Þjóðmál - 15.03.1971, Blaðsíða 4
4
Þ J Ó Ð M A L
Burt með fúskið —
Frarahald af bls. 2.
Almenningur og
embættisvaldið.
Á síðustu árum hef ég haft
meira og minna samband við á
fjórða hundrað leiðandi manna á
ýmsum sviðum þjóðfélagsins. Ég
hef reynt eftir því sem ég hef
haft aðstöðu til, að vekja athygli
þeirra á hinu alvarlega ástandi,
sem nú ríkir í skólamálum þjóðar-
innar. Einnig hef ég lagt mikla
áherzlu á endurskipulagningu
Stjórnarráðsins og embætismanna-
kerfisins í heild. Stjórnunarkerfi
fræðslumála er ekki aðeins úrelt
að formi til heldur bætist ofaná
það hin furðulegasta óreiða, stanz-
lausir árekstrar og almennt stjórn-
leysi. Þetta kerfi ber að endur-
skipuleggja á þann hátt að setja
upp virka yfirstjórn í höfuðborg-
inni, með valdssvið skýrt afmark-
að frá valdssviði menntamálaráðu-
neytisins. Þá ber að auka mjög
valdssvið sveitarfélaganna með því
að setja upp fræðsluskrifstofur
fyrir einstaka kaupstaði, sýslur eða
kjördæmi. Stefnan varðandi
menntun kennara hefur hingað til
verið fyrir neðan allar hellur og
mótast fyrst og fremst af örvænt-
ingarfullum ráðstöfunum manns,
sem vi'll allra vandræði leysa en
engu raunhæfu kemur í fram-
kvæmd. Ég hef stundum verið að
velta því fyrir mér hvers vegna
ráðherrann lætur nú ekki endan-
lega verða úr því að Ijúka við
byggingu æfingaskólans og koma
húsnæðismálum Kennaraskólans í
sæmilegt horf. Ég get ekki séð
neina skýringu á þessari afstöðu
ráðherrans aðra en þá, að hann
telji nauðsynlegt að halda kenn-
aramenntun þjóðarinnar niðri
eins lengi og hægt er. Einnig mun
ráðherranum láta illa að verða
við kröfum „ofstopamanna" sem
ekki kunna að meta hina „föður-
legu umhyggju“ og hjartagæzku.
Úr hópi kennara og skólafólks
hafa komið sterkar raddir, sem
kref jast þess að ráðherrar og aðrir
embættismenn séu ábyrgir gerða
sinna og að þeim beri að verja
gerðir sínar fyrir almenningsálit-
inu. Hin nýja skólastefna hefur
greinilega tekið hugi almennings
í landinu, og þetta veit ráðherrann.
Hann veit líka að fólkið biður ekki
um lög sem annaðhvort eru ekki
framkvæmd eða auka á ringulreið
varðandi gildandi lög. Auðvitað
vill fólkið réttlát lög, en það sem
fólkið vill fyrst og fremst sjá nú
eru framkvæmdir, skipuag og
stefnufesta. Ekkert af þessu höf-
um við séð enn, og ekkert af
þessu munum við fá meðan nú-
verandi ráðherra stjórnar mennta-
málunum.
Hvers vegna stjórnmál?
Með þetta í huga verður svar
mitt við þeirri spurningu, hvers
vegna ég nú hef bein aiskipti af
stjornmaium, þetta:
,1. Þegar ég sagði upp starfi mínu
við Gagniræoaskóiann í Vest-
mannaeyjum var það gert í þeim
tilgangi, að afla mér aukinnar
menntunar svo ég gæti unnið bet-
aó skóiamálum þjóoarinnar.
2. Nú, eftir að þessu takmarki
er náð tel ég þaö skyldu mina við
pjóöina, vió börn mín og fjöl-
skyidu að starfa áfram í landinu.
3. Ég er þeirrar skoðunar að
róttækar aðgerðir þurfi til þess að
koma íslenzkum skólamálum , það
horf sem viðunandi getur talizt.
4. Ég er þeirrar skoöunar að nú-
verandi menntamálaráðherra og
ráðuneytisstjóri menntamálaráðu-
neytisins hafi gerzt sekir um emb-
ættisafglöp, sem muni hafa varan-
ieg, neikvæð áhrif á þróun efna-
hagsmála, skólamála og annarra
menningarmála á næstu árum
(Orðið „embættisafglöp" merkir
hér meiriháttar skyssur eða yfir-
sjónir í opinberu starfi).
