Vísis-drengurinn - 01.01.1914, Qupperneq 3
7
Skógareldur II.
(Sjá 4. síðu.)
var líka aragrúi frakkneskra
fiskiskipa á sunirin.
Mjer þótti fjarska gaman
að leika mjer við frakk-
nesku drengina, sem oft
komu i land. Þeir komu
lika einatt heim til okkar
og fengu allt af góðar við-
tökur.
Hvorugir skildu að vísu
mál annars, en það gerði
litið til, við bgettum úr því
með bendingum og lát-
brigðum.
Stundum sótti jeg hestana
okkar og reið með þeim i
stuttar skemmtiferðir.
Þessir litlu drengir voru
allt af einstaklega vingjarn-
legir og kátir.
Jeg var svo aitur á móti
tiður gestur úti á herskip-
unum. — Engin furða, að
Frakkar voru vinir mínir.
Alt þetta birtist mjer sem
bjartar draumsjónir úr hug-
skoti mínu.
— Loksins sagði jeg við
mömmu:
»Helst vildi jeg fara til Frakk-
lands, mamma, ef jeg ætti völ
á. .Teg held það sje fallegast
allra landa, eins og Frakkar
eru ástúðlegustu mennirnir,
sem jeg þekki«.
Mamma gat ekki að sjer gert
að brosa að þessu. Hún vissi
af dálæti mínu á Frökkum og
bjóst við þessu svari.
»Jæja«, sagði hún, »þú ert
hygginn í valinu, Nonni minn!
Þú átt einmitt að fara til Frakk-
lands, eftirlætislandsins þins.
»En hvernig stendur á þessu,
mamma? Hvaðan kemur okk-
ur þetta boð?«
»Það skal jeg nú segja þjer,
barnið mitt. Þú þekkir vist
að nafni sjera Boudoin, frakk-
neska prestinn, sem verið hef-
ur hjer á íslandi nokkur ár.
»Já, mamma! Jeg hef oft
heyrt hans getið. Hann er frá
Reims. Hann hefur venjulega
átt heima í Reykjavík og þar
er hann núna. Hann var eitt
ár hjerna i Eyjafirði hjá hon-
um góðvini okkar, Einari As-
mundssyni i Nesi«.
»Alveg rjett, drengur minn.
Sjera Boudoin hefur nú fyrir
skemmstu skrifað mjer brjef;
segir hann þar, að frakkneskur
aðalsmaður nokkur í borginni
Avignon, sem er rjett suður
við Miðjarðarhaf, hafi tekið ást-
fóstri miklu við Island. Hann
kvað vera góður, guðhræddur
maður og þar á ofan mjög
auðugur. Nú er það innileg-
asta ósk hans að fá til sín í
Avignon tvo islenska drengi.
Hann ætlar að sjá fyrir þeim,
láta þá læra og ala þá upp
svo vel, sem auðið er. Helst
eiga þeir að vera um 12 ára
gamlir, af góðu fólki, hraustir,
prúðir og óspilltir, og verða að
hafa löngun og hæfileika til
náms«.
»En, mamma, — heldur þú
að jeg hafi alla þessa eigin-
leika?« spurði jeg hálfvand-
ræðalega og dró nokkuð niður
í mjer.
»Jeg vona það, drengur minn.
Sjera Boudoin skrifar nefnilega,
að góðvinur okkar, Einar Ás-
mundsson, hafi bent sjer á okk-
ur. Og nú spyr hann mig,
hvort jeg vilji taka boði sínu.
Þú átt að tara núna i ágúst,
ef við föllumst bæði á þetta.
Þetta eróvenjulega gott boð,
barnið mitt gott, — og jeg er
viss um, að faðir þinn hefði
undir eins tekið því, ef hann
væri lifandi«.
»En þú sagðir, mamma, að
hann vildi fá ivo drengi. Hver
er þá hinn drengurinn?«
»Það er sonur Einars i Nesi,
mjög góður, gáfaður og vel
upp alinn piltur. Hann heitir
Gunnar. Hann á að fara á
undan þjer. Þú hittir hann í
Kaupmannaliöfn. Þaðan verðið
þið svo samferða til Fraklc-
lands.
Og svo skal jeg segja þjer
nokkuð. Prestur nokkur hjerna
í Eyjafirði hefur átt völ á þessu
sama fyrir son sinn, Pórhall,
sem er 12 ára og mjög gáfað-
ur. Faðir hans var ákveðinn
i því að lála hann sigla og
drengurinn vildi það lika. En
móðir hans vildi það ekki, —
hún var hrædd um, að honum
gæli viljað eitthvert slys til á
þessari löngu leið. Faðir hans
hjelt því að vísu fram, að lor-
sjón guðs myndi vaka jafn vel
yfir barninu hennar þar sem
hjer, en mamma hans ljet ekki
undan og varð svo ekkert úr
ferðinni.
Nú átt þú að fara i stað Þór-
halls, ef þú vilt«.
»En hvað þetta er allt ein-
kennilegt, mamma! En hvern-
ig verður nú ferðinni háttað?«
»Þú ferð hjeðan mcð siðasta
danska kaupskipinu, sem i ár
fer frá Akureyri. Líklega verð-
ur það litla Borgundarhólms-
skipið »Valdemar«, sem Foss
er skipstjóri á. Það kemur
hingað einhverntíma næstu
vikurnar og verður hjer um
tima. Á þvi fer þú rakleiðis
til Kaupmannahafnar og þar
verður þú að vera um tíma«.
»Hjá hverjum á jeg að dvelja
í Iíaupmannahöfn, mamma?«
»Hjá forstöðumanni ka-
þólskra manna i Danmörku.
Hann er kirkjumálaforstöðu-
maður og heitir Hermann Grii-