Templar - 14.07.1914, Page 2

Templar - 14.07.1914, Page 2
38 TEMPLRA. „Templar“ kemur út á hverjum 20 daga i'resti, minst 18 blöð. Verð árg. 2 kr., er borgist 1. júli. Utsölum. fá 50 a. i sölul. Afgreiðslu og innheimtu annast Jón Árnason, Box: A 21, Reykjavik. Afgr. Smiöjustig 5. 1912 í árshyrjun kom aðflutningsbann- ið í gildi, samkvæmt lögunum 1909, en áfengissalar höfðu þá vitanlega aflað sér allmikilla birgða, til þess að no'ta út söluleyfið. 1913 var borið upp á alþingi, að leggja nú undir atkvæði þjóðarinnar, hvort bannlögin skyldu haldast. En sú tillaga var feld með 22 atkv. gegn 2. Pó voru hinsvegar sett iög, sem heim- iluðu sendiræðismönnum erlendra þjóða aðflutning áfengra drykkja til heimilis- notkunar. Var það gert eftir tilmælum frönsku stjórnarinnar í kurteisis skyni, með því að augljóst var, að það gæti alls ekki dregið úr nytsemi bannlaganna1 *. 31. desbr. 1914 verður útrunnið sölu- leyfið, sem lögin 1909 heimiluðu. t*á endar þetta íslenzka þrjátíuárastríð. 1. jaoúar 1915 öðlast bannlögin sitt fulla gildi, þá á íslenzka þjóðin fullum sigri að hrósa, þeim sigri, sem þegar hefir borið orðstír hennar víðari vegu en hennar margkunna fornaldarfrægð. Tóbaksbindindi. Spár. Þegar I.O.G.T. var að breið- ast út hér á landi þóttust margir sjá þar öflugan óvin gamalla og illra venja og því var spáð margsinnis, að tækist Templurum að bola víninn burt, mundu þeir taka tóbakið fyrir á eftir. Á nú þessi fyrirboði óvinanna að ræt- ast eða er æskilegt að hann rætist? Tóbaks- Að tóbaksnauln er til ills má nautn hiklaust svara játandi. Vísinda- skaðleg. ]eg rannsókn á málinu er að vísu skamt komin, en allar þær athug- anir, sem gerðar hafa verið, hafa leitt í Ijós sömu sorgarsöguna, að tóbak er skaðlegt fyrir líkama og sál. Rannsókn- Meðan áhrif áfengis á líkam- ir vanta. ann voru lítið rannsökuð, ve- fengdu margir skaðsemi þess, en nú gerir það enginn. Eins má ganga að því vísu, að ef hægt væri að koma á vis- indalegum rannsóknum á áhrifum tó- baks á líkama og sál, mundi það leiða í Ijós margan sorglegan sannleikann, sem nú er hulinn. Nikótín er mörgum sinnum sterkara eitur en áfengi. Einn dropi af því nægir til að drepa fíl. Að maður bíður ekki bana af því að reykja sterkan vindil stafar af því, að mest af nikótíninu rýkur burtu, en þeir anda því að sér, sem i reyknum sitja. í tó- baki eru líka fleiri eiturtegundir, t. d. blásýra, sem er eitthvert allra sterkasta eitur sem til er. Til þess að þreyta lesendur ekki á upptalningum, læt ég mér nægja að benda mönnum á bók, sem tóbaksbind- indisfélögin í Danmörku hafa gefið út og heitir »Tobakens Bekæmpelse«. At- 1 Petta er skoðun þeirra, sem samþyktu konsúlabrennivínið. Lesendunum er kunn ! atstaða blaðsins í því máli. Rilstj. huganir Steins kennara í Vestmanna- eyjum benda á, að ekki sé ótímabært að hefjast handa móti tóbakinu á voru landi. Siðspill- Fyrir rúmum mannsaldri þótti ing. það hin mesta prjTði að vera ölv- aður, og ódruknir menn gerðu sér jafn- vel upp ölæði til þess að vekja ekki hneyksli. Nú hefir vindillinn náð því virðingarsæti, sem Bakkus hélt forðum. Tóbaksmontið keyrir fram úr öllu hófi og er orðið landplága, þótt versnað geti frá því sem er. Það er annars þýðing- arlaust að fara í samjöfnuð milli vins og tóbaks. Hvorttveggja er voðalegt á sína vísu. Merkur dómari í Noregi tók sér eitt sinn fyrir liendur að rannsaka, hvað kæmi þjófunum til að byrja að stela. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að með flestum af þeim þjófum, sem fyrir hann liefði verið stefnt, hefði tó- baksnautnin verið upphafió að þessum ógæfuvegi — börnin stælu til þess að svala tóbaksílönguninni. Menn hafa stimplað tóbaksnautn sem upphaf fleiri glæpa, en ég læt mér nægja sem fyr að vísa í »Tobakens Bekæmpelse« viðvíkj- andi siðspilling þeirri er af tóbaksnautn leiðir. Pað má þó segja tóbakinu til iofs, að það gerir menn ekki óða, en það sljófgar og gerir fólk, einkum ung- linga, kærulausa og andvaralausa. En er ónefndur allur sá óþrifnaður, sem tóbaksnautn liefir í för með sér, en um hann vilja menn fara sem fæstum orð- um. Fjáreyðsla Eilt af því, sem mælir öflug- °fl lega með útrýmingu tóbaks, er pjóaprif. alt það ógrynni