Templar - 01.11.1927, Blaðsíða 1
TEMPLAR.
XL. árg.
Akureyri, nóvember 1927.
11. blað.
JJÉRMBÐ eru stúkur
út um land beðnar
að senda undirritaðri stig-
stúku nöfn þeirra félaga
sinna, sem þeim er kunnugt
um að flytji hingað til lang-
dvalar eða dvelja hér á
komandi vertíð.
Vestmannaeyjum, 12. nóvember 1927.
Stigstúka Vestmannaeyja nr. 7.
Andbanningur verður
bannmaður.
lrving Fisher er maður nefndur. Hann
er Englendingur. Er hann doktor og liá-
skólakennari í þjóðmegunarfræði. Hann
hefir lengi verið bindindismaður, en áleit
til skamms tíma að bann væri óheppileg
og röng leið til að útrýina áfengisriautn-
inni. Tókst hann ferð á hendur til Banda-
ríkjanna til þess að kynnast sem best
banninu þar. Ætlaðist hann til, að sú för
legði sér vopn í hendur gegn áfengis-
banni yfirleitt. Þetta fór á annan veg.
Hann kom aftur úr Ameríkuförinni sem
sannfærður banrimaður. Hefir hann nú
gert opinberlega grein fyrir þessum
skoðanaskiftum sínum og reynslu sinni
af banninu í Bandaríkjunum. Greinar-
gerðin er of löng til þess að »Templar«
geti flutt hana í heild, en glefsur úr henni
vill hann gefa lesendum sínum. Fara hér
á eftir nokkrir kaflar:
Bannið í Bandaríkjunum
kom of snemma. Af því stafa ntargir þeir
örðugleikar, sem orðið hafa á vegi þess.
Hér urn bil % af ríkjunum voru tilbúnir
að taka á móti því; en stórborgirnar í
austurfylkjunum voru alls ekki undir það
búnar.
Nú var bannið hamrað í gegn, þrátt
fyrir andstöðu stórborganna. Alþjóð hef-
ir séð, hversu rnikil blessun bannið hefir
orðið ríkjunum. Andstæðingar þess eru
því í síminkandi minnihluta.
Þróunarsaga bannhreyfirigarinnar
byrjar á síðari hluta 19. aldar. Fyrst kom
afnám veitingastaða í einstökum héruð-
um samkvæmt atkvæðagreiðslu héraðs-
búa, síðan algert bann í heilum fylkjum.
Voru bannfylkin orðin níu fyrir 1914, en
á næstu 4 árum bættust 23 við. Þegar %
allra fylkjanna höfðu aðhylst bannið,
varð það stjórnarskráratriði og gilti fyrir
öll fylkin.
Bannið í skólunum.
Reynslan af banninu í Yale-háskólan-
uin sýnir breytinguna á hugsunarhætti og
háttum. Það er ekkert efamál, að Yale-
stúdentarnir eru yfirleitt »votir« (þ. e.
andbanningar). Opinber rannsókn, sem
gerð var í efri bekkjum skólans 1926,
sýndi, að 80% af nemendum þeirra
bekkja voru andbanningar. Og það er
ekki að eins Yale-stúdentinn, sein er
»votur«. Borgin og fylkið, sem skólinn
er í, er eitt »votasta« svæðið í Banda-
ríkjunum. Blöðin í Connecticut eru öll
»vot«, dómararnir eru margir »votir« og
stúdentarnir koma flestir frá »votu« stór-
borgunum, einkum frá New York. Mikill
hluti þeirra er frá ríkum heimilum, sem
hafa efni á að hafa vínkjallara. Vani og
félagsskapur hjálpast að til að halda
stúdentunuin »votum«. Auk þess eru þeir
á þeim aldri, er móttækilegastur er fyrir
þá kenningu, að bannið sé brot gegn
æskugleði og frelsi.
Hér í Yale ætti það því að sýna sig
betur en nokkursstaðar annars, hversu
mikil mistök bannið er. Eg hefi gert mér
sérstakt far um að komast ad hinu rétta
í þessu efni einmitt á þessum stað, og eg
lét mér ekki nægja mínar eigin athugan-
ir, heldur fór eg til þeirra, sem haldið
höfðu skrár um agann meðál stúdent-
anna. og þektu þá best. Ályktanir mínar
eru bygðar bæði á athugunum mínum,
upplýsingum uinsjónarmannanna og ann-
ara nákunnugra, og eru ályktanirnar
þessar:
1. Drykkjuskaparafbrot eru miklu
færri nú en fyrir bann.
