Templar - 28.10.1915, Qupperneq 2
58
T E M P L A h.
„Templar**
kemur út á hverjum 20 daga fresti, minst 18 blöö. Verö
árg. 2 kr., er borgist 1. júlí. Útsölum. fá 50 a. i sölul.
Afgreiöslu og innheimtu annast Jón Arnason, Box:
221, Reykjavik. Afgr. Smiðjustig 5.
stjórnendur og aðalíorkólfar hinna upp-
runalegu fyrirtækja, sem eignuðust alt
að lokum eða höfðu hagnaðinn af öllu
saman.
Hver hefir svo afleiðingin orðið ?
Útlendir viðskiftarekendur kiptu að sér
hendinni og þorðu ekki að eiga viðskifti
hér, því hér væri engum að trúa — við-
skiftalífið væri svo spilt. Og af þessu
hefir ekki einungis öll verzlunarstétt vor
sopið seyðið, heldur einnig þjóðin íheild
sinni. Og það gefur að skilja, að það
þarf lengri tima til að útrýma þeirri
tortryggni, sem þetta vekur, heldur en
að vekja hana.
Það hefði verið full þörf að minnast
á fleira í þessu sambandi, en ýmsra or-
saka vegna verður maður að láta þetta
nægja að þessu sinni.
(Framh.).
Áhrif áfengisbannsÍDS
í Rússlandi.
(Lauslega úr »Agitatoren«).
Eg liefi fengið góðfúslega leyfi til þess
að birta eftirfarandi skýrslu.
Eins og kunnugt er, gekk í gildi allra-
hæst fyrirskipun um áfengisbann í Rúss-
landi í júlímánuði árið sem leið. Full-
nægjandi hagfræðisrannsóknir eru enn
þá ekki komnar um áhrif bannsins. en
»Félag verksmiðjueigenda í umhverfi
Moskóvuc' hefir látið gera nákvæmar
rannsóknir í verksmiðjum sínum, og
einnig í ýmsum stærri og minni verk-
smiðjum í Moskóvuhéraðinu, til þess að
fá vitneskju um, liver áhrif bindindið
hafi haft á vinnuþrótt verkamannanna
á liðnu ári.
Og áhrifin eru undraverð — eða rétt-
ara sagt, áhrifin eru alls ekki undra-
verð, því árangurinn er sjálfsagður.
Rannsóknin hefir farið fram í 172
vinnustofnunum, sem veila fjórðung
allra verkamanna í Moskóvuhéraðinu
alvinnu, og augnamiðið er að staðfesta
það með skýrum tölum, hve miklu iðn-
aðurinn hafi tapað á drykkjuskapnum.
Úað sem bezt og ljósast sannar þetta
tap, eru hinir svo nefndu »bláu mánu-
dagar«, því þeir eru bein afleiðing af
drykkjuskapnum; þeir sýna hve mikil
tímaeyðslan er og vinnutapið, og það
má sýna með tölum og bera svo saman
ástandið á undan og eftir að bannið
gekk í gildi.
Þar sem áfengisnautnin hefir enn
fremur áhrif á heilbrigði manna og and-
lega þróun, þá munu upplýsingar um
»bláu mánudagana«, slys og sektir, sýna
áhrif bindindisins yfir höfuð.
Á fyrstu 3 mánuðum stríðsins fækk-
aði töpuðum vinnutímum (kl.st.) um
1345,7 þúsund, eða um 31 af lindr.
1913 voru tapaðar vinnustundir 3,44
°/o af vinnutímanum, en 1914 2,79 °/o:
taki maður ekki tillit til þeirra áhrifa,
sem stytting vinnutímans hafði í för
með sér árið 1914, þá sést að bindindið
hefir lækkað timatapið um 19 af hndr.
Til þess að fá skýrslu um það, að
hve miklu leyti vinnumagnið hafi auk-
ist, þá má sjá það á launum þeim, sem
menn hafa fengið fyrir tiltölulaunavinnu
(akkord). Um þetta voru sendar fyrir-
spurnir:
Svörin sýna, að framleiðslan — meira
unnið — hefir vaxið um 2,6 af hdr. og
að laun fyrir tiltölulaunavinnu hafa
hækkað um 4,4 af hndr., og er það
sama sem að aukning framleiðslunnar
hafi í ágúst—október 1914 verið 7,1 af
hndr. meiri en í sömu mánuðum 1913.
Taki maður nú að eins vinnu karl-
mannanna út af fyrir sig, þá minkar
tímatapið um 3,3 af hndr. og hækkun
tiltölulaunanna 4,7 af hndr. og fram-
leiðslunnar 8,2 af hndr. og ef maður
tekur að eins tillit til þeirra verksmiðja
sem unnu reglulega á árinu 1914, þá
verður aukningin 9,2 af hndr.
Allir iðnrekendur eru sammála um
það, að bannið sé orsök þess, að fram-
koma verkamannanna sé miklu prúð-
mannlegri en áður; róstur og barsmíðar
eigi sér nú mjög sjaldan stað.
