Templar - 01.10.1929, Síða 2
2
TEMPLAR
stöðugt verið bindindismaður. Þvi þá
hefir stúlkan þá bestu tryggingu, sem
kostur er á, fyrir heill og hamingju í
framtíðinni.
Og þá er auðskilið, hvað eg á við, er
eg segi, að ungar og ógiftar stúlkur eigi
að beita fyrirhyggju, er að haldi komi,
áður en þær fara út í hjónabandið.
Eg á við það, að þær strengi þess heit
að giftast engum manni, nema þeim,
er þektur sje og reyndur að því að
vera traustur bindindismaður, eða hafi
hafnað öllu áfengi um lengri tima, áður
en þau taki saman.
Txl eru mörg fjeiög hjer í Reykjavík,
eflaust miklu fleiri en eg þekki nöfnin
á. Eg sakna eins fjelags meðal ógiftra
kvenna, og það er það, að ungar stúlkur
bindist föstum fjelagsskap um það, að
giftast ekki nema langreyndum reglu-
og bindindismönnum. Slíkur fjeíags-
skapur þyrfti að stofnast og gerast
kunnur almenningi.
Eg þekki ekki meiri óláns- og ógæfu-
manneskju en þá konu, sem á mikinn
ofdrykkjumann, og verður alla æfi að
berjast við það afskaplega böl, sem
áfengisástriða mannsins leiðir yfir heim-
ilið, konuna og börnin. Slikum hörm-
ungum verður ekki iýst eins og þær
eru eða reynast þeim, er fyrir þeim
verða.
Fyrir þessar hörmungar yrði að
mestu eða öllu tekið, ef stofnaður væri
meðal kvenna sá fjelagsskapur, er bjer
hefir verið nefndur, og hann næði að
verða almennur.
Ekki mundi þurfa að kviða þvf, að
hjónaböndum fækkaði, ef þessi fjelags-
skapur kæmist á, nema þá allra fyrstu
árin. Því með þessu væri stofnað til
hinnar almennustu og kröftugustu bind-
indisútbreiðslu meðal karlmanna. Ungir
menn mundu þyrpast hópum saman
inn í reglubundin bindindisfjelög, svo
að margir biðlar mundu æ bjóðast,
sem sannað gætu að þeir væru reglu-
menn og langreyndir bindindismenn,
er þeir þyrftu að geta sannað það fyrir
einhverri blómarósinni.
Magnús prúði gaf forðum góða og
eftirbreytnisverða fyrirmynd um fyrir-
hyggju, er hann kvað vísuna til Sæ-
raundar Árnasonar:
Fæst ei skjól hjá faldasói.
Firðar honum pað segi.
Nema fái’ ann Hól fyrir höfuðból
hana iær hann eigi;
fyrirmynd, sem nú er gild orsök til að
eggja konur lögeggjan til að fylgja.
Eg las fyrir fáum dögum fyrirlestur
um »Reykjavfkur-stúlkuna« eða stúlk-
urnar. Höfundurinn kemst þar svo að
orði: »Engin dama felst á að dansa
við drukkinn mann«. Þetta virðist vera
reynsla höfundarins, og verður ekki
betur sjeð en að hann harmi, að svo
sje nú komið hjer. Þetta eignar hann
hinum »skaðlegu áhrifum bannlaga
vorra«, sem snerti ekki að eins Reykja-
vikur-stúlkurnar, heldur alt menningar-
ástand vort.
Við Templarar höfum alt aðra skoðun
á þessu en höfundur fyrirlestursins.
Ef það væri satt, að engin dama fallist
á að dansa við drukkinn mann, þá
mundum við gleðjast stórum af því.
Ef þetta er satt, þá eru Reykjavíkur-
stúlkurnar á rjettri leið. Og þá þurfa
þær ekki að taka svo afarmiklum fram-
förum eða gera svo stórt stökk, til að
hafa með sjer samtök og mynda reglu-
bundinn fjelagsskap um það að hafa
alls ekkert samneyti við drukkna menn,
og að giftast þeim einum, er nokkurn
veginn nægileg trygging er fengin fyrir
að sjeu reglumenn og verði áfram full-
komnir bindindismenn.
Eg lýk þessum orðum með því að
lýsa þeirri ósk og von, að þess verði
ekki langt að biða, að margar ungar
stúlkur myndi með sjer fjelag um þetta
efni, og kveði vísuna með Magnúsi
prúða, þó lítið eitt breytta:
Fæst ei skjól hjá faldasó),
firðum birt er snjöllum,
□ema eigi Hól fyrir böfuðból,
o: hafni Bakkus öllum.
Bj. Porl.
Afturgöngur.
Það er ævagamalt lögmál, að misgerð-
ir feðranna koma niður á börnunum f
þriðja og fjórða lið.
Flestir þekkja þess dæmi, hversu
óhófsemi og ýmiskonar ólifnaður hafa
hefnt sin áþreifanlega, ekki að eins á
óhófsmönnunum og ólifnaðarseggjunum
sjálfum — og stundum alls ekki á þeim
— heldur á afkomendum þeirra, sem
þó enga sök áttu á misgerðum feðra
þeirra.
