Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Page 59

Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Page 59
58 okkur þau, þegar þeir fengu aS vita, ai5 þáu væru ætluð handa þjer. Við hjeldum, aö þú mundir kunna betur viS þig, ef þú heföir þetta i kring um þig. Er þaS ekki rjett, tengda- móSir ?“ Frú Rasmussen hafSi kastað sjer niSur í hægindastólinn gamla og hall- aö andlitinu fram á hendur sjer, Þeg- ar hún leit upp aftur voru augu hennar vot af gráti. „Jú, þaö er rjett, blessað barn, — þaö er rjett,“ sagöi hún. „Ef þú vissir, hvað mikiS jeg hef saknaö allra þessara hluta. Heföi jeg vitaö meS vissu áöur, hve vænt mjer þótti um þá, þá heföu þeir aldrei veriö seldir. Jeg hef gert alt til þess aö reka frá mjer hugsanifnar um alt þetta, en hef ekki getaS það, og eng- um hef jeg sagt, hvernig á mjer hef- ur legið og hve mikið jeg hef saknaS alls, sem jeg skildi viö á Mýrum.“ Hún gekk frá einum hlut til annars, skoðaði alt og brosti til þess eins og barn. „En hvað það verSur ánægjulegt aö sofa í þessu rúmi,“ sagSi hún. „Og þarna stendur þá blessað litla saumaborSið mitt, og þarna — er það ekki líka Nýjatestamentiö mitt, Tyra?“ „Jú, þaö lá í einni skúffunni, þegar borðið var selt. Við vissum það ekki.“ „Og Agða, sem hjeit að því hefSi veriS brent! Hún keypti svo handa nijer nýja biblíu, gylta i sniðum og með myndum. En það var ekki Testa- mentiS mitt. Jeg hafði strykaS undir svo mörg vers í því.“ SíSar um kvöldiö, þegar barna- börnin höföu boöiS ömmu sinni góð- ar nætur, sátu þau þrjú, ÁrviSur, Tyra og gamla frú Rasmussen, eftir inni í herberginu. „Móðir mín,“ sagði Árviður alt i einu. „Þú hefur nú líklega rneSan þú varst i borginni týnt niSur aS prjóna. En ef það væri ekki, þá væri nú gott aS fá hjá þjer nokkra sokka af gömlu geröina. Þú veist, að mjer hefur al- drei falliS viS þessa keyptu sokka, og Tyra hefur svo mikið aS gera, að hún má ekki vera aS því að gefa sig við að prjóna.“ MóSir hans sneri sjer undir eins til Tyru. „Áttu nokkurt ullargarn heima?“ spurSi hún; „jeg á við mjúkt og gróft garn, sem er gott í vetrar- sokka.“ „Já, jeg held jeg eigi eitthvað af þvi. Jeg skal finna það á rnorgun," svaraSi Tyra. Hún hafði keypt garn- iö fyrir nokkrum dögum, einmitt af því aS hún geröi ráö fyrir þessu. Nú var Elín gamla Rasmussen far- in aS kannast við sig. Hún var heima í þessum sökum. „Jeg skal hafa til sokka handa þjer áöur en margir dagar eru liönir, góði minn,“ sagSi frú Rasmussen. „Sú var tíSin, aS jeg gat prjónaö sokkinn á dag, en nú býst jeg við, aS jeg hafi stirönaö af óvananum.“ „Ætlaröu, Árviöur, undir eins aö setja móður þína í vinnu?“ sagði Tyra. „Jeg hafði hugsaö mjer aö fá hana til þess aö hjálpa mjer til að setja vefinn upp.“ „Það get jeg svo sem gert líka!“ sagði frú Rasmussen. „Jeg prjóna sokkana í rökkrinu og á kvöldin, en á daginn verðum viS við vefinn. Það getur vel fariS saman.“ Svo datt taliö niSur. Þau buðu henni góöa nótt og hún varð ein eftir

x

Ritsafn Lögrjettu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritsafn Lögrjettu
https://timarit.is/publication/534

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.