Templar - 30.09.1917, Qupperneq 1
TEMPLAR.
XXX.
Reykjavík, 30. sept. 1917.
10. blað.
Stefnuskrá Good-Templartt.
I. Algerð afneitun allra áfengisvökva til drykkjar.
II. Ekkert leyfi í neinni mynd, hversu sem á
stendur, til að selja áfengisvökva tildrykkjar.
III. Skýlaust forboð gegn tilbúningi, innflutningi
og sölu áfengisvökva til drykkjar; forboð
samkvæmt vilja þjóðarinnar frainkomnum í
réttu lagaformi, að viðlögðum þeim refsing-
um, sem svo óheyrilegur glaepur verðskuldar.
IV. Sköpun heilsusamlegs almenningsálits á máli
þessu, með ötulli útbreiðslu sannleikans á
alla þá vegu, sem mentun og mannáat eru
kunnir.
V. Kosinng góðra og ráðvandra manua til að
framfylgja lögunum.
VI. Staðfastar tilraunir til að frelsa einstaklinga
og bygðarfélög frá þessari voðalegu bölvun,
þrátt fyrir allskonar mótspyrnur og öröug-
leika, þar til vér höfum borið sigur 6r být-
um um allan heim.
Ringið og Good-Templarreglan.
Þegar ég var að lesa breytingartillögur
fjárveitinganefndar neðri deildar alþingis,
þá furðaði mig á, hve marga liði hún
hækkaði frá því, sem stóð í stjórnarfrum-
varpinu. En jregar aftur eftir frumvarpinu
dró, sá ég að hún hafði strykað út 1 þús.
kr. til Stórstúkunnar og 10 þús. kr. til
banngæzlu, Nú, hvað er þetta, hugsaði ég.
Að eins tveir liðir strykaðir út, um ieið
óg margir eru hækkaðir. Henni hljóta að
vera eitthvað mislagðar hendur, fjárveit-
inganefndinni! Þegar þetta var nú svona,
datt mér í hug að gaman væri að sjá,
hverjir væru í nefndinni og fletti því upp,
og hvað sé ég? Náttúrlega þá Pétur Jóns-
son, Magnús Pétursson, Matthías Ólafsson,
Jón Jónsson frá Hvanná og Benedikt Sveins-
son. Þetta eru 5 af 7. Ekki skal mig furða!
Þegar ég ber þessa liði, 1000 kr. til Stór-
stúkunnar og 10 þús. kr. til banngæzlu,
sem þessum góðu herrum þykir alveg
goðgá, þá liggur að mínu áliti alveg sama
til grundvailar fyrir þessum liðum og 10
þús. kr. til eftirlits með fiskiveiðum í land-
helgi, og sem þessir góðu menn hækka þó
upp í 13 þús. kr. síðara árið. Og hver svo
munurinn á þessum tveim lagafyrirmælum?
Hvorttveggju lögin eru þjóðarnauðsyn. Og,
góðir hálsar, hverjir hafa nú brotið flski-
veiðalögin mest? Eru það ekki einmitt
sjálflr sjómennirnir? Við vitum um suma
íslenzka togara, og við vitum líka, að áð-
ur en nokkur íslenzkur togari var til, leigðu
islenzkir sjómenn sig á útlenda togara til
að vísa þeirn á beztu flskimiðin okkar, og
segja þeim til um, hvar hægast væri að
veiða í landhelgi. Og þetta gekk svo langt,
að varðskipsmönnum blöskraði. — Nei, ég
held þeim peningum sé vel varið, sem
notaðir eru til löggæzlu. Og svo er líka á
það að líta, að sektirnar verða ef til vill
margfalt meiri en tilkostnaðurinn, þó ég
telji auðvitað að það væri lang bezt, að
enginn bryti og ekkert kæmi í aðra hönd.
En því miður held ég, að þó þingið hefði
veitt 10 þús. kr. til banngæzlu, þá hefðu
þær komið aftur í landssjóð með góðum
vöxtum. — Það er varla hægt að verjast
því, að líta svo á, að það sé óbrúkleg
framkoma löggjafa þjóðarinnar, annað eins
og það, sem stendur um þessar 10 þús.
kr., sem stjórnin leggur til að varið sé til
banngæzlu. í nefndarálitinu stendur sem
sé: „Nefndin getur ekki fallist á, að það
sé rétt að veita fé til sérstaks eftirlits vegna
bannlaganna. Það verður að teljast mjög
einkennilegt nýmæli og athugavert að ætla
sér að stofna sérstaka löggæzlu að eins
vegna þessara laga, enda verður nefndin
að lita svo á, að til þess að sú löggæzla
kæmi því til vegar, að bannlögin yrðu
nokkuð minna brotin, mundi þurfa miklu
stórkostlegri fjárupphæð. Ef þess konar fjár-
veitingu yrði smeygt inn, þótt lítil væri í
fyrstu, þá er líklegt, að hún gæti smám-
saman margfaldast, svo að firnum sœttif.'J,1
en árangurinn ekki að sama skapi“. í
breytingartillögum nefndarinnar stendur
svo um þessar 10 þús. kr. til banngæzl-
unnar: „Liðurinn falli burtu“. Næst á eftir
stendur (um eftirlitið með fiskiveiðum úr
landi): „Fyrir 10,000—10,000 komi: 10,000
—13,000“. Hvar getur maður nú rekið
sig á meira ósamræmi? Um banngæzluna
segir nefndin, að það sé „mjög einkenniiegt
nýmæli og athugavert, að ætla sór að stofna
sérstaka löggæzlu að eins vegna þessara
laga“, enda segir hún að 10 þús. kr. muni
ná skamt. En svo gerir hún enga athuga-
semd við 10 þús. kr. til eftirlits með
fiskiveiðum úr landi. Nú vil ég spyrja:
Eru þessi lög ekki í eðli sínu líka sérstök
lög eins og bannlögin og þarf ekki að gæta
þeirra á jafn löngu svæði og bannlaganna?
