Templar - 14.07.1914, Síða 4
10
TEMPLAR.
og sjóher og sé það jafngildandl gagnvart
foringjum og undirmönnum". Tillagan var
samþykt með 85 atkvæðum gegn 29.
Markvert álit er birt í danska „Háskóla-
blaðinu" eftir Mikael Larsen, bæjarlæknir
í Ivaupmannahöfn:
Engin eiturtegund, segir hann, dregur
jafnmikið úr líkamsþróttinum eins og á-
fengið, já, veikir líkamann svo mjög, að
óhætt er að fullyrða, að berklaveikin væri
ekki til ef megnið af þjóðinni væri í al-
gerðu bindindi.
í sömu grein lætur Larsen í ijósi það
áiit, að bindindisiæknar geti unnið miklu
meir að útiýmingu berklaveikinnar en
heilsuhælin.
Norska stórþingið »þurkað«. Þess mun
ekki langt að bíða, að þingið banni allar
áfengisveitingar á veitingastofum sínum.
Þar hafa brennivínsveitingar verið fyrir
löngu bannaðar og nýlega hafa forsetarnir
fyrirskipað eftir bendingu frá bindindis-
flokknum, að þar skuii að eins daufar öl-
tegundir veittar. Formaður bindindisflokks-
ins tilkynnir nú, að innan skamms muni
vínsöluleyfið verða tekið af veitingastaðnum.
Ástæðan til þessa er bannið gegn vín-
veitingunum í hernum. Menn álitu, að
þegar þeir hefðu gert slíkar ákvarðanir
gagnvart öðrum, þá yrðu þeir að beita
sjálfa sig því sama.
Ö kuhúsið.
Eftir Jules Verne.
(Framh.).
Banks undirbjó brottför sína meðan þeir
höfðust þetta að. í þetta sinn var Betwafljótið
tvo kílómetra að breidd og athugaði hann hinn
bakkann í kíki, til þess að sjá út heppilegan
stað til lendingar og það tókst honum skjótt,
en hann var kvíðinn fyrir hinum miklu straum-
um 1 fljótinu. Það var að minsta kosti nauð-
synlegt að stefna upp f strauminn, til þess að
vinna þannig á móti því sem hann flytti lestina.
Jafnskjótt og þeir voru aftur komnir heim
úr skóginum, gaf Banks merki til að leggja af
stað og fíllinn tók nú á rás; hann óð út í
vatnið og öslaði áfram með húsin á eftir sér.
Ferðamennirnir heyrðu nú sams konar háv-
aða og þann, sem vakið hafði hjá þeim svo
illan grun um nóttina. Þeir sáu hvar einhvers
konar hundrað verur komu út úr skóginum,
skældu sig 1 framan og sveifluðu löngum
handleggjum út í loftið.
»Apar!« kallaði Hod kapteinn og rak upp
skellihlátur. »Þetta hafa þá verið apar!«
»Hvað vilja þeir?« spurði Mac Neil.
»Auðvitað ráðast á okkur«, svaraði kapteinn-
inn og þreif byssu sína.
»Nei«, mælti Kalagani, »það er engin hætta.
Þeir vilja líklega að eins fá flutning yfir fljótið.
Dýrin nálguðust hægt og hægt í þétturn
hópum. Þeir voru svarthærðir á skrokkinn,
en umhverfis bera andlitið þeirra voru hvít
hár, eins og pfpukragi, sem gerði þá skoplega
ásýndum.
Stálfíllinn var rétt í þann veginn að leggja
út í sjálft djúpið og aparnir komnir að húsun-
um. Þeir tóku nú alt í einu undir sig stökk,
náðu lestinni og hlupu eða klifruðu upp á hús-
in og settust annaðhvort á þökin eða bak fíls-
ns, Þeir sátu meira að segja fremst fram á
hálsi og rana fllsins og uppi á turninum; þeir
sátu þarna rétt eins og svölur á síma, yfirleitt
alstaðar þar, sem þeir gætn tekið sér taki með
hinum fjórum höndum sínum. Hod kapteinn
og Foks voru frá sér numdir af gleði; það lá
við að þeir byðu gestunum inn.
