Kvöldvaka í sveit - 24.12.1884, Blaðsíða 2

Kvöldvaka í sveit - 24.12.1884, Blaðsíða 2
2 KVÖLD VAKA í SVEIT. latínu Melancolia hysterica, en eg vona honum skáni. Síra Torji í Eymdardal: Þakka yðr fyrir læknir minn, — nú er eg orðinn góður — mér brá svo við að heyra þessar nýu kenningar prestanna, sem Austanpósturinn sagði frá. Þó held eg þær gætu opnað á mér augun, ef eg heyrði þær opt. Á meðan á þessu samtali stóð, sat norski stjörnuspekingurinn steinþegjandi, og horfði upp i mænirinn á baðstofunni, eins og hann væri að skyma upp eptir ógurlega háu íjalli; stund- um heyrðist til hans eins og með sjálfum sér: Esjan, norðurljósin, tunglið, pláneturnar, væng- imir. Hvað skyldi norski stjörnuspekingurinn vera að hugsa um? sagði Magnús bóndi. Lœlm. frá Grænlandi: Hann er í svo djúpum þönkum og háfleygum, að almennt mannlegt vit kemst þar ekki að. — Iiann er víst að hugsa um, að reyna að fljúga uppá Esjuna, og svo þaðan að reyna að ná í halann á einhverju norðurlj ósinu. Síra Torfi: „Að náíhalann á norðurljósinu“ ha, ha, ha! Allir: ha, ha, ha. Stjörnuspekingurinn (Með sjálfum sér):—Eífl- in hlægja þegar heimspekingarnir eru að vinna veröldinni gagn. Magnús bóndi: Er nokkuð að frétta úr höfuð- staðnum ? — Fiskilítið og skortur á atvinnu, sagði Vestanpósturinn. — Eg heyrði samt sagt, að ein- hver í bæjarstjórninni hefði stungið uppá því á sérstaklega boðuðum aukafundi, að taka skyldi 20 króna lán uppá bæinn, er borgast ætti aptur á 20 árum, til þess að útvega mönnum atvinnu; allir skemtileikir bannaðir, og öllum heiðvirðum borgurum skipað og uppálagt, að fara i rúmið kl. 9 á hverju kveldi til þess, að spara steinolíuna, ekki einungis heima hjá sér, heldur líka á götunum. Síra Torfi: Hvað sögðuð þér, 20 króna lán í 20 ár, ha, ha, ha! Allir: ha, ha, ha. Lœlcnirinn frá Grænlandi: Þarna sjáið þið, piltar, síra Torfi í Eymdardal er nú orðinn hinn kátasti á meðal vor, með glöðum og kátum mönn- um verður hann allur annar karl-tetrið. Var ekkert fleira að frétta úr Víkinni? Norðanpósturinn: Það hafði frézt með póst- skipinu að réttvísin í Rússlandi hefði höfðað opinbert mál á móti einhverjum kaupmanni fyrir að hafa borgað skuldunautum sínum ofmik- ið, og fyrir slíka óhæfu var kaupmaðurinn sekt- aður um 3000 rúblur eðr eins árs fangelsi. Allir: Fyrir að hafa borgað ofmikið, ha, ha. Austanpósturinn: Einhver sagði mér, að ein- hver gamall framfara-þingmaður myndi koma með þá uppástnngu á næsta þingi, að afnema alveg öll laun til póstanna, og láta þá héðan af ferðast, sem almenna flökkumenn, því með því móti gæti landssjóðurinn sparað margar krónur handa fullfrískum sýslumönnum, er kynnu að segja af sér. Læknirinn frá Grœnlandi: Ef eg væri á íslandi skyldi eg koma þeirri bænarskrá inn á alþing, að liver sá, er læknaði með liomopatískum með- ölum, skyldi tukthússekur, enn sá, sem læknaður yrði, skyldi sæta hegningu minnst 60 daga upp á vatn og brauð. Nú gengu gestirnir út til þess að fá sér frískt lopt; veður var hið blíðasta, heiðríkja með norð- urljósum.