Balakins-verksmiðjan (í Moskóvu)
skýrir frá þvi, að vinnumagnið hafi —
án brennivínsins — aukist um 25 af
hndr. Verkamennirnir séu alveg um-
breyttir, »bláu mánu- og þriðjudagarnir«
séu nú alveg úr sögunni, menn séu miklu
duglegri til vinnu og ánægðari. Verk-
smiðjan var áður neydd lil — ársvið-
skifli hennar nema mörgum miljónum
rúbla — að skifta sér sem allra minst
af verkamönnunum og láta þá ekki gera
nema það allra nauðsynlegasta, og varð
þess vegna að kaupa tilbúnar eða út-
lendar vörur. En nú eru allar þessar
vörur búnar til i verksmiðjunni sjálfri,
sem gefur hæði henni og verkamönnun-
um auknar tekjur. — Og af hræðslu
endar verksmiðjan skýrslu sína á þessa
leið:
»Komi brennivínið aftur, verðum við
neyddir til að fara að verzla með út-
lendar vörur á ný«.
Önnur verksmiðja segir:
»Eftir að brennivínsbannið komst í
gildi eru verkamennirnir orðnir miklu
kurteisari og sjálfstæðari; nú er áhug-
inn við vinnuna svo miklu meiri en
áður, að verkstjórnin er miklu auðveld-
ari. Áður var vinnan verkamönnunum
kvöl. I3að væri óskandi, að áfengisbann-
ið héldist«.
Oll svörin frá öðrum atvinnugreinum
eru í líkingu við þau, sem hér hefir
verið sagt frá.
Áhrifin af banninu eru því í öllu til-
liti eftir vonum. En hin dýpri orsök
(stríðið) er mjög hryggileg.
Það er næsta eftirtektavert, að mann-
kynið skuli þurfa að komast í stórfeld-
ustu raunir og erfiðleika, til þess að rísa
upp á móti spillingunni. Einnig er það
eftirlektavert, að undir eins og hættan
er um garð gengin, þá fá skilyrðin undir
eins aðra þýðingu, sem gátu komið
mönnum yfir hættuna. Þetta ber við
aftur og aftur. Meðan hin miklu verk-
föll voru, vinnuteppur, stórsóttir og nú,.
meðan á heimsstyrjöldinni stendur, þá
eru áfengu drykkirnir bannsungnir sem
samherjar óhamingjunnar, en á eflir eru
þeir náðaðir og sungið lof sem undirról
hamingju og gleði.
Að menn skuli aldrei ætla að læra að
sjá það, hve mikil óhamingja fylgir á-
fengum drykkjum, að þeir gera ekkert
annað en draga mennina niður í saur-
inn, mennina, sem áður voru svo fjör-
legir, hraustir, fagrir og yndislegir, skuli
gera þá að viðbjóðslegustu aumingjuin.
Mennirnir geta aldrei afsakað það, hvorki
frá sálarfræðilegu né eðlisfræðilegu, sið-
ferðilegu eða fegurðarinnar sjónarmiði,.
að það sé rétt að ileygja sér út á ólgu—
sjó áfengisdrykkjunnar.
F. F. Scharnowsky.
Fyrsta bindindisræðan
hefir, að því er menn bezt vita, veri&
haldin af egypska vitringnum Kakimni,.
sem var uppi hér um bil 4000 árum
fyrir Krists burð. Eftirfarandi klausa
hefir varðveist síðari kynslóðum til at-
hugunar og eftirbreytni:
»Forðastu drykkjuskap, því sopi
af valni er nægilegt til þess að gera
menn afþyrsta og munnbiti af melónu
lífgar lijartað. Sá maður er fyrirlitlegur,
sem eingöngu þjónar magunum og leggsl
í leti. Sittu eigi til borðs með þeim,
sem éta svo mikið að þeir verða að
leysa af sér beltið og drektu ekki með
þeim, sem bjóða þér í þeim tilgangi að
svala áfengisfýsn sinni eins og krókó-
dillinn seður hungur sitt með kjöti. Ó,
hve það er voðalegt að sjá menn missa
hugsanahæfileikann og valdið á tungu
sinni. í sannleika er hann móður sinni
og ættbálki til minkunar. Og að lokum
óska allir: Hverfi hann á brott sem
skjótast!«
Konunglegur bindindisdrykkur.
Drykkur sá, sem Georg Englandskon-
ur hefir á borðum síðan hann varð bind-
indismaður er bygggrjónavatn. Er það
búið til eftir fyrirsögn brytans í »Ba-
chelors Club« í Lundúnum.
Aðferðin við tilbúning þessa ágæta
drykkjar er þessi, og er liún setl hér
handa þeim, sem mundu vilja reyna
að búa lil nefndan drykk: Yzti börk-
urinn af tveim sítrónum er látinn í 1
pott af vatni og svo eru látnir í það
átta stórrir sykurmolar. Það er svo
látið sjóða í 10 mínútur og svo er látið í
það tvær teskeiðar af fínubygggrjónamjöli
hrærðu út i ofurlitlu af köldu vatni og
svo soðið í 5 minútur. Svo er það lát-
ið kólna og að lokum er það síað. Úeg-
ar drykkjarins er neytt þá má bæta í
Næsta blað 10. n. m.