2. Framfarirnar hafa einkutn orðið á
síðustu árum.
3. Yale-stúdentar drekka sjaldnar en
áður, en meira, þegar það kemur fyrir.
Áður en bannið kom, var auðvelt að fá
áfengi, mest öl. Margir drukku að stað-
aldri en lítið í senn. Nú er erfiðara að fá
áfengi, færri kaupa það og sjaldnar. En
þeir, sem kaupa, svala sér rækilega, þeg-
ar þeir ná í það.
4. Bannið hefir komið inn þráa hjá
mörgum stúdentum. Það er illa þokkað
jafnvel meðal margra þeirra, sem aldrei
reyna að brjóta lögin.
Yfir 200 skólar og skólastjórar hafa
svarað spurningum sem leiðandi blað
lagði fyrir þá, á þá lund, að bannið hafi
haft bætandi áhrif á skólana og æskulýð-
inn yfir höfuð.
Spurningunni um það, hvort drykkju-
skapur hafi aukist eða minkað, síðan
bannið var lögleitt, hafa 213 skólastjórar
úr 44 fylkjum, eða sem næst J/3 allra
æðri mentastofnana og háskóla í Banda-
ríkjunum, svarað á þá leið, að drykkju-
skapur í skólunum og meðal uppvaxandi
kynslóðar hafi minkað.
Fækkun ungra glæpamanna.
Annar vottur þess, að siðferði ungra
manna fer batnandi, er fækkun ungra
glæpamanna. Hagskýrslur sýna, að í
New York borg er þessi fækkun mjög
mikil og í Bandaríkjunum sem heild hefir
slíkum glæpamönnuin fækkað um helm-
ing. Þetta ásamt mörgu öðru bendir til
að fylkingar Bakkusar þynnist óðum.
Hve mikið er drukkið.
Dr. I. M. Doreu, yfirlögfræðingur toll-
stjórnarinnar, hefir sýnt fram á, að það
áfengi, sem nú er búið til í Bandaríkjun-
um og drukkið þar, nemi ekki fullum 8%
af því, sem drukkið var fyrir bann. Hér
við bætist það, sem smyglað er inn og
heimabruggað. Hversu mikið það er, geta
menn ekki sagt með vissu, en allir eru
sammála um, að það sé miklu minna en
hitt. Samanlagt þykir því vist, að drukkið
sé minna en 16% af því, senr drukkið
var, áður en bannið var lögleitt.
Sláandi dætni
eru skýrslurnar úr ríkinu Connecticut.
Bannið var lögleitt þar þrátt fyrir megna
mótspyrnu flestra helstu manna. Aðal-
atvinnuvegur ríkisins er iðnaður; íbúarn-
ir eru að miklum hluta innflytjendur frá
ýmsum löndum, þar sem vín og öl er al-
ment drukkið; strandlengja ríkisins er
sérlega vel til smyglunar fallin; blöðin
eru öll harðsnúin gegn banninu. Vernd-
un laganna er þar yfirleitt afar erfið. öl-
æðisbrot í þessu ríki voru 6755 árið
'916, en 3909 árið 1925. Áriö 1905 voru
72 lagðir þar á spítala vegna drykkju-
mannaæðis, en árið 1922 aðeins 23.
Hvernig eg varð bannmaður.
Það eru 25 ár síðan eg fór að skiíta
mér af áfengismálinu. Eg fór til Colorado
mér til heilsubótar og var varaður við því
að læknar þar létu sjúklinga sína hafa
whisky. Á þeim árum töldu margir lækn-
ar brennivínið nauðsynjalyf við allskonar
krankleika.
Þegar heilsan var aftur fengin, tók eg
að hugleiða, hvernig eg ætti nú að vernda
liana. Eg varð brátt sannfærður um, að
áfengið er eitur fyrir líkamann og gerir
honum ekkert gagn. Þetta er nú alment
viðurkent af öllum inerkum læknum og
lífeðlisfræðingum.
Eg sá, að heilsu minnar vegna var mér
best að neyta aldrei áfengis. Eg gerðist
því bindindismaður og veitti ekki heldur
gestum mínum vín, nema þegar eg vissi,