Templar - 30.03.1912, Blaðsíða 1

Templar - 30.03.1912, Blaðsíða 1
TEMPLAR. XXV. Reyjavík, 30. marz 1912 5. blað. Stefnuskrá Good-Templara. I. Algerð afneitun allra áfengisvökva til drykkjar. II. Ekkert leyfi í neinni mynd, hversu sem á stendur, til að selja áfengisvökva til drykkjar. JII. Skýlaust forboð gegn tilbúningi, innflutningi og sölu áfengisvökva til drykkjar; forboð samkvæmt vilja þjóðarinnar framkomnum í réttu lagaformi, að viðlögðum þeim refsing- um, sem svo óheyrilegur glæpur verðskuldar. IV. Sköpun heilsusamlegs almenningsálits á máli þessu, með ötulli útbreiðslu sannleikans á alla þá vegu, sem mentun og mannást eru kunnir. V. Kosinng góðra og ráðvandra mantia til að framfylgja lögunum. VI. Staðfastar tilraunir til að frelsa einstaklinga og bygðarfélög frá þessari voðalegu bölvun, þrátt fyrir allskonar mótspymur og örðug- leika, þar til vér höfum borið sigur úr být- um um allan heim. „Gjallhorns"-maðurinn byrjar 50. tbl. blaðs sins, er út kom 16. jan. þ. á. með eftirfarandi klausu, er sýnir allra bezt hugarfar, röksemdir, of- slæki, æsing og munnsöfnuð brennivíns- manna: »Þrælalögin illræmdu gengu í gildi 1. janúar síðastl. sem kunnugt er, illu heilli fyrir land vort og þjóð. Þau eru einn allra svartasti bletlurinn í siðmenningar- sögu íslands á síðari öldum, endemisá- vöxtur af æsingastarfi manna er hafa misþyrmt góðu málefni (hófsemi og bind- indi) í þeirra þarfir, og afvegaleitt með því fjölda manna út á glapstigu og skræl- ingjavegi. Úr því þau eru komin í gildi er þess að óska, að þau geri landi og þjóð sem minsta bölvun og svívirðing að unt er, og að augu þjóðarinn opnist svo að hún brjóti aftur fljótt af sér þá þrældóms- hlekki er hún hefir verið svo auðtrúa að leggja á sig með þeim. Með því sýndi hún menningarbrag og manndóms- lund og bætti aftur fyrir skammsýni sitt.« Þessu þarf ekki að andmæla, það gerir það sjálft miklu betur og mun vissulega fá verðugt svar hjá almenningi. IVJLyndasafn „Templars"'. Bannmálið og ríkjastjórnendurnir. Eins og lesendum »Tpl.« er kunnugt, samþykli »AIþjóða-bannlaga-félagið« á fundi sínum í Haag í fyrra að senda á- skorun stjórnendum allra ríkja í heimi. Þessa erindis er getið i 17. bl. »Tpl.« f. á. Stjórn félagsins sendi áskorunina 16. jan. 8.1. og hefir nú þegar fengið nokkr- ar móttókuviðurkenningar. Á heimför Georgs V., Englakonungs, frá Durbar á Indlandi, skýrði ritari hans frá því, að erindinu hefði verið veitt móttaka í Buekingham-höllinni og inn- anríkisskrifstofan að Whitehall í Lund- únum ritar félaginu 13. febrúar: Sira Jens Fálsson. Br. sira Jens Pálsson í Görðum á Alftanesi er fæddur 1. april 1851 i Dagverðarnesi á Skarðs- strönd. Foreldrar hans voru Páll Jónsson Malthiesen, síðast prestur í Arnarbæli og kona hans Guðlaug Porsteinsdnttir. 2. nóv. 1873 vígð- ist hanu aðstoðarprestur til íöðurs síns. Fékk Pingvelli 1879, Útskála 1886 og Garða 1895. Sira Jens hefir gegnt földa mörgum trúnaðarstörf- um fyrir kirkju og þjóðfélag; var skipaður pró- fastur árið 1900, sat i handbókarneínd, heíir verið pingmaður, fyrst Dalamanna 1891—1899 og siðan 1909 fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu, og forseti eíri deildar á síðasta þingi. Hann kvæntist 11. júni 1874 Guðrúnu Péturs- dóttur, organleikara, Guðjohnsens i Reykjavík. Hefir þeitn hjónum ekki orðið barna auðið, en alið hafa þau