Templar - 01.03.1922, Blaðsíða 1

Templar - 01.03.1922, Blaðsíða 1
XXXV. Reykjavík, marz 1922. _____________________________ 3. blað. Stefnuskrá Good-Taaplara. I. Algerð afneitun allra áfengisvökva til drykkjar. II. Ekkert leyfi I neinni mynd, hversu sem á stendur, til að selja áfengisvökva tildrykkjar. 911. Skýlaust forboð gegn tilbúningi, innfiutningi og sölu áfengisvökva til drykkjar; forboð samkvæmt vilja þjóðarinnar framkomnum 1 réttu lagaformi, að viðlögðum þeim refsing- um, sem svo óheyrilegur glæpur verðskuldar. IV. Sköpun heilsusamlegs almenningsálits á máli þessu, með ötulli útbreiðslu sannleikans á alla þá vegu, sem mentun og mannáat eru kunnir. V. Kosinng góðra og ráðvandra manua til að framfylgja lögunum. VI. Staðfastar tilraunir til að frelsa einstaklinga og bygðarfélög frá þessari voðaiegu bölvun, þrátt fyrir allskonar mótspymur og örðug- leika, þar til vér höfum borið sigur úr být- um um allan heim. Spánarmálið Stjóraln leggnr fram framvarp til laga nm breytlngu á bannlognnnm. Eins og getiff var um í síðasta blaði, lagði stjórnin fyrir þingið eftirfarandi: Framvarp til iaga um breyting á lögum 14. nóv. 1917 um aðflutningsbann á áfengi. 1. gr. Vín, sem ekki er í meira en 21% af vínanda (alkóhóli) að rúmmáli, skulu undanþegin ákvæðum laga 14. nóvbr. 1917, um aðflutningsbann á áfengi, um bann gegn innflutningi, veitingu, sölu og flutningi um landið. þegar læknar og lyfsalar selja slík vin þarf ekki lyfseðil. Ákvæði greindra laga um rétt sendi- ræðisrnanna framandi ríkja til aðflutn- ings á áfengi breytast þannig, að sendi- herrum og sendikousúlum skuli heimilt að flytja inn til heimanotkunar einu sinni á ári alt að 300 lítrum af .áfengi, sem í er meira en 21°/o af vínanda, en þeim frjáls innflutningur á vínum með minna en 21°/o. Vegna eftirlits með óheimiluðum á- fengisinnflutningi haldast óbrevlt ákvæð- in í lögum 14. nóv. 1917, um skyldu skipstjóra að tilkynna lögreglustjóra hve mikið áfengi skipið hafi meðferðis. Nær skylda þessi til alls áfengis, en eigi sknlu innsigluð þau vín, sem ekki hafa meira en 21% af vínanda. Skylda þessi nær jafnt til íslenzkra skipa sem út- lendra. Ef um skipstrand er að ræða skal ávalt fara að svo sem segir í 6. gr. Iaganna; vin sem ekki hefur meira en 21°/o af vinanda skal þó afhent lögleg- um viðtakanda. 2. gr. Stjórnin setur með reglugerð ákvæði til varnar misbrúkun við sölu og veit- ingar vína, sem ekki hafa meira en 21% af vínanda. Þó mega ákvæði þessi ekki Bannlag’abreyting’unum mótmælt af framkvæmdanefnd Stórstúkn íslands I. 0. 6. T. Opið bróf til þings og alþjóðar. FY RIR Alþingi það, er nú er háð, hefir stjórnin lagt frumvarp til laga um breytingar á bannlögunum (þingskj. 36). Er frumv. þetta fratn komið vegna þess að Spánarstjórn hafi gert þessar breytingar á bannlögum vorum sem skilyrði þess, að vér fengjum beztú tollkjör á innfluttum fiski til Spánar. Vér leyfum oss fyrst og fremst i þessu efni að benda á að hér virðist ekki vera um verzlunarsamning að ræða frá Spánverja hálfu. Sést það á því að þeir gera engar Jrröfur til vor um kaup á spönskum vörum, hvorki vínum né öðru. Frá Spánverja hálfu er hér um stefnumál að ræða, enda mun það vera bein- línis framtekið í bréfum þeirra. Fegar á þetta er litið, er auðsætt að mál þetta er þá fyrst og fremst sjálf- stæðismál af vorri hálfu. Spánverjar