Sólöld - 01.01.1919, Page 5

Sólöld - 01.01.1919, Page 5
SÓLÖLD 3 * t t Jólabæn Sólaldar pr si'i að gyðja friðarins megi breiða líknar vængi sína yfir alla bústaði mannanna hvar sem þeir eru og hverjir sem þeir eru; að hún mégi mæla huggunarorð í eyra þeirra sem sorgirnar þjaka, að liún megi hella græðandi smyrslum í öll hin inörgu og djúpu sár;; að hún megi anda blæ hugg- unar og friðar í sálir þeirra allra sem um þessi jól horfa á auð sæti horfinna ástvina. Megi gyðja friðarins strjúka hlýrri líknarhendi uin vanga hvérrar eiginkonu, hverrar elskandi syst- ur, hverrar syrgjandi móður, hverrar saknandi ást- meyjar, sem engill dauðans hefir svift ástvini á liðn- um árum. Megi hún leiða við hönd sér öll munað- arlaus börn sem stríðsguðinn hefir skilið eftir for- sjárlaus. Megi hún um þessi jól mæla svo hátt, svo áhrifamikið orðin “Friður á jörðu!” að þau ekki einungis festist mönnum við varir og tungu heldur þrengist inn í sálir þeirra og innra mann og beri þar ávöxt.

x

Sólöld

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólöld
https://timarit.is/publication/538

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.