upp mörg fósturbörn. Heimili þeirra hefir jafnan verið gestrisnis- og fyrir- myndarheimili, og njóta þau bæði hjónin al- mennrar hylli. Br. síra Jens Pálsson cr gamall og góður templar. Hann var einn af stofnendum stúk- unnar »Framför« nr. 6 í Garði og varð pá þegar umboðsmaður hennar 16. jan. 1889. Hann hefir jafnan fylgt bindindismálinu af alhug, bæði á alþingi og annarsstaðar. Hann sat á stórstúku- —1&03. — Væri óskandi, að ungu prestarnir og þingi 1901 og 1905, og var Stór-Kapilán 1901 prestaefnin vildu vinna að málefni voru eins alvarlega og hann hefir gert »Mér er falið af ríkisritaranum að til- kynna yður, að erindi Alþjóða-bannlaga- félagsins, er samþykt var á þingi þess og stílað til konungsins ásamt öðrum fylgiskjölum, hafi Hans Hátign sent rik- isritaranum og verði því veitt tilhlýðileg athygli í þeirri stjórnardeild«. Fyrir hond Vilhjálms II. Þýzkalands- keisara, hefir þýzka sendiherranum í Lundúnum »verið falið að tilkynna með þakklæti móttöku bréfs, dags. 16. jan. með fylgiskjölum, sem félagið hafi verið svo velviljað að senda Hans Hátign keisaranum«. Ritari Alberts konungs í Belgíu skrif- ar svo fyrir hans hönd 22. jan.: »Þér hafið sent konunginum bréf, ds. 16. þ. m. og meðfylgjandi skjöl, sam- kvæmt ákvórðun þings Alþjóða-bannlaga- félagsins. Ég hefi þann heiður, að skýra yður frá því að samkvæmt fyrirmælum Hans Hátignar, hafi bréf yðar og skjöl verið afhent rétlum stjórnardeildum. — »Þér hafið, herra forseti, sannarlega mína fylstu virðingu«. Einkaritari Hans Hátignar Gústafs V. Svíakonungs, ritar 8. febr. i Stokkhólmi: »Hans Hátign, konungurinn í Svíþjóð hefir falið mér að tilkynna yður móttöku bréfs yðar, dags. 16. f. m. ásamt fylgi- skjölum og láta yður vita, að Hans Há- tign hefir mjög mikinn áhuga á málinu og þakkar yður mjög fyrir bréf yðar. Bréfið hefir verið afhent viðkomandi sænskum stjórnarvöldum og rilin sömu- leiðis, og þeim, er síðar verða send, mun vissulega verða veitt nákvæm athygli«. Einkaritari Hans Hágófgi, Dom Manuel D'Arriaga, forseta í Portúgal, skrifar frá Lissabon 7. þ. m.: »Hans Hágöfgi, forselinn, færir yður þakklæti silt fyrir umburðarbréf yðar þ. 16. f. m. frá bannþinginu, sem hann á- lítur eitt hið bezta fyrir heill mann- kynsins«. Einkaritari Madero, forseta i Mexico, skrifar 1. f. m.: »Forseti lýðveldisins hefir veitt mót- töku yðar eftirtektarverða bréfi, dags. 16. f. m. og til svars segir hann, að hann hafi lesið með áhuga um mál þau, sem þar eru gerð að umtalsefni, og að stjórn- in hafi tekið þau atriði, sem henni leist bezt fallin i bardaganum gegn drykkju- lestinum, eins og yður mun kunnugt af blöðum þessa lands. Meðfylgjandi skjöl, sem þér halið sent oss, hafa verið af- hent innanríkisráðherranum, til þess að þau verði athuguð og annað, er þér kynnuð að senda í framtiðinni, svo alt verði að finna undir sömu dagsetning, er þessu máli viðvikur.« Ríkisskrifstofan í Washington ritar 6. f. m. fyrir hönd Tafts forseta: Sljórnardeildin lætur þess getið, sam- kvæmt fyrirmæluvn forsetans, að bréfi yðar, dags. 16. f. m. hafi verið veitt mótlaka ásamt yfirlýsingu samþyktri af 2. þingi Alþjóða-bannlaga-félagsins, sem háð var í Haag 10.—16. sept. 1911«. Erindi þetta er um að veita bannmál- inu meiri athygli en áður og gangast fyrir alþjóða bannsamtökum og að al-

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.