Templar - 01.10.1929, Side 1
TEMPLAR.
XLII. árg.
Reykjavík, Október 1929.
10. blað.
Ávarp til ógiftra kvenna.
(Flutt á stúkufundi.)
Eg vil minnast hjer með fáeinum
orðum á kvenfólkið í Reglunni. Á því
er enginn vafi, að kvenfólkið hefir unnið
og vinnur mikið og gott starf sem
Templarar, bæði óeigingjarnt og kær-
leiksríkt starf; óeigingjamt að því leyti,
að fáar konur þurfa sakir sjálfra þeirra
að vera í Reglunni, og flestar konur,
sem starfa sem Templarar, gera það
sakir annara og vinna þá kærleiksrikt
starf. Og þó mætti yfir höfuð segja um
konur, ekki síður en karla, að þær
gætu unnið miklu meira gagn Reglunni
en þær vinna.
Eg heyrði fyrir nokkrum dögum
mikiismetna frú segja þctta sama á
stúkufundi um systur sinar, segja, að
þær gætu unuið Regiunni meira gagn
en þær hafa gert og gera. En ekki tók
hún neitt fram um það, hvernig þetta
mætti verða.
Mjer þóttu þessi ‘orð svo sönn og
eftirtektarverð, að ástæða væri til að
athuga þau vel. Við athugun þykist eg
hafa fundið eina starfsaðferð, er konur
gætu haft, til þess að miklu meira gagn
leiddi af starfi þeirra fyrir bindindis-
málið en til þessa hefir orðið. — Þetta
skal eg nú reyna að útskýra, og vil eg
þá þegar taka það fram, að orð mín
verða aðaliega og einkum stiluð til
ungra og ógiftra kvenna, og er ætlast
til að verði heyrð af þeim.
Það var*fyrrum tíska hjer á landi
að feður rjeðu fyrir ráðahag dætra
sinna. Biðillinn varð fyrst að snúa sjer
til föðursins. Og þegar faðirinn var
höfðingi og maður auðugur, var hann
mannvandur vegna dóttur sinnar, og
þá ekki síst að því leyti, að biðillinn
þurfti að vera jarðeigandi, til þess að
honum yrði tekið.
Til er slík saga um einn höfðingja á
16. öld, Magnús Jónsson prúða í Ögri.
Hann átti margar dætur. Sæmundur
sonur Árna Gíslasonar á Hlíðarenda,
annars stórhöfðingjans frá, bað Elínar
Magnúsdóttur, en fekk afsvar með
þessari vísu frá Magnúsi:
Fæst ei skjól hjá faldasóJ.
Firðar honum paö segi. r
Nema fái’ ann Hól fyrir höfuðból
hana fær hann eigi.
Málið liðkaðist þó seinna svo, að
Árni fekk Sæmundi syni sfnum Hól til
eignar. Giftumálin gengu fram og Sæ-
mundur fekk Elinar.
Hóll, sem visan nefnir, er Hóll í Bol-
ungarvik vestra, stærðarjörð að fornu
og nýju.
Nú er öldin önnur. Þá, á 16. öld, og
lengi áfram, fram á 19. öld, var alsiða
að feður rjeðu fyrir giftingu dætra sinna,
og voru höfðingjar vandir að því að
dæturnar tækju ekki »niður fyrir sig«,
hvorki að ættgöfgi nje efnahag. Nú er
tiskan breylt. Biðlarnir snúa sjer beint
til meyjanna, sem þeir girnast. Sam-
þykkis feðranna er sjaidnast leitað, fyr
en alt er kiappað og klárt rnilli ungu
hjúanna.
Þetta er ekki vert að iasta. Þó var
gamli siðurinn góður að því leyti, að
faðirinn hafði þá fyrirhyggju fyrir dóttur
sinni, að krefjast þess, að tengdasonur-
inn ætti eða fengi til eignar jörð, sem
hann gæti byrjað búskap á.