fjár, sem varið er til tóbakskaupa. IJað nemur i minsta lagi J/2 milj. króna árlega. Upphæðin er tekin nokkuð áf handahófi. Þegar finna skal hana, ber að margfalda tó- baksþungann, sem seldur er í landinu, með útsöluverðinu á viðkomandi teg- und og draga síðan toll og nettó-ágóða frá. Upphæðin verður í raun réttri miklu hærri en 1h milj. Það væri ekki lítilsvert fyrir vora fámennu þjóð, sem býr á stóru landi með miklum framtíð- armöguleikum, en þar sem flest gæði náttúrunnar eru ónotuð, að geta lagt fyrir V* milj. til nýrra og fullkomnari framleiðslufyrirtækja, og því stórfeng- legri upphæð er þelta þegar þess er gætt, að eigur landsmanna eru einar 60 milj. Þjóðarauðurinn mundi margfaldast á skömmum tíma og aíleiðingar af bættum efnahag vera framfarir á öllum öðrum sviðum. I3egar verið var að kveða nið- ur vínið, var aldrei gert nægilega mikið úr fjársparnaðinum, en fáum árum eftir að hætt er að selja vín, mun sparnað- urinn koma fram í auknum framkvæmd- um, og það enda þótt margir þeir, sem fræknastir hafa verið í því að sólunda eigum sinum og annara fyrir vín, séu siðferðislega gerspiltir menn og kunni ekki með fé að fara. Meiri og fljótari árangur mundi sjást af því að spara tó- bakskaupin. Tóbaksmenn er ekki hægt að stimpla siðferðislega spilta, þótt þeir hafi þann löst, en til tóbakskaupa er ekki varið minni uppbæð en fyrir vín. Bezta ráðið til að auka framleiðsluna og höfuðskilyrðið til þess að auka þjóð- arauðinn er sparsemi. Til framleiðsl- unnar þurfa þrjú öfl: jörð (náttúruna), vinnu og auð. Landið okkar er ónotað. Fólkið er vinnulaust. Það vantar pen- inga, og peningar fást ekki nema þeir séu sparaðir saman. Framleiðslan hefir aukist með ári hverju, en eyðslusemin haldist í hendur við liana. Velmegun og auðlegð er því minni en vænta befði mátt. En þegar féð sparast, leitar það af sjálfsdáðum út í framleiðslu og við- skifti þar sem það gefur beztan arð og framleiðslan og auðurinn eykst og marg- taldast. Próf. Westergaard fer svofeld- um orðum um þetta atriði í bók, sem notuð er til kenslu í Kaupmh.háskóla: »Hugsi menn sér að íbúar tveggja landa með sömu velmegun og sömu skilyrð- um til framleiðslu séu ólíkir hvað spar- semi snertir, verður efnahagurinn fljótt ólíkur. Búi í landinu nokkuð efna- manna, sem gera litlar kröfur til lífsins, safna þeir á einu einasta ári miklum ágóða, og til þess að verða arðbær, jrarfn- ast hann vinnu. Afleiðingin verður, að verksmiðjum og nýjum framleiðslufyrir- tækjum er komið á fót. Vinnulaunin stíga, renta lækkar og mikil framleiðsla lækkar verðið á vörunum, svo kaupgeta verkalýðs eykst. í landi þar sem arð- inum af framleiðslunni er eytt, safnast ekki nýtt »kapítal«. Þar eru engar fram- farir, alt stendur í stað og verkamenn fá ekki auknar tekjur«. Erlent Það er því meiri ástæða til auðvald. þesss að við gefum þessu alriði gaum, sem útlent auðvald hefir svo að segja spent járngreipar um alla atvinnu- vegi landsins og viðskifti þess við önn- ur lönd. Margar beztu framtíðarauðs- uppspretturnar eru seldar út úr landinu og fólkið flýr hópum saman óbygt landið vegna fjáreklunnar og kyrstöðu í at- vinnuvegunum. Barátta ÖIl sú ógæfa, sem tóbakið hafin. hefir í för með sér, og all það gott, sem leitt gæti af því að losna við það, hefir vakið hreyfingu í flestum sið- menningarlöndum, sem miðar að því að útrýma tóbaki með öllu. Hér á íslandi á hreyíing þessi einkum fylgismenn í skólunum, og hefir enn ekki fengið það fylgi þjóðarinnar, sem liún á skilið. Unglingareglan er elzta tóbaksbindindis- starfsemi liér á landi. En beinn árang- ur af starfi Unglingareglunnar í þá átt er hverfandi lítill. Orsökin er sú, að mest álierzla hefir verið lögð á vínbind- indið og takmarkið með tóbaksbindindis- starfseminni ekki sett nógu hátt. Þegar stúkurnar hafa slept af börnunum liend- inni við fermingaraldurinn, hafa þam flest farið að reykja. Fjarri er því að það sé einkis vert að aftra börnum fram til 14 ára aldurs frá tóbaksnautn, en þetta erfiði tekur aldrei enda, ef tóbak- inu er ekki útrýmt með öllu, og tóbak er ekki að eins skaðlegt á aldrinum frá 0—14, heídur líka á vaxtarárunuin 14—

x

Templar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.