Templar - 01.11.1929, Blaðsíða 3
TEMPLAR
3
sænskra templara. En það gefur að
skilja, að þær breytingar hafa ekki
orðið til þess að auka gengi Reglunnar
rneðal enskumælandi þjóða.
Um hátiðahöldin i Gautaborg 4.-6.
nóv. eru ekki frjettir komnar, þegar
þetta er ritað. En vist er um það, að
mikið heflr þá verið þar uni dýrðir.
Og svo er skamt til næsta hófs, 50 ára
afmælis Stórstúkunnar sænsku, sem
haidið verður hátíðiegt að sumri i sam-
bar.di við Stórstúkuþingið og Hástúku-
þingið i Stokkhólmi í júlímánuði. Mun
þar þá safnast saman ótölulegur fjöldi
templara frá öllum löndum heims, og
hefðu þó ýmsir heldur kosið að stefna
lengra norður á bóginn, — til íslands,
ef vjeí- hefðum sjeð oss fært að veita
þeim þær viðtökur, sem skylt er. Vjer
verðum að láta oss nægja að heim-
sækja Sviana i þetta sinn, og lita i
þeirri von, að oss auðnist að geta boðið
Hástúkunni heim siðar — þegar betur
stendur á.
Velmegun og bann.
Csmpbell majór flutti 21. júní í vor
erindi í káupmannafjelagi í Nevv York
um tjárhagshlið bannsins. Sýndi hann
fram á, hversu mjög kaupgeta og auð-
magn almennings i Bandarikjunum hefir
aukist sfðan bannið var leitt í lög. —
Hjer verður að eins drepið á fátt eitt
Úr fyrirlestri þessum.
Árið 1919 var tala þeirra, sem áttu
fje í sparisjóðum, rúmar 18 miljónir.
Arið 1928 var hún yfír 53 miljónir,
þ. e. nærri helmingur allra ibúanna.
Það, sem orsakar þessa háu tölu, er
velmegun almennings, ekki auðmagn
nokkurra fárra einstaklinga.
Innieignirnar námu rúmum 13000 milj.
doll ira áriö 1919, en 28500 miljónum
árið 1928.
1919 voru rúmar 4 milj. manna hlut-
hafar í byggingarfjelögum. 1927 voru
þeir ll1/* milj.
Árið 1919 voru 12*/i milj. manna
liftrygðir fyrir samtals rúmum 24 þús.
miljónum dollara. Árið 1927 voru þeir
yflr 27 milj. og tryggingarupphæðin yflr
65 þús. milj. dollara.
Árið 1921 voru 2413 þúsund nem-
endur i gagnfræðaskólum, en 1927 eru
þeir 4053 þúsund.
Árið 1922 voru 10028 einbýlishús í
New Yorkborg. Á'ið 1927 var tala slíkra
húsa orðin 60029. Tala tvibýlishúsa var
þessi sömu ár 3019 og 32934, og þrí-
býlishúsa 310 og 7712. Eigendur allra
þessara húsa eru yflrleitt úr hinum svo
nefndu »vinnandi stjettum#. Virðingar-
verð húsa þessara var 1922 rúmar 83
milj. dollara, en 1927 900 milj. dollara.
Arið 1919 voru smiðaðir 1577716
bilar í Bandarikjunum og var smásölu-
verð þeirra 1863 milj. dollara. 1927
var þessi fremleiðsla kontin upp i 2946
þús. og smásöluverðið í 3000 milj. doll-
ara.
Árið 1928 voru skrásettir í Banda-
rikjunum yfir 23 milj. bíla, þ. e. hjer
um bil einn á hverja 5 ibúa.
Pegar ræðumaður hafði lokið þessum
samanburði, sem bjer er að eins út-
dráttur úr, hjelt hann áfram:
»En nú ætla eg að róa yður, og
jafnframt, ef til yill, baka ýmsum yðar
vonbrigði. Eg ætla ekki að halda því
fram, að þessi gífurlega aukning vel-
megnnar og vaxandi kaupgeta almenn-
ings sje eingöngu banninu að þakka.
Eu eg fullyrði, að hún sje að nokkru
leyti banninu að þakka. Eg’fullyrði, að
hún sje svo mikið því að þakka, að
full ástæða væri fyrir yður sem kaup-
sýslumenn að veita því athygli og íhuga,
hvar þier væruð staddir, ef þessari or-
sök velmegunarinnar væri burtu kipt.
Auðmagn Bandarfkjanna er nú á
dögum undrunarefni og öfundar um
allan hinn mentaða heim.
Hafið þjer nokkurn tíma reynt fyrir
alvöru að gera yður grein fyrir ástæð-
unum til þessarar einstæðu velmegunar
síðasta áratuginn?
Getið þjer með fullri samviskusemi
skýrt hana, án þess að taka bannið
með í reikninginn?
Eg efast um það.
Eg hefi nú sýnt yður aðra hlið reikn-
ingsins.
Nú sný eg mjer að hinni hliðinni,
og yður er óhætt að trúa þvi, að hún
er merkileg«.
