Þjóðmál - 22.03.1971, Blaðsíða 3

Þjóðmál - 22.03.1971, Blaðsíða 3
Þ J Ö Ð M Á L 3 Tilkynning UM AÐSTÖÐUGJÖLD í VESTMANNAEYJUM 1971 Ákveðið hefur verið að innheimta aðstöðugjöld í Vestmannaeyjum ö örinu 1971 samkvæmt heimild í III. kafla laga nr. 51/1964 um tekjustofna sveitarfé- laga, sbr. og reglugerð um aðstöðugjöld nr. 81/1962. Hefur bæjarstjórn Vestmannaeyja ökveðið eftirfar- andi gjaldstiga: 1. af rekstri fiskiskipa og flugvéla ....... 0,3% 2. af fiskiðnaði hverskonar og vinnslu sjöv- arafurða................................. 1.0% 3. af umboðs-og heildverzlun ................. 1,0% 4. af byggingavöruverzlun .................... 1,0% 5. af matvöruverzlun ......................... 1,0% 6. af veiðarfæra- og saltverzlun ............. 1,0% 7. af öðrum iðnrekstri ....................... 1,5% 8. af vefnaðarvöruverzlun .................... 1/5% 9. af öðrum atvinnurekstri ................... 2,0% Þeir, sem eru ekki framtalsskyldir til tekju- og eignarskatts, en eru aðstöðugjaldskyldir, þurfa að senda Skattstofunni sérstakt framtal til aðstöðu- gjalds innan tveggja vikna frö birtingu þessarar auglýsingar. Þeir, sem margþætta atvinnu reka þannig, að út- gjöld þeirra teljast til fleiri en eins gjaldflokks sam- kvæmt ofangreindri gjaldskrö, þurfa að senda full- nægjandi greinargerð um, hvað tilheyri hverjum flokki, sbr. 7. grein reglugerðar um aðstöðugjöld. Framangreind gögn ber að senda skattstjóra innan tveggja vikna frö birtingu auglýsingar þessarar. Að öðrum kosti verður aðstöðugjald, svo og skipting í gjaldflokka, öætluð eða aðilum gert að greiða að- stöðugjald af öllum útgjöldum sínum samkv. þeim gjaldaflokki, sem hæstur er. Tekið skal fram, að hafi gjaldendur sótt um og fengið frest umfram þau takmörk, sem þessi auglýs- ing gerir róð fyrir, gildir só frestur einnig um skil ó framangreindum gögnum varðandi aðstöðugjöld. Vestmannaeyjum, 26. febrúar 1971. SKATTSTJÓRI. Húsvörður Óskast að Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Umsóknarfrestur til 20. þ.m. BÆJARSTJÓRI. Sjólfstæður maður — Framh. af bls. 1 færingar um einstök mál og kröfu um fuila virðingu fyrir mismun- andi skoðunum. Þar eiga menn m. ö. o. að mætast sem jafnrétthá- ir einstaklingar. Þróun flokksins — eða þjónn fólksins. En íslenzku flokkamir hafa breytzt í tilfinningalausar valda- vélar, sem gera skilyrðislausa kröfu um hlýðni og undirgefni við ákvarðanir „forystunnar", sem venjulega er örfámenn klika í innsta hring flokksins. Þingmenn flokkanna líta á sjálfa sig sem launaða starfsmenn flokkanna, e. k. embættismenn, sem sendir eru út á meðal lýðsins, til að smala hinum nauðsynlegu atkvæðum til að tryggja flokki sínum „réttláta hlutdeild" 1 valdinu. Stjórnarþing- menn eru viljalaus verkfæri stjórnarherranna, færiband, sem keyrir mál undirbúin af sérfræð- ingum og embættismönnum gegn- um atkvæðavél þingsins. Þeir fá jú að flytja mál, brýn hagsmuna- mál sinna kjördæma, en þau eru oftast svæfð eða látin daga upp í nefnd. Þetta á að duga til að sýna kjósendum, að þeir séu á verði — en komi bara engu fram. Þegar líður að kosningum er náðarsam- legast