Nóvember-blaðið - 01.11.1919, Side 1
NÓVEMBER-BLAÐIÐ
Útbýtt ókeypis.
Akureyri 1919.
Útg.: kapt. Johnsen.
Dauði Voltaires.
Þó að margir fríhyggjumenn og guðsafneit-
andi heimsspekingar hópuðust um Voltaire í
byrjun sjúkdóms hans, kom samt í ljós löng-
un og óskir um það, að snúa sjer aftur til
þess Quðs, sem hann svo oft hafði smánað.
Hann Ijet sækja trúaðan prest; og seinna
samdi hann viðurkenningu, þar sem hann af-
neitar öllum hugmyndum fríhyggjunnar. Pessi
viðurkenning var undirskrifuð af honum sjálf-
um og tveimur vitnum. Qömlum vinum sín-
um, sem heimsóttu hann, bölvaði hann og
hrópaði til þeirra: »Farið burtu, það eruð þið,
sem hafið leitt mig í mitt núverandi ástand.
Farið burtu; jeg hefði getað verið án ykkar,
en þið gátuð ekki verið án mín,«
Stundum var hægt að heyra hann vera að
spotta, en hina stundina hrópaði hann með
bænarrómi: »Kristur, ó, Drottinn Jesús Krist-
ur!« jafnhliða því sem hann kvartaði yfir, að
vera yfirgefinn bæði af Guði og mönnum.
Einu sinni sá ein af hjúkrunarkonunum hann
með bænabók í hendinni, og hann leitaðist
við að hafa yfir nokkrar bænir, sem voru
beiðni um náð frá þeim Quði, sem hann hafði
svo oft smánað.
í hinum miklu krampaflogum fjell hann einu
sinni fram úr rúminu og lá froðufellandi á
gólfinu. í dauðans angist hrópaði hann: »Vill
sá Quð, sem jeg hefi afneitað, ekki einnig
frelsa mig? Nær hin óendanlega náð ekki líka
til mín?« Læknirinn, sem stundaði hann, kom
inn til að lina þrautir hans, en hrökk til baka
sem sleginn af eldingu. »Læknir,« sagði Voltaire,
»jeg vil gefa yður helming eigna minna, ef
þjer getið lengt líf mitt um sex mánuði.«
»Herra minn, þjer getið einu sinni ekki lif-
að í sex vikur,« svaraði læknirinn.
»Svo fer jeg til helvítis, og þú vilt fara með
mjer^ hrópaði Voltaire. Og rjett eftir að hann
hafði mælt þessum orðum dó hann.
Hver, þori jeg að spyrja, vill voga að byggja
traust sitt á grundvallarsetningum guðleysis
og fríhyggju, þegar maður sjer, að jafnvel
hinir mestu guðsafneitendur og fríhyggjumenn
svíkja merki sitt, þegar þeir horfast í augu
við dauðann, til þess að hefja merki kristin-
dómsins? Hefir þú nokkru sinni heyrt nokk-
urn kristinn mann afneita trú sinni a dauða-
stundinni?
Vantrú og fríhyggja getur ekki friðað nje
fullnægt neinum nema í meðlætinu, þegar
hamingjan brosir við. Beri mótlætið að hönd-
um, eða dauðann, þá megnar vantrúin ekkert,
þá vilja allir vera Guðs megin — jafnvel
Voltaire hrópaði til Quðs á dauðastund sinni.
Vinur! Með skelfingu lest þú frásögnina
um dauða Voltaire — hann var að heimsins
dómi einn af hinum stóru —- en hann var lít-
ilmótlegur í Guðs augum. — — Ef þú ert
vantrúaður — ef þú getur ekki trúað, — þá
veit jeg að þjer Iíður ekki vel; þú finnur oft
hjá þjer þörf eftir einhverju, sem þú raunar
ekki veist hvað er. Þú finnur tómleika í djúpi
hjartans. Jeg bið þig, vinur, í kærleika: Vertu
á nóvember-samkomum Hjálpræðishersins hjer
á Akureyri, sem haldnar eru á hverju kvöldi
kl. 8V2 (að undanskildum mánu- og miðviku-
dögum).
Komdu, og komdu eius oft og þú getur.
— Quðs orð mun áreiðanlega tala til þin og
tómleiki hjartans hverfa.
Leitið að hinu týnda.
Lúkas 15. kap.
Prestur nokkur byrjaði að tala um andlega
hluti í húsi vantrúaðs aðalsmanns. Aðalsmað-
urinn vildi gera enda á þeirri samræðu og
sagði mjög hæðnislega: »Herra prestur! Þjer
ættuð ekki að kasta perlum yðar fyrir svín.«
»Herra barún«, svaraði presturinn, »jeg kem
með svona umtalsefni i húsi yðar einmitt
vegna þess, að jeg tel yður ekki tilheyra
svínunum.«
Pað sem eiginlega veltur mikið á, er að
maður sje ekki of fljótur á sjer að gefast upp
við nokkurn mann.
Á nóvember-samkomum Hjálprœðishersins
verður glötuðum sonum og dætrum bent á
himinveginn.
»Heimskingi, á þessari nóttu verður
sál þín af þjer heimtuð.-«
(Lúk. 12, 20).
Hinn frægi kardináli og ráðgjafi Masarín (dó
1661), sem með fjegirni sinni og nísku safn-
aði sjer auðæfa, að upphæð 200 miljónir franka,
hrópaði á dauöastundinni: »Ó, þú mín vesæla
sál, hvað verður af þjer?« —
Næstum því 1000 árum eftir fæðingu Krists
lifði í ítaliu munkur nokkur, Nílus að nafni,
sem var vel þektur fyrir sitt heilaga líferni.
