Nóvember-blaðið - 01.11.1919, Blaðsíða 2

Nóvember-blaðið  - 01.11.1919, Blaðsíða 2
2 Hinn fátæki dó — sá ríki einnig, (Lesið Lúk. 16, 19—31). Prins nokkur, sem hafði háar hugmyndir uin sjálfan sig vegna fríðleika síns, auðæfa og stöðu, reið ein- hverju sinni á veiðar í afskektu fjalllendi. Þar kom hann auga á ganilan einsetuniann, sem sat úti fyrir kofa sínuni og alhugaði nákvæmiega hauskúpu af manni. Prinsinn gekk til hans og spurði með hæðnis- brosi: >Hvers vegna athugar þú hauskúpuna svona ná- kvæmlega? Hvað er það, sem þú vilt sjá þar?« Ein- búiun horfði mjög alvarlega á prinsinn og svaraði: »Jeg vildi gjarnan komast eftir, hvort þessi hauskúpa er af fursta eða betlara, en mjer er ómögulegt að koin- ast að því rjetta.« — Hinrik 8. Englandskonungur var vanur í hvert sinn, sem rödd samviskunnar vaknaði í brjósti hans, að sökkva sjer niður í ofát og ofdrykkju. Þegar hann lá banaleguna ljet liann færa sjer glas af víni, drakk úr því og sagði við þá, sem viðstaddir voru: »Vinir mín- ir! Nú er alt saman glatað, krónan, líf mitt og sál.< — Kona nokkur, ineiri háttar, ferðaðist eitt sinn með járnbraut. Lestiu nálgaðist landsvæði, þar sein halli brautarteinanna var nokkuð mikill. Konan varð mjög hrædd, og þegar lestarstjórinn kom inn, þar sem hún var, spurði hún: »Hvernig fer, ef hraði lestarinnar verð- ur of niikill?« »Þá notum við snarvölinn.« >Og ef hann bilar?« »Öryggis snarvölinn.« »Og hvar iendum við, ef hann bilar lika ?« »Frú«, svaraði lestarstjórinn, >þá lendum við á hiinnum eða í helvíti, alt eftir því, sem við höfum til unnið.t Vinur! Vertu á rióvembersamkomum Hjálpræðishers- ins. Hugsaðu um þína ódauðlegu sál. — Enn er náð- ardagur. Vitnisburður. Hinn mikli náttúrufræðingur Isaac Newton hefir játað eftirfarandi: »Á lífsleiðinni hefi jeg lært tvent mikilsvert. Fyrst og fremst það, að jeg er stór syndari, og einnig það, að Jesús er þó enn meiri frelsari.« Þessi sami Newton var vanur að taka ofan húfu sína í hvert sinn, er hann heyrði Guðs nafn nefnt. Ofannefndur vitnisburður hefir verið til miklu meiri gleði og hamingju fyrir hann á æfikvöldi hans, heldur en allar hans vísindalegu rannsóknir, hversu dýrmætar sem þær nú eru. — Þú færð tækifæri til að heyra vitnisburði Guðs barna á nóvember-samkomum Hjálpræð- ishersins. Geislar. Frú nokkur, auðug mjög, var einhverju sinni hvött til þess, að styrkja gott málefni með gjöfum. Með gleði skal jeg gera það,<? svaraði hún, »en þjer verðið að láta yður nægja gjöf ekkjunnar.« »F*að er alt of mikið,« var svarað, »við getum ekki tekið á móti því.« »Alt of mikið? — Þjer hljótið að hafa mis- skilið mig. Jeg hefi núna nýlega gefið svo inargar gjafir tii góðgerðastarfs, og sagði þess vegna, að þjer í þetta skifti yrðuð að gera yður ánægð með gjöf ekkjunnar.c »Og jeg sagði: Pað er alt of mikið, því ekkjan, sem þjer talið um, gaf, eins og kunnugt er, alt sem hún átti: allar eigur sínar, sem íóru til Guðs; og að taka allar yðar eignir, finst mjer ekki vera rjett.« Frúin gaf mjög álitlega upp- hæð, og hún hefir aldrei síðan líkt gjöfum sínum við gjöf ekkjunnar. Þegar hinn frómhjartaði Dr. Simpson, sem fann upp klóróformið, lá banaleguna og leið hinar hræðilegustu kvalir, ávarpaði einn vinur hans hann með eftirfarandi orðum: »Hallaðu, eins og Jóhannes forðum, höfði þínu að brjósti frelsarans.« Simpson svaraði: Jeg er hræddur um, að jeg megni þess ekki, en kirtilfald hans hefi jeg gripið.« nove;mb;er-bl a*ð i ð í helgisögu nokkurri er sagt frá því, að Satan sat einu sinni á ráðstefnu með herskör- um sínum og tók á móti skýrslum um verk sinna vondu ára. Einn sagði: »Jeg sá hóp kristinna manna fara yfir eyðimörku; jeg fram- kallaði hræðilegan hvirfilbil, sem gróf þá alla í sandinum.' — »Hvað gagnar það,« svaraði djöflahöfðinginn, »sálir þeirra fáum við samt sem áður ekki.« Annar stóð upp og sagði: »Jeg sá skip á hafinu, sem flutti trúboða tii fjarlægs lands, ög jeg framleiddi voldugan storm, sem braut skipið. Og trúboðarnir fundu gröf sína í bylgj- um hafsins.