kom
út, sá hún þá sýn, er hún kvað sér aldrei
mundi úr minni líða, svo átakanleg var
hún. Úti á grasfletinum stóðu þrír eldri
drengirnir á tómri skyrtunni í næturkuid-
anum og hrópuðu grátandi á hjálp og sá
yngsti þeirra kallaði á móður sína. Kon-
an spurði þá, hvar móðir þeirra væri, en
það vissu þeir ekki. Hún spurði þá líka
um föður þeirra, en þeir svöruðu einungis
með því að benda á húsið. Hún flýtti sér
inn í húsið og fann þar húsbóndann í á-
flogum við annan mann, talsvert ölvaðan.
Hún kallaði til þeirra í ómjúkum tón og
spurði, hvað orðið væri af konunni og 2
börnunum, en fékk auðvitað ekkert svar.
Hún fór þá að leita í húsinu og fann kon-
una innílokaða í klefa, sem notaður var
til geymslu. Þangað hafði hún flúið í
dauðans ofboði, til þess að forða sér og
þeim við óþægindum. Hún sagði svo frá, að
um kl. 2 um nóttina hefðu tveir menn
komið heim með manninn hennar fullan
og viti sínu fjær. Þeir hefðu látið sér
nægja, að koma honum inn fyrir dyrnar
og fóru svo leiðar sinnar. Hún kvaðst
hafa reynt með öllu móti að sefa hann,
en hann hefði hamast sem óður væri, brot-
ið bollapör og ýmislegt annað lauslegt, er
hann náði í. Hún kvaðst ekki hafa kom-
ist út vegna barnanna til þess að leita
hjálpar; en þá hefði maðurinn komið og
lenti þeim undir eins saman í skömmum
og áflogum og hefði hún þá notað tæki-
færið til að forða sér og börnunum, en
drengirnir hefðu vaknað við vondan draum
og er þeir sáu föður sinn í barsmíðum við
annan mann upp á líf og dauða og móðir
þeirra horfin, hefðu þeir hröklast upp úr
rúmunum og hlaupið út, til þess að leita
hjálpar, án þess að gera sér grein fyrir,
hvaða afleiðingar það hefði að íara svona
á sig komnir út um hánótt.
Meðan þetta gerðist, hafði gamla konan,
móðir nágrannakonunnar, sótt drengina og
náð íföt þeirra; hafði hún sótt þau meðan
áflogin og ryskingarnar stóðu sem hæst.
Lýsti hún þeim aðgangi svo, að þótt hún
hefði nú rúm 70 ár að baki sér og margt
séð og misjafnt reynt, þá tæki þó þessi
hvítasunnunótt öllu því fram.
Ekki linti áflogunum fyrr en aðkomandi
menn komu og gengu í milli og skildu ó-
róaseggina og fór sá, er aðkomandi var,
leiðar sinnar, en tveir menn sátu eftir til
að gæta húsbóndans og undir dagmál valt
hann út af sofandi. Svo komust börnin
innan skamms til rekkju og allir komust
í svefn, nema vesalings drykkjumannskon-
an; hún gat ekki gleymt þvi, sem skeð
hafði um nóttina, því enn þá einu sinni
hafði hún orðið fyrir hinum hörmulegustu
vonbrigðum.
Hátíðisdagurinn rann upp, bjartur og
fagur. Allir keptust við að búa sig til
kirkjunnar, fyrst fermingarbörnin og að-
standendur þeirra, svo og fjöldi annara
manna, eldri og yngri, nema vesalings
mædda móðirin; hún varð að sitja heima
hjá drengjunum sínum. En það sannaðist
á þeim, „að leggur drottinn líkn með þraut“.
Yonbrigðin um að komast ekki til kirkj-
unnar urðu þeim ekki svo mjög tilfinnan-
leg, því svefninn veitti nú, sem oftar, líkn
sína og þeir nutu áhyggjulausir hvíldar í
skauti hans þangað til síðla dagsins. Þeir
fengu að vísu enga hvítasunnugjöf og þeir
komust ekki til kirkjunnar, en þeir fengu
fyrir hjálp góðra manna nóg að borða og
um kveldið voru þeir orðnir kátir og glað-
ir og undu betur hag sínum, en vænta
mátti, eftir alt, sem á undan var gengið;
en barnslundin er létt og hún er fljót að
ná sér eftir mótlætið.
En faðir þeirra raknaði úr rotinu laust
fyrir sólarlag, veikur og vansæll bæði á
sál og likama.
Þegar kona hans mintist síðar á þessa
raunasögu, bætti hún við: „Lífið hefir
orðið mér þung byrði og ég er orðin þreytt,
en samt á ég þó eina von, sem ég óska
og trúi að úppfyllist á sínum tíma og hún
er sú, að sá tími komi, að enginn áfeng-
isdropi komi til þessa lands, því þá veit
ég að börnunum mínum er borgið, svo
hvorki þurfi þau að lifa sjálf eða vera þess
valdandi, að aðrir þurfi fyrir þeirra sakir
að lifa aðrar eins hörmungastundir og ég
hefi lífað síðan ég varð eiginkona og móðir".
Saga þessi, sem nýlega átti sér stað í
einu kauptúni hér á Suðurlandi, sýnir það
ljóslega, að seint verður ofsögum sagt af
allri þeirri eymd, er drykkjuskapurinn hefir
í för með sér; en sárast er þó að horfa á
saklaus börnin líða fyrir ávirðingar feðr-
anna. Því miður, er þessi saga ekki eins
dæmi. Daglega verða menn sjónarvottar
að slíku og heyra sagt frá jafn-raunalegum
sögum, sem þessi er.
Hverju sætir það, að nokkur skuli finn-
ast meðal íslenzku þjóðarinnar, sem ekki
vill leggja fram krafta sína til þess að út-
rýma þessu böli sem allra fyrst. P.
Frá útlöndum.
Héraðasamþyktirnar útbreiðast í
Bandaríkjum N.-A. — Við næstu kosning-
ar í Arkansas er álitið, að dagar þeirra
317 veitingahúsa, sem nú eru þar, séu taldir.
Báðar deildir þingsins eru fylgjandi rikis-
banni og mikill meiri hluti héraðanna hafa