5. Ég tel af þessum sökum nauð-
synlegt að vinna að því að ofan-
greindir embættismenn hverfi frá
þeim ábyrgðarstöðum, sem þeir
hafa haft með höndum, þ. e. æðstu
yfirstjórn fræðslumála, og að
þjóðin fái í staðinn men, sem lík-
legir eru til þess að framfylgja
nýrri skólastefnu.
6. Menntamál okkar í dag eru
þvi fyrst og fremst pólitisk, að því
leyti, að við næstu alþingiskosn-
ingar hefur þjóðin sjálf tækifæri
til þess að ráða miklu um fram-
tíð og skólamáia og um leið efna-
hagsmála og annarra menningar-
mála á komandi árum.
7. Við kynni mín af þeirn
óstjórn íslenzkra mennta- og
fræðslumála, sem ég gat alls ekki
unað við, varð mér smám saman
ljóst, að þar var aðeins um að
ræða anga af íslenzku stjórnarfari.
Óstjórn eða stjórnleysi er hið ís-
lenzka stjórnarform. Lagfæring á
kerfi fræðslumála var í rauninni
óhugsandi, nema sem liður í alls-
herjar umbótum alls hins islenzka
stjórnkerfis. Þar með varð mér
Ijóst, að lausn á öngþveitinu á
mínu sérsviði, hlaut að verða
stjórnmálalegs eðlis og í nánum
tengslum við lausn annarra þjóð-
félagsmála.
8. Með því að taka virkan þátt
í þessari kosningabaráttu, tel ég,
að ég geti á áhrifaríkan hátt beitt
áhrifum mínum til stuðnings við
þau stjórnmálaöfl, sem líkleg-
ust eru til þess að taka þessi mál
föstum og ákveðnum tökum.
Samtök frjáislyndra og vinstri
manna eru stjórnmálasamtök sem
styðja vilja heilbrigt athafnalíf,
réttlátt þjóðfélag og menningar-
| legt og efnahagslegt sjálfstæði.
Frá bæjarskrifstofunum
Skrifstofur bæjar- og hafnarsjóðs eru fluttar
ó 3. hæð í húsi Útvegsbanka íslands.
BÆJARSTJÓRI.
Samtök frjálslyndra og vinstri
manna er eini stjórnmálaflokkur-
inn í landinu, sem getur knúið
fram breytta stjórnarstefnu. Það
er af þessum sökum, sem róttækir
umbótasinnar vilja skipa sér undir
merki hins nýja flokks. Stefna
flokksins er stefna ungu kynslóð-
arinnar, sem krefst þess að fá að
starfa I landinu án þess að þurfa
að skriða fyrir valdhafanum.
Stefna flokksins er einnig stefna
hinna láglaunuðu i þjóðfélaginu,
verkamanna, sjómanna, bænda og
iðnaðarmanna, Flokkurinn mun
vinna að því að tekið verði upp
heilbrigt fjármálakerfi, sem stuðli
að því m. a„ að framtakssamir og
dugmiklir skipstjórar fiskiskipa
þurfi ekki að leggja skipum sínum
mikinn hluta ársins svo tekjur
þeirra verið ekki að mestu gleypt-
ar af hinu furðulega skattakerfi.
Flokkurinn mun einnig beita sér
fyrir því að allur aimenningur
geti eignast þak yfir höfuðið, án
þess að eiga á hættu nauðungar-
uppboð. Hér er um að ræða stór-
kostlega meinsemd í þjóðfélagi
okkar, sem rekja má til rangrar
heildarstefnu á undanförnum ár-
um. í skólamálum mun hinn nýji
flokkur taka róttæka afstöðu þann-
ig að fræðslukerfið verðí endur-
skipulagt til að þjóna þeim tíma
sem við lifum á og taki fullt tillit
til efnahagsþróunar þjóðarinnar.
Samtök frjáslyndra og vinstri
manna munu einnig krefjast þess
að hið Iátlausa og rándýra nefnda-
fúsk undir handarjaðri ríkisstjórn-
arinnar verði lagt niður og að tek-
in verði upp vísindaleg vinnu-
brögð, þannig að ríkisstjórnin geti
mótað ákveðna stefnu í staðinn
fyrir handahófskennt fúsk, sem
einkennt hefur stefnu ríkisstjórn-
arinnar í menntamálum og ýmsum
öðrum málaflokkum.