vita að ísland er sjálfstætt ríki. Spánverjar vita að hér eru bannlög í landi. Samt leyfa þeir sér að gera kröfur þær um breytingar á sér- löggjöf vorri, bannlögunum, sem frumvarpið fer fram á. Er slik krafa því bein kúgunartilraun þess máttarmeiri við hinn minni máttar. Því er haldið fram að slíkt nái engri átt, því sjálfsákvörðunarréttur vor sé ekki fyrir borð borinn. Vér getum valið hvort við viljum heldur: halda bannlögunum óbreyttum og sæta verri tollkjörum eða öfugt. Þetta er rétt. Vér getum valið á milli á sama hátt eins og fátækur barnamaður getur valið á milli — séu honum settir kostirnir — hvort hann vilji heldur halda atvinnu þeirri eða stöðu, er hann hefir og ganga til kosninga með húsbónda sínum gegn eigin sannfæringu og stefuu, eða halda sann- færingu sinni og þar með eigin virðingu og sóma sjálfs sin, en verða atvinnu^ laus og eiga undir kasti hvernig úr muni rætast að geta séð sér og sínum farborða. Því er haldið fram að vér séum neyddir til að taka þann kostinn að slaka til á bannlögunum vegna þess, að vér þolum ekki að verða fyrir því fjárhags- Iega tjóni, sem óhagstæður tollur mundi skapa oss. Hvort hér verður, yfir höfuð að tala, um tjón að ræða fyrir islenzka fiski- framleiðendur, er ekki hægt að fullyrða. Sú almenna regla að neytendur vör- unnar borgi innflutningstollinn en eklu framleiðendur hennar, gildir hér sem annars staðar, nema eitthvað sérstakt komi til. Það er heldur ekki hægt að segja hve mikið tjónið yrði, — ef um tjón fyrir framleiðendur væri að ræða, — meðal annars vegna þess, að ekkert liggur fyrir um það, hverjum tollkjörum vér mund- um verða að sæta hjá Spánverjum, ef vér nú neitum að breyta bannlögum vorum. En hvert svo sem tjónið kynni að verða talið í krónum, þá verður frá þeirri upphæð að draga: * 1. Þá upphæð, sem eftirlit með slíkum bannlögum, sem hér um ræðir, mundi kosta ríkissjóðinn íslenzka. Svo örðugt sem reynst hefir að gæta núverandi bannlaga, mundi enn örðugra reynast að gæta þessara. Ætti sú gæsla að verða lil gagns, mundi skjótt grennast sjóður sá, sem sparast hefði í tolli. Sé aftur á móti allri gæzlu þessara laga slept, er slík breyting, sem þessi, sama sem algert afnám bannlaganna. 2. Þá upphæð, er rétt þætti að meta tjón það, sem islenzka þjóðin, vegna svo að segja ótakmarkaðs innflutnings, sölu og veitinga áfengisins, mundi bíða, ekki að eins beinlínis í eyddu fé, heldur einnig heilsufarslega og siðferðislega vegna meiri drykkjuskapar landsmanna. Hve hátt þetta beina og óbeina tjón ætti að metast i krónum er álitamál, en vér verðum að telja að það sé svo stórfelt að það verði ekki með tölnm talið. 3. Þá upphæð, er rétt væri að meta það tjón, bæði beinl og óbeint, fjárhagslegt og siðferðilegt, svo og þá vansæmd og lítilsvirðingu, sem isleuzka þjóðin mundi, bæði i nútið og framtið, baka sér með þvi að ganga að kröfum Spánverja. Ef að þessum ókjörum Spánverja væri nú gengið, hvar eru þá takmörkin fyrir því hvað oss yrði boðið? Gæti ekki skeð að Englendingum dytli í hug að heimta landhelgi vora fyrir sinn fiskiflota? Það kom til tals hér um árið að leigja Englendingum ákveðið svæði af landhelginni. Væri ekki ástæða til að óttast að slíkt gæti vaknað aftur? Hvað er liklegra en að ítalir, sem kaupa mestallan smáfisk vorn, gangi á

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.