Vísis-drengurinn - 01.01.1914, Qupperneq 4
8
Dag'urinn.
Eptir
Gustav Falkc.
Jeg fór að heinian. Heiðló söng.
Og hægur blær um skógargöng
i vorsins glettni’ af baldursbrá
eitt blómlauf þreif og sveif mjer hjá.
Og sjá, að austan, o’ni dal,
með engan gönguvöl nje mal,
með glókoll beran bvatt og hratt
af heiðarbrún sjer Dagur vatt.
Um brúna heiði brá á leik
sjer blærinn frjáls við Jausa reik.
Og ber, sem fyrst af guði gjör,
hann gekk, það lýtti’ hann engin spjör.
Hann sveif frá yztu sjónbaugs rönd,
bar sóley liátt í vinstri Iiönd, —
hún gægðist yfir herðar hans
með heiðri gulJbrá árljómans.
Og yfir honum svífa sá
jeg svani hvíla’ um loftin hlá,
þeir flugu Jjett með fjaðurglit
og fögrum söng og vængjaþyt.
Svo óx hann, — bar við el’sta tind,
sem eldsteypt, loggylt risamynd, —
sem i’ögur smáslíý, Jjós og ljett,
um loft varð svanamergðin þjett.
Ur himinljómans hvítum ver
heilsaði gula blómið mjer.
Guðm. Guðmundsson.
der. Hann kvað vera mjög
vel að sjer og góður maður.
Hjá honum hittist þið Gunnar.
Grúder sjer svo um það, sem
eftir er leiðarinnar, ferðina frá
Danmörku til Frakklands«.
»En því á jeg endilega að
fara til þessa kaþólska manns
í Kaupmannahöfn, mamma?
Mjer er ekkert um þessa ka-
þólsku menn«.
»Vertu alveg óhræddur,
drengur minn! Kaþólskir menn
eru ekki eins slæmir og þeir
eru sagðir. Frakkland er ka-
þólskt land, og því er það ekki
nema eðlilegt, að þessi kaþólski
herra forstöðumaður Grúder í
Kaupmannahöfn taki þig að
sjer og sjái um þig til Frakk-
lands«.
»Nú, jæja, sama er mjer. —
En heyrðu, mamma! Verður
hann kaþólskur skóli, þessi
frakkneski skóli, sem jeg á að
læra í?«
»Sjálfsagt. En það skiftir
engu. Heldurðu að jeg sleppti
þjer til kaþólskra manna, ef
þjer væri nokkur hætta búin?
Þjer er óhætt að trúa orðum
mömmu þinnar í því efni.«
(Frli.)
Gátnaráðningar.
1. Hinum ósannsöglasta, því hon-
um trúa fæslir.
2. Af þvi dagur er i milli.
3. Pegar þcir dega.
4. Fyrst er hún höggvin í þrent
yfir tvær álmur og í öðru
höggi þrír hlutar hennar í einu
(sjá myndina).
Skógfarel<lai*(sjá mynd-
irnar á 3. og 7. bls.). Meðal hinna
voðalegustu viðburða, sem gerast
á jörð vorri, eru skógareldarnir,
sem leggja oft í eyði stór og fögur
skógarhjeruð, sem verða að einni
öskuhrúgu. Hver lifandi skepna
fyllist skelfingar liræðslu og þýt-
ur af stað til að bjarga sjer eftir
mætti. Á þeirri stundu linnst ekki
grimmd í nokkru dýri og hestin-
um er óhætt að hlaupa samhliða
með tígrisdýrinu — neyðin tengir
dýrin saman eins og mennina.
Fornsögur vorar geta um skóg-
arelda hjer á landi, en þeir hafa
smáir verið í samanburði við er-
lenda skógarelda, sem verða ná-
lega á liverju ári, t. d. í Vestur-
heimi. Þegar stormur er mikill,
fer eldurimi með geysihraða, og
hafa ekki undan honum nema
fóthvötustu menn og dýr, — allt
hitt brennur lifandi. Það er af-
skapleg tilhugsun að slíkar hörm-
ungar skuli eiga sjer stað, og það
all-oft.
Á fyrri myndinni í blaðinu sjest
skip, sem hefur verið sent upp eftir
á, til þess að bjarga fólki, sem er
til og frá á bökkunum og bíður
þessarar björgunar eða dauða.
Á bak við sjest til eldhafsins, sem
lýsir nóttina, svo að bjart er
sem um dag. Á hinni myndinni
sjást dýrin á æðislegum flótta
undan eldinum.
Það er ekki ástæða lil að skrifa
mikið um þetta mál, en það er
ástæða fyrir þig að hugsa um það
rækilega og veita því eftirtekt,
hvað þú ert lánsamur.
Sbiptröll með áliöfn. Á
6. síðu er mynd af stærsta skipi
heimsins, »Imperator« hinum
þýska, en i kringum það er sýnt,
hvað það þarf til hverrar ferðar.
Efst eru ferðamennirnir, sem það
flytur hundruðum saman, en fyrir
framan það járnbrautarvagnar
hlaðnir kolum (Kohlen*). Þá eru
enn fremur kassar með ávexti
(Frúchte), ost (Káse), egg (Eier),
grænmeti (Gemúse). Fá eru naut,
svín og alifuglar, sem flutt er með
til slátrunar á leiðinni, hrísgrjóna-
sekkir(Reis)o.fl. Fremst eruskip-
verjarnir, nokkur hundruð. Víða í
blöðum (t.d.Vísi) má lesa um skip
þetta, og verður því ekki nánar frá
því sagt hjer. Þetta er feiknastórt
skip, nú sem stendur, en vera má
að það verði ekki mjög stórt kall-
að innan fárra ára, því með hin-
um flughröðu framförum, sem nú
eru, stælcka skipin með hverju ári.
• Nöfnlti á myndinni cru þýsk.
Útget.: Einar Gunnarsson, cand. phil.
Prentsmiðjan Gutenberg.