Mr. Campbell gaf nú yfirlit yflr á-
fengiseyðsluna, áður en bannið komst
á, og tók meðaltal trá árunum 1914,
1915 og 1916, þ. e. síðustu árunum á
undan striðsbanninu.
Á þeim tímum voru árlega drukknar
1845 milj. gallóna (rúml. 8300 milj.
lítra) af öli. Eftir þáverandi verðlagi
nam andvirði þess 2952 milj. dollara,
en myndi nú kosta að minsta kosti
6000 milj. dollara. Ef bannið hefði ekki
komið, væri öldrykkjukostnaðurinn kom-
inn upp í 8000 — 10000 milj. dollara,
m. a. vegna aukinnar fbúatölu.
»þótt dregið sje frá þessari upphæð
sem svarar 1000 milj. dollara fyrir ó-
löglegu öli, eru samt eftir 7000 — 9000
milj. dollara, sem eg vil biðja yður að
stryka út úr viðskiftaveltu yðar. —
Og minnist þess, að ölið var drykk-
ur veikalýðsins.
En þetta var að eins byrjunin«.
1914—1916 var árl. drukkið 68649000
gallóna af whisky. Pað var þá 439355000
dollara virði.
Aðrar sterkar áfengistegundir og inn-
flutt vín námu til samans um 155 milj.
dollara, en samanlögð áfengiseyðsla
3591 milj. dollara.
Pessi sömu ár-voru samanlagðar árs-
tekjur allra Bandarikjamanna 34300
milj. dolla^a. Fullkomlega tiundi hluti
þeirra hefir þá gengið til áfengiskaupa.
Árið 1928 eru tekjurnar taldar 81000
milj. dollara. »Eg vil í einlægni spyrja
yður, hvort ekki sje leyfilegt að gera
ráð fyrir að tiundi hluti þeirra færi nú
til áfengiskaupa, ef ekki væri bann. —
Yjer höfum haft bann f 10 ár í
Bandaríkjúnum. Pótt bygt sje eingöngu
á skýrslum frá árunum 1914 — 1916, og
ekkert tillit tekið til verðhækkunar nje
íbúafjölgunar, hafa samt sparast 35919
milj. dollara vegna bannsins á þessum
10 árum«.
»Þjer verðið að viðurkenna, að meiri
hluta þessarar geysimiklu upphæðar,
sem bannið hefir sparað þjóðinni í á-
fengiskaupum, hefir verið varið til að
afla henni hfsnauðsynja og lífsþæginda«.
Mr. Campbell lauk máli sinu á þessa
leið:
»Að endingu vil eg leggja fyrir yður,
herrar mínir, eftiifarandi ihugunarefni.
Sem hygnir kaupsýslumenn getið þjer
ekki gengið athugalaust fram hjá þvi.
Siðan 1919 höfum vjer haft bannlög,
að meira eða minna leyti framkvæmd,
eins og yður er kunnugt.
Síðatt 1919 hefir velmegun þjóðar-
innar aukist örar en dæmi eru til um
nokkra aðra þjóð, fyr eða sfðar.
Pað er þannig fullsannað, að bannið
hefir ekki staðið þjóðinni fyrir þrifum
fjárhagslega.
En á hinn bóginn: Getur nokkur á-
byrgst, að þessi uppgangur haldist, ef
vjer afnemum bannið eða hættum að
framkvæma það?
Eg skýt þessari spurningu til yðar til
skynsantlegrar yfirvegunar.
Er rjett að eiga það á hættu?«
Nýjar stúkur.
Hinn 29. september stofnaði br. n. æ. t.
Sigdór V. Brekkan stúkuna „Vonfn"
nr. 229 á Pórarinsstaðaeyrum (Hánefs-
staðaeyrum) við Seyðisfjörð. Stofnfjelag-
ar voru 16. Æ. t. stúkunnar var kosinn
br. Árni Vilhjálmsson, v. t. sy. Svan-
þrúður Vilhjálmsdóttir, rit. br. Hermann
Vilhjálmsson, f. æ. t. br. Vilhjálmur
Árnason. Mælt var með br. Sigurði
Vilhjálmssyni sem umboösm. St.-T. og
br. Árna Frjðrikssyni sem Gæsl. Ungl.
Regluboði umdæmisstúkunnar nr. 5,
br. Steingrímur Aðalsteinsson, stofnaði
nýja stúku, „Röðult', nr. 230, á Raufar-
höfn í N.-Pingeyjarsýslu hinn 5. nóvbr.
Stofnfjelagar voru 13. Æ. t. var kosinn
br. Friðrik Guðmundsson, rit. br. Stein-
grimur Guðmundsson. Mælt með br.
Sigurði Guðmundssyni bónda á Ás-
mundarstöðum sem umboðsm. Stórt.
»Templar« býður hinar nýju stúkur
velkomnar til starfs. Á Seyðisfirði hefir
um hríð verið dauft yfir Reglunni, og
í Norður-Pingeyjarsýslu hefir engin
stúka verið starfandi um mörg ár und-
anfarið. Pessar nýju stúkustofnanir gefa
von um að á þessum stöðum taki nú
að lifna yfir starfinu, og er það gleði-