Templar - 01.10.1928, Blaðsíða 1

Templar - 01.10.1928, Blaðsíða 1
XLI. árg. Reykjavík, Okt. 1928. 10. blað. I’ýip kau|ien«lur að næsta (42.) árg, ,Templars fá allan þennan yfirstandandi árgang ókeypis er þelr liafa greitt andvirdl næsta árganga. Sendið afgreiðslumanni blaðsins 3 kr. íyrir næsta nýár. Þá mnn yður strax verða sendur yfir- standandi árgangur, og siðan árg. 1929, jafnóðum og hann kemur út. Jj0F~ Alllr lesendur ^Templari^ og allir templarar eru beðnir að bjálpa til að útbreiða blaölð — og benda mönnum á þessi kostakjör. Bindindisþingið í Antwerpen. Alþjóðaþingið gegn éfengisbölinu, bið nitjánda í röðinni, var selt 20. ágúst síðastl. i Aniwerpen i Belgiu. t*að stóð í sex daga. Það var haldið i stórum og fallegum sal, i innum hins konunglega listafjelags í Arenberggötu. Þarna var saman kominn mesti sægur áhugamanna um bindindismái og fulltrúar rikisstjórna 30 landa. Sumir þessir fulltrúar voru bindindisfrömuðir, en aðrir áhugalitlir um þessi mái, t. d. nokkrir konsúlar, ráðherrar, stjórnardeildarstjórar, skrif- stofustjórar, sendiráðsskrifarar og sendi- herrar. — Kunnir vísindamenn, klerk- ar, stjórnmálamenn, kennarar, læknar, munkar, lögmenn, rithöfundar og aðrir brautryðjendur bindindishreyfiugarinnar, konur og menn, ungir 0g gamlir, sátu bekkinn á þessu þingi, þar á meðal margir ungir stúdentar hvaðanæfa. Þar gat að lita lúterska menn, kaþólska, Múhameðsmenn, Meþódista. Unitara, spiritista, Peósófa (guðspekinga) og enn aðra trúarflokka. Flestir stjórnmála- flokkar áttu þar einhver ítök í hópn- um. Þarna hittust þjóðir úr öllum heims- álfum, að minsta kosti 35. — Fulltrú- ar voru frá Ástralíu, Japan, Klna, Persíu, Tyrklandi, Egiptalandi, Uruguay, Bras- ilíu, Perú, Venezuela, Equador. Banda- rikjum Norður-Amerlku, frá 19 Evrópu- rikjum og frá erkibiskupinum i Malines i Belgiu. Par að auki mættu á þinginu samherjar frá fleiii löndum, þó að ekki hefðu þeir stjórnarumboð. Eg vissi ekki til, að nokkrir væru frá Rússlandi, Al- baniu, Spáni eða Portúgal, en frá ílestum eða öllum öðrum rikjum i Eviópu.— Það bafa aldrei komið jafnmargir stjórnar- fulltrúar á bindindisþing sem nú. Pýzka stjórnin sendi fulltrúa fyrsta sinni og Frakkar sömuleiðis. Frá sumum rfkjum voru 3 og 4 stjórnarfulltrúar. — Petta sýnir og sannar, að hjer um bil allur hinn svokaljaði mentaði beimur teiur áfengismálið eitt af alvarlegustu og merkilegustu málum nútímans, og að ríkisstjórnir margra landa sjá nauðsyn þess, að fá viðunanlega lausn hið fyrsta þessa alþjóðlega viðfangsefnis. Pað er viðurkent, að bjer sje um að ræða þung- bært þjóðfjelagsböl, sem verði að ráða bót á. Bindindishreyfingin hefir fengið byr i seglin, og heimurinn hlustar, þeg- ar forkólfar þessarar hreyfingar tala. Zanz, belgiskur prófessor, setti þingið. Var hann forseti belgisku þingnefndar- innar, sem annast hafði allan undirbún- ing heima fyrir. Veitir hann forstöðu sambandi bindindisfjelaga i Belgiu. SKýrði hann i stuttu máli frá sögn al- þjóðaþinganna gegn áfengisbölinu og bauð stjórnarfulltrúa og aðra gesti vel- komna á þingið. Pöld, piófessor frá Dorpat á Eistlandi, var formaður hinnar föstu nefndar, er sjer um skipulag ogboðun alþjóðaþinga þessara og erindaflutning á þeim. Hann þakkaði Belgjum fyrir undirbúninginn