Sú ríkisstjórn, sem nú situr hef-
ur nú verið við völd í meira en
áratug. Jafnvel áköfustu stuðn-
ingsmenn hennar hafa fyrir löngu
komizt að þeirri niðurstöðu, að
upp úr þessum kosningum verði að
koma breyting á, nýir óþreyttir
menn óbundnir af hefð og venj-
um hins úrelta stjórnkerfis að taka
við, menn af nýrri kynslóð, menn
með nýjar hugmyndir, menn með
kjark, djörfung og áræði til að
takast á við vandann á annan hátt,
en þær „svefngöngur vanans“,
sem nú sitja. Gömlu stjórnarand-
stöðuflokkarnir hafa rembzt við
þetta verkefni í meira en áratug
— án árangurs. Síðustu sveitar-
stjórnarkosningar gáfu ekki til
kynna að þeim mundi ganga þetta
verkefni nokkru betur nú en áð-
ur. Þar verður nýtt stjómmálaafl
að koma til, afl, sem geti rofið hið
staðnaða jafnvægi milli flokkanna
í hinu gamla, löngu úrelta flokka-
kerfi, afl, er geti rofið samábýrgð
og samtryggingu gömlu flokkanna
allra, afl, sem geti vakið umrót í
stöðupolli stjórnmálanna, Samtök
frjálslyndra og vinstri manna eru
eina aflið, sem þetta getur. Það
sýndu úrslit sveitarstjórnarkosn-
inganna ótvírætt. Allir þeir sem
vilja breytt stjórnarfar, nýja ríkis-
stjórn, nýja flokkaskipan, hafa því
aðeins eitt úrræði: Að kjósa Sam-
tökin í komandi kosningum. í þeim
er í rauninni aðeins um tvennt að
velja:
ÓBREYTT ÁSTAND = X A, B,
D, G, eða
NÝ STJÓRN, BETRA STJÓRNAR-
FAR, NÝ FLOKKASKIPAN =
STUÐNIN GUR VIÐ SAMTÖK
FRJÁLSLYNDRA OG VINSTRI
MANNA.
iiiiiiiimiimmiimmimimiimmmmmmmimimiiiiiiimiiiiimiiimmiMi
Perlur
E Lögreglan í Reykjavík hefur
E að undanfömu skorið upp her-
E ör gcgn klámi og óþverra á
jjjj prenti, gengið berserksgang á
S blaðsölustaði og gert upptækan
= fjöldan allan af skemmtiritum,
E Táningablaðið Jónínu & Samú-
■5 úel aukin heldur annað.
E Klámbylgjan virðist nú líka
5 hafa skollið yfir Vestmanna-
E eyjar. í síðustu „Brautinni"
E gat að líta eftirfarandi perlu
= I grein Eyjólfs Sigurðssonar,
E „Sameining vinstri manna.“:
5 „Árið 1952 tekur nýr for-
E maður við stjórn Alþýðuflokks-
E ins, Hannibal Valdimarsson,
= þrautreyndur verkalýðsforingi
E og harður baráttumaður, sem
= ekki lét sér allt fyrir brjósti
brenna. Þessi valdataka hafði =
ekki gerzt átakalaust og S
RYKKTI (sic!) NÚ í BURÐ- E
ARLIÐUM flokksins . . .“ (Ein- |
hver hefði kannski sagt „hrikti =
1 burðarásum“, en kratarnir E
kunna nú að orða þetta).
Spumingin er: Verður yfir- E
valdið í Vme. eins röggsamt og E
kollegi þess í Rvík, og gerir =
Brautina upptæka fyrir svona E
klám?
Og í framhjáhlaupi spyrjum =
vér: Hvað eru margir burðar- E
liðir á Alþýðuflokknum? Margt =
er skrítið í kýrhausnum, en =
þetta er í fyrsta skipti, sem við E
lieyrum um marga burðarliði á =
sömu skepnunni.
Tilkynning
UM FYRIRFRAMGREIÐSLU ÚTSVARS
í VESTMANNAEYJUM ÁRIÐ 1971
Bæjarróð Vestmannaeyja hefur samþykkt að
innheimta skuli fyrri hluta ársins 1971 hjá sér-
hverjum útsvarsgjaldanda í Vestmannaeyjum
upp í útsvar ársins 1971, fjárhæð, sem nemur
60% álagðs útsvars ársins 1970.
Gjalddagar fyrirframgreiðslu skulu vera 1.
febr., 1. marz, 1. apríl, 1. maí og 1. júní
1971.
ÚTSVARSINNHEIMTAN
Kirkjuvegi 3.
Magnúsarbakarí
Vestmannabraut 37, sími 1964
Fleiri og fleiri húsmæður láta okkur sjá um
baksturinn, en taka sjálfar heiðurinn, því að
allir Ijúka upp einum munni um gæðin.
MUNIÐ, að senda inn tímanlega pantanir á
hvers konar sérbakstri.