Templar - 10.04.1923, Blaðsíða 4

Templar - 10.04.1923, Blaðsíða 4
12 TEMPLAR. gróðalind, því að án þess heíðum við aldrei náð bestu kjara samningi við Spán, um fiskinn. Jeg dreg þetta ekki fram af því, að jeg álíti að svo hafi í raun rjettri átt að vera, eða hefði viljað gera bannið að verslunarvöru, heldur að eins til þess að minna á, að þjóðin ætti ekki að sjá eftir nokkrum skild- ingum til þess að vinna að þessu mál- efni, sem hefir, fyrir utan alt annað skilað landinu beinlínis eins miklu fje eða meiru með þessu eina móli. Vil jeg svo biðja háttv. deild að greiða götu þessa máls til 2. umræðu, og geri það að tillögu minni, að það verði fengið háttv. allsherjarnefnd til meðferð- ar, því þar hlýtur það að eiga heima. Skýrsla Páls Jónssonar um stofnun Um- dæmisst. Norðurlands á Akureyri. Föstudaginn 16. mars kl. 8 síðd. 1923 komu fulltrúar, fyrverandi fulltrúar og stigbeiðendur saman í samkomusal Good- templarahússins á Akureyri samkvæmt auglýsingu frá Páli Jónssyni umboðs- manni stórtemplars er setti fundinn og skipaði nefndir í embætti til bráðabyrgða. Eftir að skírteinanefnd hafði lokið skýrslu sinni voru samþyktir 12 fulltrúar, þar af 7 sem ekki höfðu stigið og ennfr. voru samþyktir 8 stigbeiðendur og fór inntaka fram á venjulegan hátt. Umboðsm. st.t. skýrði frá því að til- gangur þessar fundar væri að endur- reisa Umdæmisstúkuna nr. 5 eða stofna nýja í því skini að hún yrði sambands- liður milli stúknanna í Norðurlendinga- fjórðungi innbyrðis og milli þeirra og stórstúkunnar; en þó sjerstaklega til þess að halda áfram útbreiðslustarfinu í um- dæminu og hjálpa undirstúkum og ungl- ingastúkum er þær æltu í vök að verjast. Hann lagði fram samþyktir frá stúkum sem ekki höfðu fulltrúa á fundinum. Eftir nokkrar umræður og eflir að fram hafði verið borin tillaga um það efni var í einu hljóði samþykt að taka upp stofnskrá .Umdæmisstúkunnar nr. 5 með starfsviði í Norðlendingafjórðungi og aðsetur á Akureyri. Pví næst var Umdæmisstúkan lýst endurstofnuð og kosnir þessir embættis- menn. Umd. æ. t. Steindór Guðmúndss. Cand. theol. skólastjóri. — kanzl. Sigtryggur Porsteinss. mats- maður. — g. ú. t. Eggert Guðmundss. trjesm. — g. ksn. Guðbjörn Björnss. kaupm. — g.bannl. Gunnar Sigurgeirss. organs. — V. t. Álfheiður Einarsd. húsfrú. — ritari Eggert Stefánsson, simritari. — gjk. Benedikt Benediktss. bókari. — f. æ. t. Halldór Friðjónss. ritstjóri. Pessir 9 eru í framkvæmdanefudinni. Skipaðir embættisinenn: Umd. aðst.r. Pormóður Sveinss. versl- unarfulltrúi. — kap. Ingibjörg Benediktsdóttir, húsfrú. — dr. Sigrún Jónsdótlir, ungfrú. — V. Hallgr. Jónss. bæjarfulltr. — u. V. Guðni Kristjánss. ökum. — a. d. Ólafía Hjaltalín, ungfrú. — sendib. Porsteinn Björnss. versl.m. — organl. Sigurg. Jónss. söngkennari. Eftir að umdrit. og umdgjk. höfðu útvegað sjer ábyrgðarmenn voru em- bættismenn umdæmisstúkunnar settir i embætti. Sem umdæmisumboðsmanni var mælt með br. Guðbirni Björnssyni. Stofnandinn afhenti nú fjrrir hönd stórst. íslands stofnskrána útgefna 15. sept. 1909 af P. J. Thoroddssen og Jóni Pálssyni og s%ro aðrar eigur umdæmis- stúku þessar, siðbækur og fundarbækur. Umd. æ. t. þakkaði traust það er fulltrúarnir sýndu sjer með kosningum. Var þá gengið til dagskrár og eftir að hin ýmsu mál voru afgreidd lýsti umd. æ. t. þessu slofnþingi umdæmis- stúkunnar nr. 5 slilið hinn sama dag og fyrr greinir, kl. 12 siðdegis. Líftryggingarfél. ,Andvaka‘h.f. Kristjaniu, Noregi. Allar venjulegar líftryggingar, barnatryggingar og lífrentur. ISLAND SDEILDIJV löggilt af Stjórnarráði Islands i desember 1919. Ábyrgflarskjðlln á fslensku! Varnarþing f Reykjavfk! Iflgjöldin lögð inn i Landsbankann og islenska sparisjóði. ,,ANDVAKA“ hefir frjálslegri tryggingarskilyrði og ákvæði en flest önnur líftrj'ggingarfjelög. „ANDVAKA“ setur öllum sömu iðgjöld! (Sjómenn t. d. greiða engin aukagjöld). „ANDVAKA“ gefur út líftryggingar, er eigi geta glatast nje gengið úr gildi. „ANDVAKA“ veitir bindindismönnum sjerstök hlunnindi. Forstjóri: Helgi Valtýsson. Pósthólf: 533. Reykjavik. Heima: Grundarstig 15. Sími: 1250. AV. Peir sem panta tryggingar skriflega, sendi forstjóra umsókn, og láti sldurs síns getiðf Békaverzlnn Sigfúsar €ymunissonar hefir mest og bezt úrval af öllum ritföngum, skólanauð- synjum, pappír og bókum. Leitið allra slíkra nauðsynja hjá Bikaverzínn Sigjúsar €ymnnissonar. Austurstræti 18. Fyrir unglingastúkur. Nýkomin mjög skrautleg skírteini. Hver unglingastúka fær þau á 15 aura eint. handa þeim meðlimum, sem voru 1. nóv. síðastl., eftir það verða þau seld á 25 aura. Fást hjá S.G.U.T., sem einnig hefir söngva fyrir unglingastúkur, á 25 / aura, og »Handbók fyrir gæslum.« á 1 kr. Skrifstofa S.G.U.T., Bergstaöastr. 3, Rvk. tsleifur Jónsson. Bf VANSKIL verða á blaöinu, eru menn beðnir að tilkynna það í verslun Ottó N. Porlákssonar, Vesturg. 29. Sími 1077. er elzta, bezta og útbreiddasta barna- blað á landinu. Afgreiðsla á Laugav. 19. Verð árg. kr. 2,50. Stærð á annað hundrað bls. í stóru broti. Myndir í hverju blaði. Nýir kaupendur fá tvö falleg jólablöð í kaupbæti og útsölumenn bækur sem verðlaun fyrir kaupendaQölgun. — Öll islenzk börn ættu að kaupa Æskuna. „Sýraverniarinn" blað málleysingjanna, kemur út 6 sinnum á ári, með myndum. Verð kr 1,50. — Útsölumenn óskast. Afgreiösla blaðsins og innheimta er í Félagsbókbandinu, Ingólfsstræti, hjá Porleifi Gunnarssyni. Sími 36. Kaupið, lesið og útbreiðið ,TempIar(. Prentsmiðjan Gulebarug,

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.