Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Side 76

Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Side 76
75 tími var langur og lá viö fjárfelli víöa, en góöur bati kom í apríl. Af þessu veöráttufarsyfirliti má sjá, aö ekki liafa alt af verið góðir vetrar á 19. öldinni, og aö hún, livaö veöráttu áhrærir, hafi alls eigi góö verið, eöa l>etri en aðrar aldir. Veör- áttufarið á i8. öldinni er yfirleitt stór- um mun betra, og'heldur betra virð- ist mjer það á hinni 17., þótt þá væri fleiri mjög harðir vetrar. En góðu árin voru þá langtum fleiri og betri. Vorharðindi yfirleitt minni. 8. Hve r m ú s i n h e ld u r v e rs t í s i n 11 i h o 1 u. Lengi hafa íslend- ingar haft þá trú, að fsland væri eitt hið versta og harðviðrasamasta land, og að í öðrum löndum væri alt betra en á íslandi. Enn liafa marg- ir þessa trú. En eitthvað er að al- staðar. Sitt er að landi hverju, þótt í öllum sje búið. Með örfáum dæmum ætla jeg að benda á þetta, og að eins veðráttu og harðindum viðvíkjandi. En margt fleira gæti komið til tals. Menn hafa nokkra vitneskju um líf Austurlandaþjóða 2—4 þús. árum fyr- ir Krist. Hjá þessum þjóðum verður vart viö stórfeld harðæri og hungur- dauða á mönnum. Óvenjuþurkar eru í mörgum löndum miklu luettulegri cn hafísinn og jarðbönnin á íslandi. Sagt er aö 5. hvert ár verði upp- skerubrestur á Frakklandi vegna þurka. Þó er landiö gott yfirleitt. Eitt sinn voru svo mikil harðindi á ftalíu, í byrjun miðalda, að borgararnir í Róm heimtuðu að söluverö yrði sett á mannakjöt! Beda prestur hinn fróði segir frá svo mikilli hungurs- neyö á Bretlandi áriö 640 e. Kr., að menn gengu með tengdar hendur í stórhópum i sjóinn og drektu sjer, til þess að stytta hungurkvalirnar .Þar í landi hafa mörg mannfellisharðindi komið, og enn þá falla menn þar ár- lega hundruöum saman úr hungri. Orölögð hafa Norðurlönd verið fyrir harðindi íyr á tímum. Sænskir rithöfundar telja flestar drepsóttir þar í landi komnar og magnaðar af und- anfarandi hungur])jáningum manna, sem neytt höfðu þá til að nærast á óhollri og ónáttúrlegri fæðu. — Svo fraus messuvín í Sviþjóð og Noregi 1490, að Inno.centius páfi hinn 8. leyfði klerkum aö veita mjöð þeim er sakramenti tóku, þegar messuvín frysi. Hjer má vel geyma messuvín hvernig sem viðrar. í Noregi var stór skepnu- og mannfellir árin 1633 og 34 og áriö eftir í Svíþjóð. Veturinn 1601 (Lurkur) var um alla Norðurálfu mjög harður og viða stór fellir. Norð- menn kalla ]ictta ár ,,Det store dyre Aar“. Ómuna harðindi voru einnig 1674 á Norðurlöndum. Síöustu ár 17. aldar voru enn harðari í Svíþjóð og Noregi en á ísl. Harðindin stóðu þar yfir í 8 ár, nærri lotlaust .Hver fimb- ulveturinn kom eftir annan, meö níst- andi frostum og snjóum. Enn víöar í Norðurálfunni viðraði ]>á illa, eink- um Mið-Evrópu. Bæi kaffenti og menn frusu í hel. Eitt þessara ára, 1694, dóu 92 þúsundir manna úr hungri í París. Úr lumgri fjellu á Frakklandi um 2 miljónir manna á 2c síðustu árum 18. aldar. Og 1695 helfrusu margir menn úti og inni á Spáni og í Portúgal, en þriðjungur af búpeningi landsmanna fjell úr fóðurleysi. Mest kvað aö haröindun- um á Norðurlöndum og frostunum. Þá fór um löndin förumannalýður í

x

Ritsafn Lögrjettu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritsafn Lögrjettu
https://timarit.is/publication/534

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.