Pessi siður vor svo góður, að þó
hann verði ekki tekinn til bókstaflegrar
eftirbreytni nú, þá má þó mikið af
honum læra. Fyrrum höfðu feðurnir
fyrirhyggju fyrir dætrum sfcum, áður
en þær gengu út i hjónabandið. Nú
verða ógiftar stúlkur að bera sjálfar
sltka fyrirhyggju fyrir sjer, sem Magnús
prúði bar fyrir Elínu dóttur sinni. Nú
eiga ungar stúlkur, er þar að kemur,
hver um sig að krefjast, að biðillinn,
sem býðst, eigi Hól fyrir höfuðból;
ekki þó Hót í Bolungarvík nje Hóia í
Hjaltadal, ekki Laxamýri nje Skildinga-
nes við Skerjafjörð, ekki neina stórbýlis-
eða smábýlis-jörð, heldur nokkuð annað
sem er miklu meira virði en t. d. Hólar
f Hjaltadal.
í minni okkar gömlu mannanna, sem
nú lifum, bjó einkasonur foreldra sinna
á Hólum í Hjaltadai, og stóð til að
erfa þá jörð, og um 20 aðrar jarðir,
stærri og smærri. Auk þess hafði hann
fengið nokkurt fje með konu sinni. Alt
eyddist þó. Allar jaröirnar gengu úr
ættinni. Að iokum varð maður þessi,
ásamt konu og börnum, að ieita af
landi burt. Og hvað oili ? Fyrsta og
fremsta orsökin var sú, að maðurinn
var óreglumaður, afskaplega drykkfeldur.
Nei, eg á ekki við Hól i Bolungarvík
nje við Hóla í Hjaltadal, er eg segi, að
hver ung stúlka eigi, þegar henni býðst
biðill, að krefjast þess, að hann eigi
Hól. Eg á við annað verðmæti, — verð-
mæti, sem allir geta átt eða eignast, ef
þeir vilja, og það er þetta: að pilturinn
sje bindindismaður, þrautreyndur bind-
indismaður, vanur þvi árum saman að
vera í bindindi og vinna f og fyrir
bindindisfjelagsskap. Að vera slikur
bindindismaður er miklu betra en að
erfa Hól i Bolungarvik eða Hóla i
Hjaltadal; það er rniklu meira vert en
nokkurt fje.
Og þetta verðmæti gætu allir karl-
menn eignast, ef þeir byggju sig undir
það nógu snemma, ef þeir þegar á unga
aldri gerðust fullkomnir bindindismenn,
ef þeir afneituðu þegar öllu áfengi,
höfnuðu Bakkusi æ og alstaðar.
Hvílik breyting gæti með þessu orðið
á maunlegu lífi, ef allir ungir menn,
eða þó ekki væri nema allur þorri
ungra manna, væri þegar orðnir
slikir bindindismenn, fastir, stöðugir og
áreiðanlegir.
Alkunnugt er, hvilíkt böl kemur inn
i heimilið og hjúskaparlífið með of-
drykkju húsföðursins, eða hvilík hörm-
ungauppspretta drykkjuskaparóreglan er.
Engin stúlka mundi vilja ganga út i
lífið með drykkfeldum manni, ef hún
gerði sjer i tima nokkurn veginn rjetta
hugmynd um, hvernig samlífið með
honum gæti orðið. Fyrir fullum 30 árum
komst ung slúlka svo að orði, í sam-
tali við stöllur sinar og vinkonur, »að
sjer væri ómögulegt að ganga að eiga
bindindismann«. — Hún eignaðist líka,
vesalingurinn, mikinn drykkjumann,
mann, sem orðinn var þegar ofdrykkju-
maður, áður en þau komu saman.
Nokkur eru þekt dæmi þess, að kona
hefir bundist bjúskaparheiti við mann,
sem þegar var orðinn mjög vínhneigður.
Konuefnið fann þann einn ljóð á mann-
inum, að hann neytti of frekt áfengis,
og gekk þvi eftir þvi loforði, að hann
bætti að drekka. Ekki stóð á loforðinu.
En efndirnar urðu Iakari.
Þeir menn, sem kynst hafa drykkju-
mönnum og gera sjer nokkurn veginn
rjetta hugmynd um, hversu afarerfitt er
fyrir drykkjumanninn að leggja áfengis-
nautnina alveg niður, skilja hversu
ógætilegt og hættulegt er fyrir konu
að ganga i hjúskap með vínhneigðum
manni, þótt hann hafi látið það að
orðum hennar og óskum að lofa þvi
að hætta allri vínnautn. Laus loforð í
þessu efni eru Ijeleg og völt undirstaða
að reisa á heill og hamingju heillar æfi.
Það er ólíkt álitlegra fyrir stúlkuna
að ganga út í samlif alla æfina með
þeim manni, sem árum saman hefir