Mér finst þvi, að ef 10 þús. kr. til eftirlits
með fiskiveiðum úr landi gera mikið gagn,
að þá mundu 10 þús. kr. til gæzlu bann-
laganna líka og engu síður gera mikið
gagn. Það er sorglegt þegar löggjafarnir,
vegna mótspyrnu við landslög, koma svona
berskjaldaðir fram fyrir landslýð, og mjög
eru þeir kjósendur landsins langt leiddir,
sem þakka fyrir svona framkomu.
Þá eru nú þessar 1000 kr. hvort árið
til Stórstúkunnar, sem stjórnin lagði til að
veita. Þær sá fjárveitinganefndín sér ekki
fært að veita — auðvitað samvizku sinn-
ar vegna! Hinir 5 áðurtaldir nefndarmenn
hafa líklega álitið, að Goodtemplarreglan
ætti engan tilverurétt lengur — hún heíði
nógu lengi lifað og nógu leugi „sogið" lands-
sjóðinn, og segja því: „Hingað og ekki
lengra!" Á þessum tímum höfum við ekki
ráð á að fleygja peningum í slikan óþarfa.
Mér kom nú til hugar, að nógu gaman
væri að sjá, hve mikið landið hefur lagt
Goodtemplarreglunni. Ég tók því þingtíð-
indi Reglunnar, og mér reiknast að það
1 Leturbreyt. og lestrarmerki selt hér. Höf.
séu 20 þús. kr, þessi 34 ár, sem Reglan
hefur starfað. Nákvæmlega jafn mikið og
hin heiðraða nefnd leggur til að veita
Búnaðarfélagi íslands á ári, til að skifta
milli félaga eftir dagsverkatölu ; þegar bónd-
inn gerir jörð sinni eitthvað til góða, slétt-
ar tún, hleður garða, gerir áveitu eða
annað, sem gerir það að verkum, að jörð-
in lætur honum í té meiri arð, þá fær
hann líka styrk úr landssjóði. Já, gott er
að vera félagi i Búnaðarfélagi íslands.
Til þess að sjá, hvort réttmætt sé að
styrkja þennan eða hinn mann eða þá fé-
lagsskap, finst mér fyrst eigi að athuga (í
þessu tilfelli lögjafinn): Hefur landið gott
af að veita styrk til þess, sem um er beð-
ið? Goodtemplarreglan er stofnuð 1884,
en 189’4 er hún styrkt með 500 kr. á ári
í fyrsta sinn. Þá hafði hún starfað í 10
ár. Siðan hefur hún notið styrks meiri
eða minni að vöxtum til, svo að nú má
segja, að hann sé 20 þús. kr. orðinn alls.
Margar styrkveitingar eru miðaðar við fram-
lag frá þeim, sem styrksins biðja. Mér
kom þvi til hugar: skyldi fjárveitinganefnd-
in álíta, að við Goodtemplarar höfum ekk-
ert lagt fram frá sjálfum okkur? Ég fór að
rannsaka þetta, þó í flýti sé gert. Ég rann-
sakaði reikninga Stórstúkunnar og mér
telst, að Stórstúkan hafi meðtekið skatt
frá undirstúkum, er nemi samtals 45 þús.
806 kr. Það mun láta nærri, að skattur-
inn nemi 1/s parti ársfjórðungsgjaldanna
frá félögunum. Ársfjórðungsgjöldin hafa þá
numið alls 137 þús. 418 kr. Vinnu þá, sem
Templarar hafa lagt í starfið, er erfitt að
reikna út nákvæmlega. Vinnan er í því inni-
falin, að mæta á fundum og starfa utan funda
í nefndum eða á annan hátt. Nefndarstörf-
in eru margvísleg og útheimta oft mjög
mikla tímaeyðslu. T. d. hefur það kostað
mikla tímaeyðslu að sjá um allar húsa-
byggingar Reglunnar (ég veit af einum,
sem bygði 12X9 ál. hús fyrir 75 kr.).
Og er þetta að eins eitt dæmi af ótal
mörgum. En við að koma upp húsum
hafa margir félagar eytt feikna tíma; hús-
in bygð af vanefnum og félagarnir því
orðið að halda skemtanir, tombólur, sjón-
leiki o. fl. — ávalt án þess að fá frá stúk-
unum einn einasta eyri fyrir starf sitt.
Eða þá regluboðinn, Sigurður Eiriksson;
hann hefur verið regluboði í 20 ár. Að
eins 4 ár hefur hann fengið vott af kaupi,
1800 kr. ÖIl hin árin hefur hann varla
fengið fyrir ferðakostnaði. Og svo fer nú
þingið að ryðja sig og sýna honum, hvað
það rnetur starfsemi hans í 20 ár, með
því að láta hann hafa í ellinni (slitinn og
uppgefinn af starfi sínu fyrir land og þjóð)
300 — segir og skrifa: þi jú hundruð —
krónur á ári. Ef þingið sæi sóma sinn 1
þessu máli, þá ætti það að ákveða Sigurði