Templar - 01.11.1927, Side 3
TEMPLAR
3
atkvæðagreiðslu var sterku drykkjunum
veitt inn í landið aftur. Eins og menn mun
reka minni til, var og er hægrimanna-
flokkurinn ákveðnastur andbanninga
megin.
17. október i ár fóru fram þingkosning-
ai í Noregi. Þá missa hægrimenn 23
þingsæti af.54, sem þeir höfðu fyrir kosn-
ingarnar, en jafnaðarmehn vinna 27 sæti
í viðbót við þau 32, sem þeir höfðu áður.
Vitanlega snerust ekki kosningar sér-
staklega um áfengismálið. En hægri-
mannablaðið »Morgenbladet« segir þó
í athugunum sínum út af kosningaósigr-
inum:
»Oss dylst það ekki, að afnám banns-
ins hefir svift flokk vorn mörgum at-
kvæðum«.
Hægrimenn (stjórnarflokkurinn) höfðu
Iofað mörgu fögru, ef bannið yrði afnmn-
ið. Það hefir gengið miður með efndirn-
ar. Þeir höfðu talið kjósendum trú um, að
fjárhagur ríkisins myndi batna. Batiun
hefir ekki sýnt sig enn. Þ.eir iiöfðu haldið
þvi fram, að drykjuskapur myndi minka.
Hann hefir aukist. Þeir höfðu staðhæft,
að smygl og launsala áfengis myndi
hverfa. »Nú er það fyrst að byrja fyrir
alvöru«, segja norskir tolleftirlitsmenn.
Þessi reynsla Norðmanna ætti aö
verða gagnleg kenning stjórnmálaflokk-
um annara landa, svo að þeir festi sér
vel í minni þann sannleika, að nú á tím-
um græðir enginn stjórnniálaflokkur á því
ad vera áfengisins megin.
------o-------
Kvikmyndir.
(Ræða flutt við vígslu G.-T.-salsins víð
Bröttugötu, Rvík, 7. nóv. 1927),
Go.od-Templararl
Kæru bræður og systur!
í þessum sal hafa um mörg undanfarin
ár verið sýndar myndir. í kvöld eru oss
enn sýndar hér myndir. Ritningarorðin,
sem upp voru lesin, bregða upp fyrir oss
myndum frá löngu liðnum tíma. Og á
myndunum sést mikil barátta, stríð og
erfiði, en líka mikil sigurgleði og lofgerð-
arhljómur.
Hjólið snýst, tímans hjól, sem aldrei
nemur staðar. Altaf birtast nýjar myndir,
og þó ekki nýjar, heldur æ og æfinlega
þær sömu: erfiði, stríð og barátta í fram-
sýn, og það svo yfirgnæfandi frá fjölda-
mörgum að sjá, að þeir koma ekki auga
á neitt annað eða nreira. »Lífið alt er
blóðrás og logandi und«. Það sjá allir, og
margiiv alt of rnargir, bæta við: »Sem
læknast ekki fyr en á aldurtilastund« —
ef það þá læknast nokkurntíma. Þeir sjá
ekki síðasta þátt myndarinnar, koma ekki
auga á sigurgleðina. Frá þeim að sjá er
barátta og erfiði ilt, ekkert annað en ilt
eitt. Þeir hafa ekki numið, að »þar sem
við ekkert er að stríða, er ekki sigur
neinn að fá«, þar er heldur enginn árang-
ur og engin gleði.
Vér erum kölluð satnan í kvöld til að
gleðjast.
Yfir hverju?
Fremst á myndinni blasir við framför
félagsskapar vors, Good-Templararegl-
unnar hér í Reykjavík, svo nrikil, að þörf
var á auknu húsnæði; Reglan gat ekki
lengur rúmast í sínum görnlu húsakynn-
um. Vissulega er þetta mikið fagnaðar-
efni.
En í baksýn á myndinni, bak við þenna
stóra sigur Reglunnar er nokkuð, sem
ýmsir koma ef til vill ekki auga á. Þar
getur að líta ótölulegan fjölda smærri
sigra. Eg segi: smærri, og á þá við, að
þessir sigrar, hver fyrir sig, séu ekki eins
víðtækir eins og heildársigur Reglunnar.
En í raun og veru eru þeir stærri. Þegar
einstaklingurinn vinnur sigur á sjálfum
sér, illum fýsnum sínum og tilhneiging-
um, þá er það stærsti sigurinn. »Sá, sem
stjórnar geði sínu, er meiri en sá, sem
liertekur borgir«. Úr fjölda slíkra sigra
myndast heildarsigurinn. Hefðu þeir ekki
unnir verið, værum vér ekki hér í kvöld.
Regla vor hefði þá yfirleitt ekki þurft á
neinu húsnæði að halda.
Þessvegna vil eg fyrst af öllu segja:
Heiður þeim, sem slíkan sigur unnu.
Þar næst vil eg ílytja þakkir öllum
þeim, sem starfað hafa að því að gera
þennan sal nothæfan samkomustað fyrir
vora göfugu Reglu. Eg veit, aö það hefir
kostað mikla fyrirhöfn, og Iaun ýmsra,
sem að því hafa unnið, engin nema gleðin
yfir að vinna nauðsynjastarí fyrir gott
málefni.
Nú er sigurhátíð. Verkið er fram-
kvænrt. Reglunni í Reykjavík er búið hús-
næði, sem henni nægir til bráðabirgða,
þangað til hún getur aftur safnast saman
á einum stað, nægilega rúmgóðum til
frambúðar, og vænta allir, að þess verði
sem skemst að bíða.
Þegar nú þessi salúr er tekinn til af-
nota fyrir Regluna, skal þess minst, hver
þau afnot eru.
