Templar - 30.03.1912, Blaðsíða 4

Templar - 30.03.1912, Blaðsíða 4
20 TEMPLAR. TELEGRAM! EnS;r Vi forœrer 2000 Kr. i Prœmier. For at gore vore Varer bekendt overalt, bortgiver vi til enhver, som kober hos os: et Anker-Remonloir Herre- eller Dameuhr eller en anden værdií'uld Genstand, paa Betingelse, at enhver vedlægger en Bestilling paa en Fortrinlig Diana imit. Guldkæde og samtidig indsender Belobet derfor 1 Kr. 65 0re pr. Postanvisning eller i Frimærker. — Forsendelsen sker altid aldeles omgaaende pr. Post. ===== Husk, at der med enhver Forsendelse medfolger gratis et Uhr eller en anden vœrdifuld Genstand. Forsendelsen sker franko overalt. Vort store Pragt.-Katalog ovcr alle Arter Varer, vedlæfrges enhver Forscndelsc. Skriv straks t C. Christensens Varehus, Saxog’ade 50, Kobenhavn ’V. Grundlagt 1895. Griuullagt 1895. ItGædevævei* EdLling, Viborg-, Danmark sender Portofrit 10 Al. sort, graat, mörkblaa, mörkgrön, mörk- brun finulds Ceviotsldæde til en ílot Damekjole, for kun 8 Kr. 85 Öre, eller 5 Al. 2 Al. br. sort, mörkblaa, graanistret Renulds Stof til en solid og sinuk Herredragt for kun 13 Kr. 85 Öre. Ingen Resiko! Kan ombyttes eller tilbage- tages. — Uld köbes 65 Öre Pd., strikkede Klude 25 Öre Pd. Fréttir. H e i m s e n d i r. Saga eftir C. A. W. Það var miðdegisverðarhoð hjá kansellfráð- inu. Allir höfðingjar bæjarins voru þar sam- an komnir, og þó ég væri nú fremur neð- arlega í mannvirðingastiganum, var ég samt líka mættur. Það var staðið upp frá borðum. Veitingarnar voru ágætar og miklar og menn voru örir i skapi. Karlmennirnir höfðu farið fram f hliðarherbergið til þess að drekka kaffið og reykja góðan vindil, og þegar reykjarmekk- irnir þyrluðust um herbergið, hófst samtalið. »Heyrið, herrar mínir!« greip kansellíráðið fram í umræðurnar; »munið þér eftir degin- um, þegar heimurinn átti að farast?« »Nei!« var svar flestra og þeir litu brosandi á spyrjandann, og bjuggust við að eitthvað mundi koma á eftir spurningunni. »Já, vinur vor, Smith læknir, man það eins og það hefði gerst í gær, og ég er sannfærð- ur um, að hann muni segja okkur lftilsháttar um þann dag. Er það ekki rétt, herra læknir?« «Agætt! Læknirinn hefir orðiðU hrópuðu ýmsir hinna viðstöddu. En læknirinn leit brosandi á kansellíráðið og sagði: »Eigum við ekki að láta það bfða þangað til einhvern tíma sfðar—?« »Æ, nei, segið okkur söguna straxU hróp- aði bæjarfógetinn; hann var fjörmaður og var alstaðar þar sem glaðværð og kátína var á ferðum. »Það er víst ekki um öngvit eða blóðtökur, læknir góður?« »Nei, svo vitlaust er það nú ekki«, svaraði hann. »Ja:ja, ég verð þá líkléga að segja ykkur söguna og ég vona, að þeir, sem koma við söguna, verði ekki reiðir við mig þegar ég segi samkvæminu frá þessum þýðingarmikla degi í lffi mínu.« »Er það um gleði eða sorg?« spurði fógetinn. »Nú getið þér heyrt og dæmt svo sjálfir. — Hljóð, herrar mínir!