leyft að samþykkja það, sem Flokkurinn telur lágmark þess, sem þingmaðurinn þurfi til að tryggja sér „atkvæðin" á nýjan leik. Þessar ruður fær hann heim með sér í veganesti. En þarf þetta að yera svo? Þarf þingmaðurinn fremur að vera þjónn flokksins, en þess fólks sem kaus hann til að fara með umboð sittá löggjafarsamkomu þjóðarinn- ar. Getur ekki þingmaður, sem hef- ur kjark, manndóm og sjálfstæði boðið þessu niðurlægjandi kerfi byrginn og tryggt þeim málefnum síns kjördæmis framgang sem enga bið þola, án þess að biðja flokksforingjana að líta til sín í náð? Eiga þingmenn ekki að líta svo á, að þeir hafi verið kosnir sem einstaklingar og menn, en ekki verkfæri flokkanna? Einn þingmaður hafði líf ríkisstjórnar í hendi sér. Allt kjörtímabil þessarar stjórn- ar hefur ríkisstjórnin aðeins haft eins atkvæðis meirihluta, i hvorri deild. Þetta þýðir, að sérhver þing- maður stjórnarliðsins hefur haft í hendi sér að fella frumvörp ríkis- stjórnarinnar eða hindra fram- gang þeirra. Þetta kom raunar glöggt í ljós í fyrra, þegar einn ráðherranna Eggert G. Þorsteins- son drap svonefnt „verðgæzlu- frumvarp" meðráðherra slns, flokksbróður og flokksformanns Gylfa Þ. Gislasonar! Nú er ekki við því að búast að stjórnarþingmenn almennt geti eða vilji nota þessa aðstöðu til að þvinga fram mál sín I smáu og stóru. En þessi aðstaða þýðir það, að sérhver stjómarþingmaður hefði átt að spyrja sjálfan sig: Er eitthvert eða einhver þau mál i mínu kjördæmi, er hafa svo mikla og almenna þýðingu, að það rétt- læti, að ég slái í borðið og segi: „Þetta stjómarfrumvarp styð ég ekki, nema til komi stuðningur ríkisstjórnarinanr við þetta til- tekna hagsmunamál mins kjör- dæmis“? Framhald á bls. 4. Vestmannaeyingar Margur ungur Eyjabúinn hefur sýnt og sannað bæði hyggjuvit og manndóm í Byggingarfram- kvæmdunum ó undanförnum ór- um. Síðan hefur hann haft efni ó að brosa sigurglaður eftir drýgðar dáðir. Og ekki láta bankasofnanir Vestmannaeyinga sitt eftir liggja í byggingarþjónustunni við al- menning í kaupstaðnum. Um siðustu áramót hafði SPARISJÓÐUR VESTMANNAEYJA lánað Eyjabúum meir en 1400 fasteignalán, sem námu þá rúm- lega 65 milljónum króna samtals frá upphafi starfsins. Þetta er vissulega rikulegur ávöxtur gagnkvæmra og traustra við- skipta milli Sparisjóðsins ann- ars vegar og Eyjabúa hins veg- ar. Verkin bera þess vitni. Tvennt verður hér þyngst á met- unum: Samhugur og samtök. 'Öll eitt, og þannig lyftum við Grettistakinu. Sparisjóður Vestmannaeyja Símar: Afgreiðslan 1266; skrifstofan 1877. Samtök frjálslyndra í Vestmannaeyjum PÓSTHÓLF 173 Ég óska eftir: ( ) 1. að gerast félagi í Samtökum frjálslyndra í Vestmannaeyjum. ( ) 2. að gerast áskrifandi að ÞJÓÐMÁL, málgagni Samtakanna í Vestmannaeyjum. ( ) 3. að gerast áskrifandi að NÝTT LÁND, aðalmálgagni Samtakanna. ( ) 4. að vinna fyrir Samtökin í komandi kosn- ingum sem óháður stuöningsmaður. (Merkið x þar sem við á). Félagar Samtakanna geta orðið allir þeir, sem náð hafa 16 ára aldri og búsettir eru í Vestmannaeyjum. (nafn) (heimilisfang)

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.