Að minsta kosti gengu þeir ósleitilega í
sykurskáp hr. Parazards, til að gæða hinum
ferhentu frændum sínum og matsveinninn varð
að láta alvarlega til sín taka, svo að forðanum
yrði ekki alveg eytt. Þeir urðu því að láta
sér nægja með að heilsa öpunum; þeir tóku
ofan fyrir þeim, tóku í hönd þeirra og töluðu
við þá.
Meðan þessu fór fram stríddi stálfíllinn móti
straumnum; eftir hálfa stundu náðu þeir að
hinu landinu, en varla hafði ffllinn snortið
land, er aparnir stukku niður og hurfu.
»Þið hefðuð að minsta kosti átt að segja
þakk«, kallaði Foks á eftir þeim; en þeir létu
það nú vera!
13, knpítuli.
Þann 29. sept. tók flllinn að feta upp fyrstu
hæðadrögin í Vindhyafjöllunum. Ferðamenn-
irnir voru nú komnir á það svæði, þar sem
þeir þurftu að vera varir um sig. í héruðun-
um milli Vindhyafjalla og Satpurafjalla hafðist
við allskonar iliþýði og nótt og dag varð að
halda vörð.
Vegurinn var eigi langur frá nyrðri tak-
mörkum Vindhyatjallanna til Yalbpur, tæpir
100 kílómetrar; en það var heldur ekki hægt
að fara eins hratt og áður; þarna voru brattar
hæðir, vegurinn ósléttur og krappar bugður á
honum. Banks áleit, að ekki yrði farið hrað-
ar en 14—20 kílómetra á þeim 10 stundum,
sem ferðast var á degi hverjum.
Daginn eftir sáu þeir í fyrsta skifti vilta fíla.
Tvö af 'þessum ranadýrum, eins og Matthías
van Guitt mundi hafa komist að orði, gengu
eftir veginum fyrir framan ökuhúsið; þeir viku
til hliðar svo það gæti komist framhjá, en fóru
svo aftur á veginn og gengu á eftir því í
nokkurri fjarlægð og fóru jafnhratt stálfílnurn.
Ferðamennirnir gengu út á aftursvalirnar til
að athuga dýrin. Það var ánægjuleg sjón að
sjá þessi dýr þarna í heimahögum sínum, og
eflaust var mikið af þeim þar í fjöllunum.
Meðan ferðamennirnir athuguðu fyrstu tvo ffl-
ana, bættust fleiri við og að einum fjórðung
stundar liðnum, voru þeir orðnir 12. Þeir
voru f hér um bil 50 metra fjarlægð og gerðu
sér ekkert far um að koma nær, en það myndi
þeim hafa verið hægðarleikur að fara fram úr
stálfílnum, því fíllinn hleypur 25 kílómetra á
klukkustundinni, og á jafn ósléttum vegi og
þarna var stálfíllinn fremur seinfær. En auð-
vitað var það, að eigi var það ætlun fílanna
að reyna afl sitt við stálfflinn, þeir eltu að
eins. Stundum ráku þeir upp öskur og dró
það fleiri að og kl. 1 voru fílarnir orðnir 30,
sem eltu ökuhúsið.
»Þeir koma alt af fleiri og fleiri«, sagði
Munro hersir; »ætli að við getum ekki farið
hraðara?*
»Omögulegt!« svaraði Banks. »Það er fimm
lofteininga gufuþrýstingur og það er ómögulegt
að fara hraðar«.
»Og hví skyldi þess þurfa?« mælti Hod kap-
teinn. »Við þurfum ekkert að óttast af þeim.