Eitt sinn fjekk hann heimsókn af Otto keis-
ara 3. og þeir ræddu saman um andlega hluti.
Áður en þeir skildu vildi keisarinn, að Nílus
bæðist einhvers af sjer. Munkurinn hugsaði
sig ekki lengi um, gekk til keisarans, lagði
höndina á öxl honum og sagði: »Yðar hátign
getur ekki veitt mjer neitt, sem mjer er kær-
ara, en að þjer annist vel um sál yðar, svo
að hún glatist ekki.« — Keisarinn kvaddi hann
með tár á hvörmum.
Nóvember-samkomur Hjálpræðishersins ættir
þú að sækja sjálfs þín vegna.
Sælir eru fátækir í anda.
Lúther heimsótti einu sinni ungan mann í
Wittenberg, sem var mjög veikur, og spurði
hann hvað haan vildi færa Quði, þegar hann
mætti frammi fyrir honum. »Jeg vil«, svaraði
hinn guðhræddi unglingur, -»færa honum auð-
mjúkt, endurskapað hjarta, sem er þvegið í
hinu dýrmæta blóði Jesú Krists.« Pá svaraði
Lúther: »Farðu þá í Guðs nafni, sonur. Pú
munt komast vel áfram og verða hinum him-
neska föður kærkominn gestur.«
Pú œttir að sœkja nóvember-samkomur Hjálp-
rœðishersins.
Sitt af hverju.
Pað er sagt, að Walter Scott hafi eitt sinn
látið setja sig yfir stöðuvatn nokkurt í Skot-
landi, og á leiðinni tók hann eftir því, að ár-
ar ferjumannsins voru með áletrun, Á annari
stóð: »Trú,« en á hinni; »Verk.« Hið fræga
skáld spurði ferjumanninn, hvað þetta ætti að
þýða. »Pað skal jeg segja yður, herra minn,«
svaraði hann, og með þessum oróum lagði
hann aðra árina frá sjer og notaði að eins
aðra, sem á var letrað: »Verk,« og báturinn
snerist strax í hring. Svo lagði hann þessa ár
frá sjer, en tók hina, sem á var letrað : »Trú,«
og aftur snerist báturinn í hring. Að síðustu
greip hann báðar árarnar og nú rann bátur-
inn jafnt og ákveðið að takmarkinu.
»Jeg spyr ekki eftir lofi heimsins,« skrifar
General Gordon. »Sá, sem einu sinni hefir
viðurkent, að Quð býr í okkur og að við að
eðlinu erum í raun og veru spiltir, hann get-
ur ómögulega tegt áherslu á hrós heimsins.
Mannlegt hrós er, nánara athugað, ekkert ann-
að en Quðs afneitun, því að með því er raun-
ar sagt, að maðurinn geti verið góður án
Guðs.«
Aðalrit stjörnufræðingsins Kepplers endar
með eftirfarandi orðum: »Jeg þakka þjer Drott-
inn minn og skapari, að þú hefir veitt mjer
joessa gleði í sköpun þinni, þennan unað yfir
verkum handa þinna.
Jeg hefi kunngert dýrð verka þinna fyrir
mönnunum, eftir því sem minn takmarkaði
andi hefir getað skilið óendanleik þeirra. Hafi
jeg einhversstaðar sagt nokkuð jjað, sem er
þjer óverðugt, þá fyrirgefðu mjer það vegna
þinnar miklu náðar.«
Nokkru fyrir dauða sinn lýsti hinn víðfrægi
franski prjedikari Adolf Monod árangrinum af
vísindanámi sínu og guðfræðislega starfi með
þessum orðum: »Jeg þakka Guði fyrir það,
að hann hefir gefið injer barnslega trú.«
Ungur fjárreiðumaður í Lundúnum fjekk
höfuðkrampa. Læknirinn, sem sóttur var, skoð-
aði manninn og sagði: »Pjer þjáist af bólgu
í heilahimnunni. Eftir þrjár klukkustundir er
úti um yður.« Fjárreiðumaðurinn varð bleikur
sem nár. Skjálfandi af ótta starði hann á lækn-
irinn og sagði: »Er það alveg áreiðanlegt?«
— »Já. Mjer fellur illa að þurfa að segja yð-
ur, að það er ábyggilegur sannleikur.« »Lækn-
ir!« hrópaði þá hinn sjúki, »ef þjer getið lengt
lif mitt til morguns, lofa jeg yður 100,000
pundum Sterlings.« Læknirinn leit alvarlega á
hann og sagði: »Jeg get skrifað lyfseðla og
ráðlagt lyf, en tímann get jeg ekki selt; hann
stendur í Quðs höndum.«
Umsjónarmaður Reinhard Zeller í Bluggen
hjelt mjög einkennilega fagnaðarhátíð árið
1888. Hann hafði þá legið sjúkur í 25 ár, og
allan þann tíma verið rúmfastur. Eftir byltu
eina misti hann máttinn og var alveg ósjálf-
bjarga. Hann sagði sjálfur við þetta tækifæri:
»Jeg held nú 25 ára sjúkdómshátíð mína; jeg
gleðst yfir því, að trú mín hefir staðist og
yfir að jeg í trúnni er eigandi Quðs sonar og
er eitt með honum. Jeg gleðst yfir því, að
enginn maður nje sjúkdómur getur skilið
mig við kærleika Quðs f Jesú Kristi Drotni
mínum.«
Mundu eftir nóvember samkomum Hjálprœð-
ishersins.
ÍLAKOSBóKm.a
JSi
"í'slánTís"