i Antwerpen og viðtökurnar og gaf yfirlit um, hvernig komið væri málum vorum um viða veröld. Að lokum talaði hann nokkrum hvatningarorðum til þingsins. Var máli hans vel tekið. Mælti hann á þýzka tungu, en próf. Zunz á frönsku. Pessu næst steig gamall og gráskeggj- aður Englendingur, Adkins að nafni, i ræðustól. Hnnn skýrði nokkrum orðum frá fyrsta alþjóðaþinginu gegn áfengis- bölinu. Pað var haldið í Antwerpen, í þessum sama sal, árið 1885. Lifa ein- ungis þrir allra þeirra, er sátu á þvi þingi, en Adkins var hinn eini þeirra, er nú var viðstaddur. Hann flutti áhrifa- mikla ræðn. Lagði hann áherslu á, að hvert þing heíði verið betra en hið næsta á undan. Jafnt og þjett þokast fylkingarnar áfram. »Sigandi lukka er best«. Vjer nálgumst óðum markmiðið. Áfengið á ekki að skipa sæti i mann- legu lifi. Menn eru óðum að sannfærast um það. Adkins var bjartsýnn. Klökk- ur mintist hann horfinna samherja, með fögnuði leit hann yfir voldugan her i þjónustu bindindis- og bannhreyfingar- innar á vorum dögum og af eldmóði mælti hann hugdjörfum hvatningarorð- um til æskulýðsins, sem á að vinna fullnaðarsigur i baráttunni við einn binn skæðasta óvin mannkynsins. — Maii gamla mannsins var tekið með miklum tögnuði. — Pað var systir i Good Templ- arreglunni, sem átti frumkvæðið að al- þjóðaþingunum gegn áfengisbölinu. Hún hjet Charlotte Gray. Var forstöðukona ensks skóla i Antw-rpen. Varð templar þar í bænum árið 1878. Þessi kona hratt af stað alþjóðasamtöknm gegn áfengis- bölinu. Við getum tæplega gert okkur í hugarlund, hve miklu hún hefir komið til leiðar fyrir bindindismálið og mann- kynið í heid sinni. Pað má þvi ekki minna vera, en að hennar sje minst, að minsta kosti í sambandi við alþjóða- bindindisþing í Antwerpen. Að lokinni ræðu hr. Adkins var röð- in komin að fulltrúum rikisstjórnanna. Von var á 30 ræðuml Pað er ekki að undra, þó að maður láti sjer detta i hug, að ýmsir hafi beðið fyrir sjer, er þeir áttu von á svo mörgum ræðum. Þeir gátu búist við löngum ræðum, og þær eru oftast heldur þreytaudi Eu við, sem vorum stjórnarfulltrúar, höfðum fengið vinsamlega áskorun frá aðalritara þings- ins, dr. Hercod í Lausanne, um það að halda örstuttar ræður, helst ekki tala lengur en þrjár mínútur og skila ræð- unum til sfn á eftir. Pað var nauðsyn- leg öryggisráðstöfun, því að annars gat hæglega komið fyrir, að þessir herrar hefðu talað fram á rauða nött eða jafn- vel fram undir morgun. Við vorum kvaddir máls í franskri stafrófsröð rfkja þeirra, sem við vorum fulltrúar fyrir. Pýzkaland (Aliemande) byrjaði. Ástraiia kom næst og svo koll af kolli. Eg lenti svona hjerumbilí miðri fylkingunni (Is- lande). Afleiðingin af tímaskömtuninni var sú, að ræðurnar voru flestar mjög fátæklegar að efni. Altaf klingdi þetta sama: Kær kveðja frá minni stjórn og þjóð. Bestu óskir. Vel er unnið með minni þjóð. Heill Belgjum, sem nú hafa boðið okkur heim. — Larsen-Ledet seg- ir í Afhoid'dagbladet, að rækilegastar hafi verið ræður stjórnarfulltrúanna frá Ástralfu, Búlgariu, Brasiliu, Finnlandi, Islandi, Rúmenlu, Sviss og Sviþjóð. — Stjórnarfulltrúa bannlandsins mikla i Vesturheimi, Mr. Doran frá Bandarikj- um Norður-Ameríku, var tekið með

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.