—Eptir dálitla stund komu þeir aptur, var þá norski stjörnuspekingurinn mjög daufur í skapi. Síra Torfi í Eymdardal: Nú þótti mér hálfgam- an að stjörnuspekingnum; þegar við komum út, fór hann upp á bæinn, beiddi fyrst vestanpóstinn að standa kyrrann uppá burstinni, síðan lét hann norðanpóstinn fara uppá axlirnar á honum, og svo austanpóstinn, þar næst kom eg, og seinast stjörnuspekingurinn sjálfur; mig fór að hálf- sundla, hann teygði úr sér sem liann gat, og leit svo út, sem hann ætlaði að ná í hala á norður- ljósi, sem bar við Esjuna. Þetta tókst ekki, en þessa uppgötvan hefur hann gjört, sem sendast á til allra stjörnuspekinga á norðurlöndum: Hin íslenzku norðurljós hafa ekld nægilegt rafurmagn sökum þess,að þungamiðjanástjörnuspekingnum er ekkiírjettu hlutfallivið stærð eður þyngd heilans. Magnús bbndi: Eg vildi mælast til, að herra stjörnuspekingurinn vildi gefa. nákvæma lýsing á þessari uppgötvan ásamt ferðasögu sinni, og léti það birtast á prenti í blaðinu Suðra. (Heyrist barið). Það ætlar að verða gest- kvæmt hjá honum Magnúsi mínum í kveld, sagði einn vinnumaðurinn í því hann gekk ofan til þess að ljiika upp. Inn koma þrír gestir : Voru það Pétur, skrif- ari hjá forsetanum í Bandafylkjununr, skrif- stofustjóri Broddgarður og stfident Snoðgrass. Þegar gestirnir höfðu heilsað, og voru seztir niður, sneri Magnús bóndi sér að Broddgarði og spurði hann að erindi: Broddgarður: Eg er sendur frá dönsku stjórn- inni til þess að líta eptir ástándinu hér uppi; Islendingar eru farnir að verða svo þráir, og standa jafnvel upp í hárinu á stjórninni síðan þeir fengu þessa góðu stjórnarskrá, sem aldrei skyldi verið hafa, hefði eg mátt ráða. Þetta er nú reyndar mest að kenna kenningum Jóns sál. Sigurðssonar, hann kom þessu þrái inn hjá ís- lendingum, enda hafði hann það fyrir motto: „aldrei að víkja“. — Mér var í raun og veru | aldrei um þennan Jón Sigurðsson, eins og eng- um pólitiskum Broddum; vest þætti mér þó ef | menn færu að vekja endurminning hans á ný, því síðan hann dó, höfum vér þó heldur von um, að 1 geta tuktað þessa Islendinga. Pétur skrifari: Það er orðið of seint herra Broddgarður, eg vildi ráða yður, að fara að ráði náttuglunnar, og draga yður útúr dagsbirtu frels- isins, — annars yrði yður máske íllt í augunum. Þar sem þér minnist forseta Jóns sál. Sigurðs- sonar, þá er eg sannfærður um, að allir góðir og ' drenglyndir menn halda minningu hans í heiðri, I á meðan Island er til, líkt og vér heiðrum t. d. : minningu vorra ágætu forseta, eins og Garfields, ! Lincolns o. fl. Broddgarður þrútnar allur og rembir sig ákaflega. Magnúsbóndi: Má eg biðja læknirinn að gæta að, hvað gengur að þessum gesti mínum. Lœknirinn frá Grænlandi: Hann þjáist af megn- um pólitiskum rembingi, sem slær sér uppá höf- uðið, og reynir mj ög sálargáfuna. — Það er samt ekkert hættulegt, því Danmörk er full af allskonar pólitiskum lieilabrotum frá Jótlandsskaga suður á Sjáland. Magnús bóndi: Má eg spyrja herra Broddgarð, er þessi stúdent í yðar þjónustu ? Broddgarður: Ekki er svo, en eg held mikið uppá hann, því hann er svo hámentaður, að hann hefur aldrei aðra meiningu enn jeg, og svo vitur og skynsamur, að hann veit allt annað enn hann þarf að vita. Allir gestirnir: Veit alt nema það sem hann þarf að vita! ha! ha! ha! Broddgarður: Það var annars mesta vitleysa af Dönum, að þeir skyldu nokkurntíma gefa það eptir, að íslendingar fengju stjórnarskrá. — Síðan eru þeir orðnir svo óþekkir, og byrla sér inn, að þeir séu sérstök þjóð, og hamingjan má vita, hvort

x

Kvöldvaka í sveit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvöldvaka í sveit
https://timarit.is/publication/541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.