« »Hvað gagnar þetta,« sagði höfð- ingi helvítis, »því að sálir þeirra fáum við samt sem áður ekki.« Eftir langa þögn tók einn af þessum illu öndum til máls og sagði: »í sjö löng ár hefi jeg leitast við að svæfa eina kristna sál, og nú hefir mjer loksins tekist |Dað.« »Pú hefir unnið verk þitt vel,« sagði Satan, og undir- djúpin kváðu við af hæðnishlátri óvinanna. Mundu e/tir nóvember-samkomum Hjálpræð- ishersins. Hið fagra föðurhús. Meðal hinna mörgu gesta, sem fyrir nokkr- um árum síðan voru viðstaddir krýningu Ed- vards konungs í Lundúnum, var afríkanskur höfðingi nokkur. Eins og hinir aðrir landshöfðingjar átti einn- ig hann að flytja heim með sjer djúp áhrif um veldi og mikilleik Englands. Honum voru sýnd öll dýrmæti heimsborgarinnar, og að síð- ustu átti hann að skoða konungshöllina. Það var farið með hann úr einu herbergi í annað, hvert öðru fegurra, þar sem alt Ijóm- aði af konunglegri dýrð. En það leit ekki út fyrir, að alt þetta hefði nokkur áhrif á hinn aldurhnigna höfðingja. Síðast var hann leidd- ur inn í sjálfan krýningarsalinn. »Er hjer ekki fallegt?« spurði að síðustu leiðsögumaðurinn. »F*að virðist hreint ekki vekja neina undrun hjá yður.« »Að vísu er hjer fallegt«, svaraði Afríkumaðurinn, »en hús föður míns er þó miklu fegurra.« Fylgdarmaðurinn brosti. Hann skildi hann ekki og áleit, að höfðinginn talaði um lítinn fátæklegan bamburskofa í Suður-Afríku, sem ómögulegt var að líkja við konungshöllina. En hinn einfaldi Afríkumaður, sem var sann- kristinn, hugsaði um þann bústað á himnum, sem ekki er gerður með höndum, en sem þó er eilífur. Trúaraugu hans horfðu til þess stað- ar, sem frelsarinn hafði tilreitt honum. Hann var einnig konungssonur, sem einhverju sinni átti að meðtaka kórónu. Enginn getur þjónað tveimur herrum. Óendurfæddur F*jóðverji sat einhverju sinni og hlustaði á harða, en þó tiltalandi, prjedik- un í Ameríku. Hún smaug gegnum merg og bein, og alvaran skein út úr andlitum áheyr- endanna. F’jóðverjinn hafði til þessa setið með heims- spekingslegum svip og hlustað á ræðuna, án þess þó að vita, að einn broddur hafði læst sig inn í sál hans. Undir endir ræðunnar vildi hann taka hattinn sinn og fara, en þá hætti presturinn skyndilega að tala, horfði hvast á hann og sagði þrisvar sinnum hvað eftir ann- að þessi mikilsverðu orð með hátíðlegri röddu: »Annaðhvort — eða.« F*jóðverjinn var sigrað- ur. F*að sem fram fór hið innra með honum lýsti sjer mjög greinilega á andliti hans. 1 brjósti hans þrumaði þessi rödd: Annaðhvort ert þú Guðs barn eða þú ert barn djöfulsins; annaðhvort ferð þú til himinsins eða helvítis. Hann settist aftur og í hjarta hans hljómuðu orð Jósúa: »Jeg og mitt hús viljum þjóna Drotni.« Honum var bent til Krists, sem vildi gefa honum nýtt hjarta, svo hann gæti fram- kvæmt sinn nýja ásetning, eða með öðrum orðum: til að breyta hans innra eðli, hugs- unum, tilfinningum og velja; og hjá Jesú fann hann frið og gleði í blóði lambsins og varð ötull verkamaður í víngarði Drottins. Vinur! F*ú verður að taka ákvörðun ineð eða móti Jesú. — Komdu á nóvember-sam- komur Hjálpræðishersins. — En komdu með löngun eftir því, að hljóta blessun fyrir þína sál. Efni pau, sem verða tekin til umræðu á nóvember- samkomum Hjálpræðishersins á Akureyri: Opinberun Guðs orðs. Þekkingin á Guði. Maðurinn. Syndin og afleiðingar hennar. Ráðstöfun Guðs til frelsis mönnunum. ]esús Kristur. Starfsemi |esú fyrir okkur. Hvernig maður öðlast trúna. Orð ritningarinnar um ástand- ið eftir dauðann. Þessi eru aðalumræðuefnin. — Mesta blessun hlýtur pú fyrir pína sál við að vera á sem flestum af samkomunum. Komdu pví eins oft og pú getur tímans vegna. !Börn. Ef pið gangið ekki í sunnudagaskóla annarsstaðar — pá komið í sunnudaga- skóla Hjálpræðishersins. SUNNUDAOASKÓLI hvern sunnudag kl. 2 e. h. Komið til að heyra um Jesús, sem elskar börnin. Bertha Johnsen. Prentsmiðja Odds Bjðrnssonar.

x

Nóvember-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nóvember-blaðið
https://timarit.is/publication/542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.