Er þess þá sérstaklega að geta, að af-
notin af þessum sal eru ekki algerlega
með sama hætti eins og tíðast er um þá
sali, sem Reglan notar'. Hér verða ekki
leyfðar háværar skemtanir eða gleðskap-
arsamkomur, heldur verða templarar
kallaðir hér saman fyrst og fremst til al-
vörustarfs.
»Templar« þýðir upphaflega hermað-
ur. »Góðtemplar« þýðir þá góður her-
maður. Það er skyldustarf hvers her-
manns að berjast, og góðir hermenn
berjast vel. Óvinurinn, sem Góðtemplar-
ar eiga i höggi við, er öflugur og máttug-
ur. Þess er full þörf, að vel sé barist, ef
sigurs á að verða auðið, og vitanlega
leggur enginn til orustu með öðrum á-
setningi en þeim að sigra.
En starf Reglunnar er meira en bar-
átta; það er einnig uppbyggingarstarf.
»Þeir, sem hlóðu, voru allir girtir sverði
um lendar sér. Þannig unnum vér að
verkinu«, segir Nehemía. Þannig skulum
vér Góðtemplarar einnig vinna að voru
verki.
Hvað skal byggja?
Oss sjálfa skuluin vér framar öllu öðru
uppbyggja. Oss er það fyrirsett að vera
musteri, veglegra en nokkurt það hús,
sem með höndum er reist.
. »Vort lijarta sé musteri heilagt það,
er herrann í bústað eigi«.
Úr þessum efnivið myndast svo stærri
bygging — bygging Reglunnar.
»Látið uppbyggjast sem lifandi stein-
ar«.
Þegar svo er til efnisins vandað, skal
vissulega fyrirheitið rætast:
»Þar skal nafn mitt búa«.
Hér skulu nú Góðtemplarar — góðir
hermenn — safnast saman sér til upp-
kyggmgar og Reglu vorri, og hér skulu
þeir tygjast til baráttunnar.
Hingað skulu þeir koma og leita þess
slyrks trúar og vonar, sem bræðralagið
veitir, en umfram alt til að leita styrks
hjá honum, sem í veikum er máttugur.
Hingað skulu þeir koma til að sækja
meira ljós þekkingar og skilnings á þörf-
um mannanna og á ráðum og meðulum
til að bæta úr þeim.
Hingað skulu þeir koma til að sækja
meiri yl kærleikans og samkendarinnar
með þeim, sem bágt eiga.
Dimt og kalt er í mörgum hjörtum og
á mörgum heimilum vegna bölvunar á-
fengisnautnarinnar, og vegna þess að
mennirnir hafa ekki skilið afstöðu sína til
meðbræðra sinna, aldrei lært að hugsa
um aðra en sjálfa sig.
Héðan skulu góðir hermenn út ganga
styrkari en þeir komu hingað, og þeir
skulu miðla þeim, sem veikir eru, af
styrkleika sínum.
Þeir skulu héðan fara upplýstari, og
ekki skulu þeir setja ljós sitt undir mæli-
ker, heldur glæða það með því að flytja
birtu til þeirra, sem í myrkri ganga.
Ylríkari skulu þeir fara út héðan og •
verma þá, sem kalt er úti fyrir.
»Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá«.
Góðir hermenn eru sívakandi.
Það var dauðasök hjá Rómverjum, að
sofna á verðinum. í Reglu vorri er það
einnig dauðasök. Það líf, sem Reglan
hefir gróðursett og glætt, kulnar út, ef
svefnin fær yfirhönd.
Verum því sívakandi, sistarfandi, lýs-
andi og vermandi. Þá mun á oss rætast
fyrirheitið. Þá mun vegsemd Reglu vorr-
ar aukast fyrir vorn tilverknað. Oss mun
þá hlotnast náð til þess að stilla blóðrás
og glæða logandi undir þjóðféfags vors.
Templar-nafnsins mun þá minst verða
með virðingu og þakklæti af öldum og
óbornum:
Templarar eru góðir hermenn fyrir
gott málefni.
Guð gefi því orði sigur.
-------o-------
Adam Poulsen
leikhússtjóri frá Kaupmannahöfn var
staddur i Reykjavík í nóvembermánuði.
Flutti hann erindi í Templarasalnum við
Bröttugötu 26. nóv. og sýndi skugga-
myndir. Efni fyrirlestursins var um hag
Norðurlandabúa í Bandaríkjunum og
bannið þar. Hefir Poulsen farið víða um
Bandaríkin og verið þar mikið á árunum
1918—1924. Er hann strangur bindind-
ismaður og ákveðinn bannmaður. Sagð-
ist honum mjög á annan veg frá um áhrif
bannsins þar vestra heldur en ýmsum
þeim ferðamönnum, sem andbanninga-
blöðin hér hafa verið að vitna í. Sannaði
hann með óhrekjandi tölum nytsemi
bannsins. Bandaríkjamenn hafa jafnan
þótt standa öðrum þjóðum framar um
verndun einstaklingsfrelsisins. Hefir því
mörgum hér austan hafsins þótt kynlega
við bregða, er þeir lögleiddu bannið, sem
af ýmsum er talið vera glæpur gegn ein-
staklingsfrelsinu. Sýndi ræðumaður ræki-
lega fram á, að bannið væri einmitt til
þess sett að vernda frelsi einstakling-
anna. Amerískar mæður og þeir aðrir,
sem ant væri um framtíð þjóðar sinnar,
hefðu tekið rögg á sig og svift í vetfangi
burt þeirri hættu, sem alstaðar var á leið
unglinganna og var vel á veg komin að
gera marga þeirra að þrælum. Væri þetta
öruggasta leiðin til þess að uppala frjálsa
og þróttmikla þjóð í frjálsu landi.
i