Sjeu þess konar lestir látnir þróast
f næði, án þess að alvarlegar ráðstaf-
anir sjeu gerðar til þess að stemma
stigu fyrir þeim, grafa þeir um sig og
eitra smám saman út frá sjer, svo að
þjóðlifið alt verður sem heltekið. Er þá
skamt að blða aldurtila þeirrar þjóðar,
sem svo óiánssöm hefir orðið, að ala
hjá sjer slika sýkla. Veraldarsagan geym-
ir þvílík dæmi, eftirtektarverð og ægi-
leg, öðrum þjóðum til varnaðar.
Leikrit Ibsens »Afturgöngur«, sem
lagt hefir verið út á fslenska tungu og
sýnt hjer á leiksviði, sýnir, hversu lest-
irnir ganga að crfðum og birtast bjá
afkomendum, svo að feðrunum ofbýður.
Eggert Ólafsson bendir á í »Búnaðar-
bálki« sínum, hversu fóstrið í móðurllfi
veiklast vegna skapbrests móðurinnar,
og slðan, hversu móðirin
»fóstrar paö eftir sinni mynd,
hinn ungi svo aö fái fyrst
foreldra spor að rckja lyst«.
Hann minnir hjer á, hvernig tvent hjálp-
ast að til að ákveða auðnuleysisbraut
barnsins, sem sje arfgengi og uppeldi.
Ibsen var spámaður sinnar samtiðar,
glöggskygn og athugull, beiskorður og
harðorður, eins og spámenn eru vanir að
vera, misskilinn og hataður af öllum
þeim fjölda, sem hann ávitaði og af-
hjúpaði.
Eggert var spámaður íslensku þjóðar-
innar á sinni tíð, og það varð eitt af
bjargráðum íslendinga frá yfirvofandi
glötun, að ýmsir þeirra bestu menn
báru gæfu til að veita bendingum hans
eftirlekt og draga lærdóin af þeim. Það
er ekki gott að vita, nema hinn svip-
legi dauðdagi Eggerls hafi orkað þar
nokkru. Getur vel verið, að orð hans
hefðu fremur fallið í gleymsku og þau
hefðu vakið minni athygli, ef bráður
bani á blóma-aldri hefði ekki svo sem
undirstrykað þau.
En eitt er vist, og það er að kenn-
ingum hans, þeim er_að ofan eru til-
færðar, hefir ekki verið almennur gaum-
ur gefinn, svo að einstaklingar, ættir
eða þjóðin öll raætti verða vitrari og
betri.
Hve margir skyldu þeir íslenskir for-
eldrar vera, bæði mæður og feður, sem
hafa á einn eða annan hátt lagt sáð-
korn auðnuleysis og vesaldóms á lífs-
braut afkomenda sinna, jafnvel áður en
þeir sáu dagsljósið, og þá ekki sfður
með óskynsamlegu uppeldi? Myndu
þeir ekki vera tiltölulega fáir, foreldr-
arnir, sem gætu synjað fyrir, að ólán
barnanna væri að einhverju leyti þeirra
sök?
Hjer er ekki illum vilja til að dreifa.
Ekkert er það foreldri, sem óski sf-
kvæmi sínu, öldu eða óbornu, ófarnað-
ar, vansæmdar og ræfilsháttar. Þeir eru
jafnvel fáir, sem taka myndu sjer í
munn orð Loðviks 15. Frakkakonungs:
»Það draslast einhvern veginn, meðan
eg lifi, en eftirmaður minn fær að kenna
á því«. Hitt mun venjulegast, að þekk-
inguna skorti á því að hætta sje á ferð-
um. Kæruleysissvarið: »Pað kemur ekki
öðrum við en mjer, þó eg drekki«, á
vafalaust rót sína í þekkingarskorti og
hugsunarleysi, en ekki beinum illvilja.
Eftirlátsemi við meðfæddar fýsnir og
rótgróinn ávana getur eflaust leitt menn
langt í kæruleysi og eigingirni, en þó
ekki að jafnaði svo langt, að allar æðri
tilfinningar sjeu útkulnaðar, ef tækifæri
næst til að komast að þeim. Örðug-
leikinn er oft og einatt mestur sá, að
fá tækifæri til að snerta þessar tilfinn-
ingar, þegar um ofdrykkjumann er að
ræða, því að hann er undir sífeldum
áhrifum áfengisins, sem gera það að
verkum, að þær fá ekki notið sin.
íslendingar eru taldir sögufróðir og
sjerslaklega ættfróðir flestum öðrum
fremur. Það fer varla hjá því, að ýms-
um hljóti að verða hugsað til margra
blómlegra ætta, sem uppi voru og mik-
ið kvað að t. d. á dögum Eggerts
Ólafssonar. Hvar eru nú afkomendur
þeirra? Sumar þessar ættir eru svo að
kalla útdauðar eða eftir standa að eins
nokkrir kaldir kvislir af þeim meiði,
sem fyrrum sýndist svo þroskávænleg-
ur. Hvað veldur? Oftast, ef ekki alt af,