« »Eins og yður er máske kunnugt, þá er ég ættaður frá Alaborgar bygðinni, þar sem faðir minn er læknir. Ég tók burtfararpróf við Ála- borgarskólann. I góðu skapi, með peninga í vasanum og meðmælingarbréf til nokkurra mætra manna í höfuðstaðnum, hélt ég, fyrir nokkrum árum, innreið mína í Kaupmanna- höfn. Og þá var ég kominn út í heiminn, eða réttara sagt, inn 1 heiminn, og er ég hafði skoðað bæinn í nokkra daga fór ég fyrir al- vöju að hugsa um námið«. »E( það hefir verið þegar heimsendirinn átti að verða? þá finst mér að réttara hefði verið að sjá hverju fram yndi, áður en þér tókuð til óspiltra málanna«, greip fógetinn fram í. »Nei, við verðum, eins og sjómennirnir segja, að heyja nokkrar orustur áðuf en við náum markinu. Við verðum að fara lengra aftur í tfmann. Ég hleyp yfir þau áhrif, sem ég varð fyrir í bænum og það, sem þar gerðist fyrsta kastið; en til þess að þið getið fengið rétta hugmynd um það atvik, sem hér á að gera að umtalsefni, þá er nauðsynlegt að byrja á byrjuninni.« »Við tökum eftir«, sagði kansellfráðið. »Eitt af meðmælunum, sem ég hafði með- ferðis, var til H. stórkaupmanns. Ég fór einn dag í beztu fötin mín og heimsókti hann til þess að afhenda honum bréfið. Hannvarheima og tók mér vingjarnlega. Hann var æskuvin- ur föður mfns, og brátt hófst fjörug samræða um ýmislegt. er gerst hafði í æsku þeirra o.s.frv. Ég stóð þar við í hálfa klukkustund, og er ég kvaddi, bað hann mig að koma bráðlega aftur. Ég lofaði því og efndi það trúlega; mér geðjaðist mjög vel að manninum. Stórkaupmaðurinn var ekkjumaður og bjó með dóttur sinni, kyrrlátu og þægilegu lífi.— Ég varð þar brátt eins og heima hjá mér og ég segi það satt, að mér leið hvergi betur en þar, og afleiðingin varð sú, að ég var um langt skeið þar daglegur gestur*. — »Var það stórkaupmannsins vegna eða dóttur hans?« spurði bæjarfógetinn. »Það er nú samvizkuspurning*, hélt læknir- inn áfram. »1 byrjuninni var það gamli, þægi- legi maðurinn, sern dró mig að sér;—en ég get ekki varist þess, að það var meðfram snert- ur af nýjungagirni. Fyrsta daginn, sem ég heimsókti hann, sagði hann mér, að hann ætti dóttur, sem færði alt í haginn fyrir hann. En gamli maðurinn var aðgætinn—, hann faldi hana fyrir mér; annaðhvort var hún ekki heima eða hún var ekki viðlátin ;— það virðist svo sem hann hafi fyrst viljað fá fullkomna þekk- ingu á mér, áður en ég fengi að sjá dýrgrip- inn«. »Mjög hyggilega gert«, hrópaði kansellíráð- ið ; sþannig mundi ég hegða mér ef ég ætti dóttur og ungur stúdent á yðar reki kæmi til mfn«. »Engar persónulegar árásir, herra minn!« greip fógetinn fram í fyrir honum. »Áfram með söguna«. (Framh.). Stjórnarpkrá og aukalagafrumvarp fyrir nndlrstúkur eru nú nýprentuö meö öllum nýjustu breyt- ingum og viðaukum. Fást hjá Stór-Kltarn og kosta 20 aurn. Br. Guöm. Ólafsson, kaupm. á Akureyri, umboðsm. st. „ísafold" nr. 1, fór t.il út- landa í vetur í verzlunarerindum og kom hingað með „Botniu" síðast og fór land- veg heim til sín úr Borgarnesi. Hann lét vel yflr ferð sinni. Hann kom víða við í Noregi. Hann kvaðst hafa átt tal við menn í Noregi um bannlögin hór, einkum viðskifta- og iðnrekendur, og hefðu þeir allir lokið lofsorði á það fyiirtæki íslend- inga og væru þó margir þeirra engir bind- indismenn. Það væri alt annar andi í mönnnm þar en sumum hér á landi. Sigurjón Friöjónsson frá Sandi hefir ritað góða og rökfasta grein um bannmálið sem nú er að koma í „Lögréttu". Hana ættu allir að lesa og andbanningar ekki sízt. TrÚIofuð eru br. Einar G. Olafsson gull- smiður og str. Kristín Sigurðardótlir. Tpl. óskar þeim til hamingju. liaupið, le§ið og útbreiðið T e m p 1 a r. Ritsljóri og áliyrgðarmaöur: •JOn Arnason, prentari. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.