Það er öðru máli að gegna hefðu það verið
tfgrisdýr. Þetta er að eins föruneyti, sem
gætir vagnanna okkar, við höfum þarna fylgd-
arlið eins og Rahja á ferðalagi!«
Banks var ekki sömu skoðunar og Hod um
meinleysi fílanna; og alt af fór tala þeirra
vaxandi; það voru nú 50—60 fílar áeftirþeim
og þeir tóku nú að gerast nærgöngulli. I far-
arbroddi var risavaxinn karlfíll, 3 metrar á
hæð og eftir honum kom allur hópurinn í
geysilangri röð. ■
Kalagani gerðist nú órór og spurði hins sama
og Munro hersir hvort ekki væri hægt að fara
hraðar. Banks fór upp í turninn og hraðinn
jókst nokkuð. En litlu munaði það; vegurinn
var svo ósléttur, og enda hefði það eigi gagn-
að neitf, þó hann hefði verið sléttur, því fflarn-
ir hertu sig bara dálítið og héldu sig rétt aftan
við ökuhúsið. Eftir miðdagsverð gengu ferða-
mennirnir aftur út á aftursvalirnar. Vegurinn
lá nú í beina línu aftur undan þeim, svo þeir
gátu séð yfir mikla spildu af honum. Þeir
urðu ekki all-lftið skelkaðir, er þeir sáu að
tala fílanna hafði enn þáaukist; það gátu ekki
verið færri en 100 fllar, sem eltu þá í þrí- eða
fjórsettri röð.
Það leið nú að kveidi; það var ekki unt að
halda áfram á þessum vegi í dimmu; en hvað
gat ekki komið fyrir er þeir næmu staðar?
Þeir komu að dálitlum grasfleti, þar sem veg-
urinn beygir af til Puturíavatnsins og þar á-
kvað Banks að á. Þar var nóg rúm til þess
að fílarnir gætu komist fram hjá ökuhúsinu
og haldið ferð sinni áfram suðureftir, svo fram-
arlega sem það væri fyrirætlun þeirra. Og
hvflík hepni ef þeir gerðu það!
Þegar tók að rökkva kom nokkurs konar ó-
kyrð í fílana. Þeir ráku upp gríðarleg öskur
og blandaðist saman við þau annað einkenni-
legt hljóð, sem ferðamennirnir vissu ekki hvers
eðiis var.
Kalagani skýrði frá því, að fílarnir fram-
leiddu þetta hljóð með því, að núa rananum
við jörðina og blása jafnframt lofti út um
hann. »Og«, bætti hann við, »þetta hljóð geía
þeir alt af frá sér, þegar þeir álíta óvin í nánd
við sig«.
»Og þessi óvinur — erum við?«
»Ég er hræddur um það«.
Storr fékk skipun um að halda gufuþrýst-
ingnum við og vera tilbúinn að Ieggja upp
með sem allra skemstum fyrirvara. Munro
hersir gekk til herbergis síns og tók á sig náð-
ir, en allir aðrir kusu fremur að vera á fótum.
En til hvers var svo sem allur þessi undir-
búningur? Eí það dytti í fflana að ráðast á
húsin? Fyrri hluta næturinnar tóku menn eftir
sífeldri ókyrð og hreyfingu í kringum húsin.
Það hlutu að vera fílarnir, sem dreyfðu sér
um flötinn.
»Getur skeð að þeir haldi áfram«, mælti Banks.
»Að öllum líkindum«, svaraði Hod.
(Framh.).
Gjalððagt blaðsins var
1. júli ji. á.
Næsta blað 31. júlí þ. á.
Jón Árnason
útvegar stúkum og unglst. ein-
kenni og einkennabönd. Borgun
fylgi pöntun. ulanAskriioyitTnvíit al’
Katxpiö, lesiö og útbreiðiö
•Templan.
Ritsijóri og ábyrgðarmaður:
Jón Árnason, prentari.^
Prentsmiöjan Gutenberg.